Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur, var fyrsti gestur þáttarins. Hann er forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, og fór yfir það að nú er lokið skráningu allra flétta og fléttuháðra sveppa sem vaxa á Íslandi. Það eru 836 tegundir.
Skrifað var undir kjarasamninga milli kennara, sveitarfélaga og ríkisins seint í gærkvöldi. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi um kjarasamninga og vinnumarkaðinn.
Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur tíðindi frá Úganda, þar sem er hitabylgja, og frá nágrannalöndum þar sem ófriður ríkir.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Baldur Helga Benjamínsson, bónda á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Kúabændur velta nú fyrir sér hvort flytja beri inn nýtt kúakyn til Íslands.
Tónlist:
Fílharmóníuhljómsveit Bergen - I ensomme stunde.
Hljómar - Sveitapiltsins draumur.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Fjölmennasta skátafélag landsins Hraunbúar Hafnarfirði fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og félagsforinginn Bjarni Freyr Þórðarsson segir að aðalatriðið í skátastarfinu snúist um að undirbúa fólk fyrir lífið. Skátastarfið snúist ekki um bikara og medalíur heldur veganesti út í lífið, sjálfsbjargarviðleitni og að efla sjálfstæða einstaklinga og leiðtoga. Við ræddum við Bjarna og Hörpu Hrönn Grétarsdóttur sveitaforingi, í dag.
Það er ríkt í okkur að vilja láta gott af okkur leiða, en það eru ekki allir sem vita hvernig á að snúa sér þegar að því kemur. Eins getur verið snúið að ganga ekki of nærri sér á þeirri vegferð. Sigurborg Kr. Hannesdóttir sagði okkur í dag frá sinni reynslu, en hún hefur sjálf upplifað að ganga of nærri sér á slíkri vegferð og nú vill hún leiðbeina fólki í svipuðum sporum með því að nota þeirra eigin sögu, á netnámskeiði sem hún kallar Sagan af þér að breyta heiminum.
Við fengum svo póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni og kort dagsins barst nú frá Vestmannaeyjum því Magnús er kominn heim frá Grænhöfðaeyjum. Hann sagði frá ýmsu því sem við er að eiga í Eyjum þessa dagana. Þar er tekist á um samgöngur, sem hafa verið í nokkru lamasessi vegna óveðurs í febrúar, sem og sandburðar í Landeyjahöfn. Hann sagði líka frá deilum sem hafa skapast vegna minnismerkis um gosið 1973, en um það verður haldin íbúafundur næsta föstudag.
Tónlist í þættinum í dag
Miðvikudagur / Þokkabót (Ingólfur Steinsson, texti Steinn Steinarr)
Breaking up is Hard to Do / Neil Sedaka og Sissel Kyrkjebö (Neil Sedaka & Greenfield)
Lazy Sunday / Small faces (Marriott Lane)
Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Kennarasambandsins segir að ekki hefði verið hægt að ná betri kjarasamningi en þeim sem skrifað var undir í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur samningana geta aukið verðbólgu, hækkanir séu langt umfram svigrúm.
Öllum gíslum Hamas á Gaza verður mögulega sleppt í einu á næstunni. Viðræðum um annan hluta vopnahléssamkomulags, af þremur, miðar vel.
Stjórnsýslusvið og fjármálasvið Kópavogsbæjar verða lögð niður eftir að skipulagsbreytingar á stjórnkerfi bæjarins voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi í gær. Breytingarnar hafa áhrif á um 90 störf.
Margt er á huldu um aðgang Bandaríkjamanna að námavinnslu í Úkraínu. Samningur er þó sagður í höfn.
Eldgos getur hafist með mjög skömmum fyrirvara á Sundhnúksgígaröðinni, landris er stöðugt undir Svartsengi. Bæjarskrifstofurnar í Grindavík verða opnaðar í mars og aðstöðu í tollhúsinu í Reykjavík lokað.
Þrumuveður eru algengust í janúar og febrúar á Íslandi og ekki eru merki um að eldingar séu fleiri en vanalega í ár. Þær hafa þó valdið miklum skemmdum undanfarið.
Fljúga þarf dróna yfir Seyðisfjörð og mæla mót lands og sjávar til að skera úr um hvort pláss er fyrir eldiskvíar í firðinum. Óvíst er hvar svokölluð netlög eða eignarréttur landeigenda endar.
Sjálfvirk svör frá Akureyrarbæ eru í einhverjum tilvikum á ensku. Bæjarstjóri segir skýringuna liggja í hugbúnaði sem þarf að uppfæra.
Undanúrslit í bikarkeppni karla í handbolta eru í kvöld. Tvær spennandi viðureignir verða á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Meðal Íslendinga sem búa erlendis tíðkast að flytja íslenska pítusósu með sér á milli landa. Ástæðan er sú að pítusósan íslenska, sem matreiðslumaðurinn Eiríkur Finnsson bjó til fyrir rúmum fjörtíu árum, er ekki til í öðrum löndum.
Rætt er við þrjá Íslendinga í þremur heimsálfum sem allir hafa flutt pítusósu með sér til útlandsins. Þeir ræða um dálæti sitt á þessari sósuna og reyna að koma því í orð hver galdurinn er við hana.
Eiríkur Finnsson ræðir einnig um þá erfiðleika sem hann stóð frammi fyrir þegar hann hóf iðnaðarframleiðslu á pítusósu á níunda áratugnum. Þar kemur steypuhrærivél meðal annars við sögu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Nýverið var greint frá því að 14 þúsund fræsýnum hefði verið lögð inn í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða - dómsdagshvelfinguna eins og hún er stundum kölluð. Árni Bragason fyrrverandi landgræðslustjóri var forstjóri Nordgen, Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, um árabil, hann kemur til okkar í Samfélagið og við forvitnumst um fræhvelfinguna og starfsemi hennar.
Vísindamenn á Hafrannsóknastofnun birtu nýlega fræðigrein í tengslum við rannsóknir sínar á 11 djúpsjávarháfum við Ísland. Þetta eru ævafornar skepnur sem halda til á yfir þúsund metra dýpi í lítt könnuðum vistkerfum og sumar tegundanna á válista. Við ræddum við tvo af höfundum greinarinnar, sjávarlíffræðingana Jón Sólmundsson og Klöru Jakobsdóttur, um þessa dularfullu fiska en auk þeirra kom sjávarvistfræðingurinn Hildur Pétursdóttir að rannsókninni (https://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/maec.12854).
Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur á sínum stað i lok þáttar. Edda fjallar um hvernig lungu þroskast.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Rósa Guðrún Sveinsdóttir - Meiriháttar.
Brown, Ray, Peterson, Oscar, Getz, Stan, Ellis, Herb, Roach, Max, Gillespie, Dizzy - It's the talk of the town.
Duke Ellington & John Coltrane - Take the Coltrane.
Nordic Quintet, The - Angel Eyes.
ADHD Hljómsveit - Fimmþrír.
Ørsted Pedersen, Niels-Henning, Grappelli, Stephane, Coryell, Larry, Catherine, Philip - Swing guitars.
Quintet, The, Gillespie, Dizzy, Powell, Bud, Roach, Max, Parker, Charlie, Mingus, Charles - A night in Tunisia.
Erskine, Peter, Jack Magnet Science - Space Pasadena.
Hilmar Jensson - Sun RA.
Henriksen, Arve, Fraanje, Harmen - The dark light.
Urtreger, René, Michelot, Pierre, Clarke, Kenny, Davis, Miles, Wilen, Barney - Generique.
Endurflutt að hluta til efni sem Stefán Jónsson og Jón Sigbjörnsson hljóðrituðu í ferð sinni á Ströndum árið 1962.
Leikin er harmoníkutónlist, stiginn hringdans í þjóðdansastíl þar sem Strandamenn syngja um leið og dansinn er stiginn, auk þess sem rætt er við heimamenn.
Viðmælendur eru:
Gísli Guðleifsson, harmoníkuleikari, Guðjón í Kjörvogi, Guðjón Guðmundsson, hreppstjóri á Eyri við Ingólfsfjörð, Guðrún Jónsdóttir á Eyri. Ennig er rætt við Björn Stefánsson frá Stöðvarfirði,
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
„Ég lærði dáldið mikið seint, að ef maður er hræddur við eitthvað, þá á maður að gera það. En ég var hrædd lengi,“ segir Þórunn Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, myndlistarkona og margverðlaunaður búninga- og sviðsmyndahönnuður. Þórunn Elísabet er fædd árið 1952 á Siglufirði. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið að myndlist meðfram því að hanna búninga og sviðsmyndir fyrir leikhús og kvikmyndir. Þórunn hefur haldið einkasýningar og tekið þátt fjölda samsýninga en um þessar mundir sýnir hún á Listasafninu á Akureyri, verk þar sem 100 slæður blökta og gefa frá sér ólíka ilmi. Í verkum sínum vinnur Þórunn Elísabet með efniskennd hlutanna, söguna, endurvinnslu, handverkið, dagdrauma og ekki síst alltumlykjandi kvennaarfinn. Heimili Þórunnar Elísabetar er eins og eitt stórt listaverk og þar tekur hún á móti Víðsjá í Svipmynd vikunnar.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Gíslrún Schram fór á verkið Skeljar í Ásmundasal, sem fjallar um ungt par sem er að velta því fyrir sér hvort það eigi að ganga í það heilaga. Hvers vegna að gifta sig og hvers vegna ekki? Una spyr vini sína, gifta og ógifta.
Eitt af höfuðskáldum Ítala, Giacomo Leopardi, skrifaði ritgerð á þriðja áratug 19. aldar sem fjallar um Íslending sem hefur fengið sig fullsaddan af samfélagi manna. „Fyrir honum var þetta land óbyggilegasta helvíti á jörð,“ segir Ólafur Gíslason listfræðingur okkur en Ólafur þýddi umrædda grein árið 1971. Við rifjum upp esseyju Leopardis sem nefnist „Samtal Náttúrunnar og Íslendings“ eða „Dialogo della Natura e di un Islandese“. Skoðum sömuleiðis tómhyggju Leopardis í þætti dagsins en við fjölluðum um efnið fyrst hér í Lestinni fyrir 6 árum síðan.
Fréttir
Fréttir
Kennarar fá um það bil tuttugu og fjögurra prósenta launahækkun á næstu árum með nýjum kjarasamningi. Launakostnaður borgarinnar eykst um átta milljarða á ári. Hagfræðingur telur samningana geta ógnað stöðugleika á vinnumarkaði.
Fjölmargir - en ekki allir nemendur í Borgarholtsskóla fögnuðu því að samist hefði við kennara og verkföllum væri lokið.
Hæstiréttur hefur dæmt Símann til að greiða 400 milljóna sekt fyrir að hafa brotið gegn sátt við Samkeppniseftirlitið um sýningar á Enska boltanum.
Samgönguráðherra segir vegfarendur finna fyrir mörg hundruð milljarða innviðaskuld þegar ekið er á Vestfjörðum og Vesturlandi. Hana verði að greiða.
Ekki er fótur fyrir því að framlag Íslands til Eurovision sé stolið ísraelskt popplag segir tónlistarfræðingur. RÚV segir VÆB hafa farið eftir öllum reglum Söngvakeppninnar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kennarar skrifuðu í gær undir nýjan kjarasamning við ríki og sveitarfélög, samningurinn á að gilda til ársins 2028. Þessi kjaradeila hefur verið löng og ströng, það hefur ríkt vantraust, en nú hefur samist um 24% hækkun.
Það er áhyggjuefni að mati Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðings Landsbankans að hækkunin sé meiri en í stöðugleikasamningunum í fyrra. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB fagnar samningnum en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er ekki sátt við að samið hafi verið um meiri hækkanir kennurum til handa en hægt hafi verið að fá fyrir þá sem lægst hafa launin á íslenskum vinnumarkaði.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um fréttir. Hvað er frétt? Hvað er fjölmiðill? Hver var fyrsta fréttin? Getum við vitað það? hver var fyrsti fjölmiðillinn á Íslandi? Hvað þarf góður fréttamaður að hafa? Hvað er gúrkutíð?
Þetta og margt fleira skemmtilegt um fréttir og fjölmiðla.
Sérfræðingar þáttarins eru: Broddi Broddason, Elfa María Birgisdóttir og Bjartur Jörfi Ingólfsson.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Danska strengjakvartettsins sem fram fóru í Mogens Dahl tónleikasalnum á Íslandsbryggjunni í Kaupmannahöfn í desember sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Caroline Shaw, Joseph Haydn, Dmitríj Shostakovitsj, Ale Carr auk auk eigin verka kvartettsins og þjóðlagaútsetninga.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Nýverið var greint frá því að 14 þúsund fræsýnum hefði verið lögð inn í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða - dómsdagshvelfinguna eins og hún er stundum kölluð. Árni Bragason fyrrverandi landgræðslustjóri var forstjóri Nordgen, Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, um árabil, hann kemur til okkar í Samfélagið og við forvitnumst um fræhvelfinguna og starfsemi hennar.
Vísindamenn á Hafrannsóknastofnun birtu nýlega fræðigrein í tengslum við rannsóknir sínar á 11 djúpsjávarháfum við Ísland. Þetta eru ævafornar skepnur sem halda til á yfir þúsund metra dýpi í lítt könnuðum vistkerfum og sumar tegundanna á válista. Við ræddum við tvo af höfundum greinarinnar, sjávarlíffræðingana Jón Sólmundsson og Klöru Jakobsdóttur, um þessa dularfullu fiska en auk þeirra kom sjávarvistfræðingurinn Hildur Pétursdóttir að rannsókninni (https://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/maec.12854).
Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur á sínum stað i lok þáttar. Edda fjallar um hvernig lungu þroskast.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Fjölmennasta skátafélag landsins Hraunbúar Hafnarfirði fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og félagsforinginn Bjarni Freyr Þórðarsson segir að aðalatriðið í skátastarfinu snúist um að undirbúa fólk fyrir lífið. Skátastarfið snúist ekki um bikara og medalíur heldur veganesti út í lífið, sjálfsbjargarviðleitni og að efla sjálfstæða einstaklinga og leiðtoga. Við ræddum við Bjarna og Hörpu Hrönn Grétarsdóttur sveitaforingi, í dag.
Það er ríkt í okkur að vilja láta gott af okkur leiða, en það eru ekki allir sem vita hvernig á að snúa sér þegar að því kemur. Eins getur verið snúið að ganga ekki of nærri sér á þeirri vegferð. Sigurborg Kr. Hannesdóttir sagði okkur í dag frá sinni reynslu, en hún hefur sjálf upplifað að ganga of nærri sér á slíkri vegferð og nú vill hún leiðbeina fólki í svipuðum sporum með því að nota þeirra eigin sögu, á netnámskeiði sem hún kallar Sagan af þér að breyta heiminum.
Við fengum svo póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni og kort dagsins barst nú frá Vestmannaeyjum því Magnús er kominn heim frá Grænhöfðaeyjum. Hann sagði frá ýmsu því sem við er að eiga í Eyjum þessa dagana. Þar er tekist á um samgöngur, sem hafa verið í nokkru lamasessi vegna óveðurs í febrúar, sem og sandburðar í Landeyjahöfn. Hann sagði líka frá deilum sem hafa skapast vegna minnismerkis um gosið 1973, en um það verður haldin íbúafundur næsta föstudag.
Tónlist í þættinum í dag
Miðvikudagur / Þokkabót (Ingólfur Steinsson, texti Steinn Steinarr)
Breaking up is Hard to Do / Neil Sedaka og Sissel Kyrkjebö (Neil Sedaka & Greenfield)
Lazy Sunday / Small faces (Marriott Lane)
Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Gíslrún Schram fór á verkið Skeljar í Ásmundasal, sem fjallar um ungt par sem er að velta því fyrir sér hvort það eigi að ganga í það heilaga. Hvers vegna að gifta sig og hvers vegna ekki? Una spyr vini sína, gifta og ógifta.
Eitt af höfuðskáldum Ítala, Giacomo Leopardi, skrifaði ritgerð á þriðja áratug 19. aldar sem fjallar um Íslending sem hefur fengið sig fullsaddan af samfélagi manna. „Fyrir honum var þetta land óbyggilegasta helvíti á jörð,“ segir Ólafur Gíslason listfræðingur okkur en Ólafur þýddi umrædda grein árið 1971. Við rifjum upp esseyju Leopardis sem nefnist „Samtal Náttúrunnar og Íslendings“ eða „Dialogo della Natura e di un Islandese“. Skoðum sömuleiðis tómhyggju Leopardis í þætti dagsins en við fjölluðum um efnið fyrst hér í Lestinni fyrir 6 árum síðan.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Nú er vetrarfrí að baki hjá flestum og eflaust mörg sem hafa skellt sér á skíði -önnur sem eru að plana páskana með það í huga. Við heyrum í Herði Finnbogasyni framkvæmdastjóra skíðafélags Dalvíkur og formanni samtaka skíðasvæða á Íslandi.
Einkasala ríkisins á áfengi er mikilvægur og árangursríkur hluti af áfengisstefnu Norðurlandaþjóðanna samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Norðurlöndin, að Danmörku frátalinni, eru öll með ríkiseinkasölu áfengis. Samkvæmt skýrslunni er heildarneysla áfengis mun minni hjá þessum þjóðum en í öðrum Evrópulöndum þar sem verslunin er frjáls. Alma Möller heilbrigðisráðherra ræðir verslun með áfengi við okkur.
Það vakti nokkra athygli í gær þegar greint var frá því að kjarnorkukafbátur bandaríska sjóhersins væri staddur í Eyjafirði, en heimsóknin er sú sjötta síðan utanríkisráðherra heimilaði slíkar heimsóknir fyrir tveimur árum. Við ætlum að ræða þessa kjarnorkukafbáta og hvort hættulegt sé að slíkir kafbátar sigli við Íslandsstrendur við Gísla Jónsson, sérfræðing hjá Geislavörnum ríkisins.
Í gær var sömuleiðis sagt frá því að samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallup lítist 86 prósent landsmanna illa á hugmyndir Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin eignist Grænland, og að flestir telji aukinn norðurslóðaáhuga Trumps geta falið í sér ógn fyrir Ísland. Við ræðum þessi mál og þessi viðhorf við sagnfræðingana Erling Erlingsson og Val Gunnarsson.
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað móður af ákæru um stórfellda líkamsárás, brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum fyrir að láta umskera 17 mánaða gamalt barn sitt í heimahúsi. Við ræðum niðurstöðu þessa máls við Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann.
Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum lagaþjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins og krafist þess að lagið verði dæmt úr Eurovision-keppninni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Við ræðum þessa deilu sem á sér fjölmargar hliðstæður við Jóhannes Þór Skúlason, sem er vel að sér í Eurovision-fræðum.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Það var ýmislegt brallað í þætti dagsins. Harmsaga Canned Heat, áhrifavaldar Cyndi Lauper, fyrsta lag Jimmy Page og þagnir á plötum.
Lagalisti Þáttarins:
HJALTALÍN - Love from 99.
Strings, Billy - Gild the Lily.
QUEEN - A kind of magic.
MUGISON - Mugiboogie.
Fontaines D.C. - Favourite.
THE SMASHING PUMPKINS - Disarm.
CALEB KUNLE - All in your head.
KLASSART - Flugmiði aðra leið.
Helgi Björnsson - Miði aðra leið.
SHERYL CROW - All I Wanna Do.
John, Elton - Who Believes In Angels?.
Beyoncé - Bodyguard.
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
M83 - Midnight City.
Canned Heat - Going up the country.
Abrams, Gracie - That's So True.
KK - Ég Vil Fá Að Sjá Þig.
Carpenter, Sabrina - Busy Woman.
DURAN DURAN - Save a Prayer [US Single Version].
ARCTIC MONKEYS - Snap Out Of It.
LED ZEPPELIN - Ramble On.
BILLIE EILISH - Lunch.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
CYNDI LAUPER - Girls Just Want To Have Fun.
STEVIE WONDER - Living For The City [long Version].
TODMOBILE - Eldlagið.
Young, Lola - Messy.
U2 - Out of control.
THE BLACK CROWES - Hard To Handle.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
KATE BUSH - Running Up That Hill.
BLUR - Beetlebum.
Rauðir Fletir - Þögn Af Plötu.
GDRN - Næsta líf.
Árný Margrét - Greyhound Station.
TEARS FOR FEARS - Everybody Wants To Rule The World.
BLUE ÖYSTER CULT - Don't fear the reaper.
Retro Stefson - Minning.
Katla Yamagata - Ránfugl
LÓN - Rainbow
MORGAN WALLEN - Love Somebody

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Kennarasambandsins segir að ekki hefði verið hægt að ná betri kjarasamningi en þeim sem skrifað var undir í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur samningana geta aukið verðbólgu, hækkanir séu langt umfram svigrúm.
Öllum gíslum Hamas á Gaza verður mögulega sleppt í einu á næstunni. Viðræðum um annan hluta vopnahléssamkomulags, af þremur, miðar vel.
Stjórnsýslusvið og fjármálasvið Kópavogsbæjar verða lögð niður eftir að skipulagsbreytingar á stjórnkerfi bæjarins voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi í gær. Breytingarnar hafa áhrif á um 90 störf.
Margt er á huldu um aðgang Bandaríkjamanna að námavinnslu í Úkraínu. Samningur er þó sagður í höfn.
Eldgos getur hafist með mjög skömmum fyrirvara á Sundhnúksgígaröðinni, landris er stöðugt undir Svartsengi. Bæjarskrifstofurnar í Grindavík verða opnaðar í mars og aðstöðu í tollhúsinu í Reykjavík lokað.
Þrumuveður eru algengust í janúar og febrúar á Íslandi og ekki eru merki um að eldingar séu fleiri en vanalega í ár. Þær hafa þó valdið miklum skemmdum undanfarið.
Fljúga þarf dróna yfir Seyðisfjörð og mæla mót lands og sjávar til að skera úr um hvort pláss er fyrir eldiskvíar í firðinum. Óvíst er hvar svokölluð netlög eða eignarréttur landeigenda endar.
Sjálfvirk svör frá Akureyrarbæ eru í einhverjum tilvikum á ensku. Bæjarstjóri segir skýringuna liggja í hugbúnaði sem þarf að uppfæra.
Undanúrslit í bikarkeppni karla í handbolta eru í kvöld. Tvær spennandi viðureignir verða á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Matti og Lovísa stýrðu Popplandi dagsins, fjölbreytt tónlist að vanda og þessar helstu tónlistarfréttir. Við heyrðum flutning Elínar Hall á Europe’s biggest gig, nýtt efni frá Kristó, Djo, Teiti Magnússyni og fleirum og Katla Yamagata á plötu vikunnar, Postulín.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
Connells - '74-'75.
GDRN - Þú sagðir.
TRACY CHAPMAN - Fast car.
Crockett, Charley - Lonesome Drifter.
America - Tin man.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Katla Yamagata - Ókunnuga ástin mín.
ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.
Teddy Swims - Guilty.
Perez, Gigi - Sailor Song.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fegurð.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
TRÚBROT - My Friend And I.
DAVID BOWIE - Absolute Beginners.
UNNSTEINN - Andandi.
Perfume Genius - It's a Mirror.
AMABADAMA - HossaHossa.
YELLOWMAN - Zungguzungguguzungguzeng.
Jón Jónsson & Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Nýdönsk - Raunheimar.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.
Fender, Sam - People Watching.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
PAUL McCARTNEY & WINGS - Jet.
Empire of the sun - Walking On A Dream.
RAYE söngkona, Doja Cat, LISA - Born Again.
FLOTT - Hún ógnar mér.
SISTER SLEDGE - Thinking Of You.
Brynja Rán Eiðsdóttir - Lullaby.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
NO DOUBT - Sunday Morning.
Djo - Basic Being Basic.
TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINASAURS - Crosswalk.
COLDPLAY - WE PRAY.
KATLA YAMAGATA - Brauð og vín (feat. Bassi Maraj)
BILLY STRINGS - Gild the Lily.
ELÍN HALL - America (Live úr Stúdíó 12)
NIA SMITH - Personal
PRINCE - Purple Rain.
SUPERSPORT! - Gráta smá.
MÍNUS - The Long Face.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Fyrir nokkrum dögum hófst nýtt tímabil í sögu Evrópu. Pax Americana – hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkin hafa veitt álfunni – gufaði upp. Á þessum orðum hefst aðsend grein sem birtist í Morgunblaðinu i dag og er skrifuð af Bjarna Má Magnússyni prófessor í lögfræði en í greininni leggur Bjarni Már til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda herggnaframleiðslu. Bjarni kom til okkar í Síðdegisútvarpið.
Við ræddum netöryggi þegar Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Keystrike kom til okkar. Það hefur mjög margt gerst hratt hjá Keystrike frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum en Keystrike hefur þróað öryggislausn sem gengur út á að votta allan innslátt á þann vélbúnað sem starfsmenn fyrirtækja vinna á þannig að öruggt sé að manneskjan sem er að slá á það lyklaborð er ekki einhver hakkari út í heimi. En steðjar starfsfólki fyrirtækja hætta af hökkurum ? Valdimar svaraði því.
Kólumbísk kaffibrennsla í Grundafirði, töluðum við Mörtu Magnúsdóttur
Trump um framtíðarsýna á Gaza, Ástrós Signýjardóttir
Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var feldur úr gildi. Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Jakob Reynir var á línunni.
Við skoðuðum líkindi lagsins RÓA við önnur lög sem áður hafa verið gefin út.
Fréttir
Fréttir
Kennarar fá um það bil tuttugu og fjögurra prósenta launahækkun á næstu árum með nýjum kjarasamningi. Launakostnaður borgarinnar eykst um átta milljarða á ári. Hagfræðingur telur samningana geta ógnað stöðugleika á vinnumarkaði.
Fjölmargir - en ekki allir nemendur í Borgarholtsskóla fögnuðu því að samist hefði við kennara og verkföllum væri lokið.
Hæstiréttur hefur dæmt Símann til að greiða 400 milljóna sekt fyrir að hafa brotið gegn sátt við Samkeppniseftirlitið um sýningar á Enska boltanum.
Samgönguráðherra segir vegfarendur finna fyrir mörg hundruð milljarða innviðaskuld þegar ekið er á Vestfjörðum og Vesturlandi. Hana verði að greiða.
Ekki er fótur fyrir því að framlag Íslands til Eurovision sé stolið ísraelskt popplag segir tónlistarfræðingur. RÚV segir VÆB hafa farið eftir öllum reglum Söngvakeppninnar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kennarar skrifuðu í gær undir nýjan kjarasamning við ríki og sveitarfélög, samningurinn á að gilda til ársins 2028. Þessi kjaradeila hefur verið löng og ströng, það hefur ríkt vantraust, en nú hefur samist um 24% hækkun.
Það er áhyggjuefni að mati Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðings Landsbankans að hækkunin sé meiri en í stöðugleikasamningunum í fyrra. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB fagnar samningnum en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er ekki sátt við að samið hafi verið um meiri hækkanir kennurum til handa en hægt hafi verið að fá fyrir þá sem lægst hafa launin á íslenskum vinnumarkaði.
Lovísa Rut Kristjánsdóttir fer yfir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Emilíana Torrini - Let’s Keep Dancing
Unnsteinn og Haraldur - Til þín
Una Torfa - Um mig og þig
Nýdönsk - Fullkomið farartæki
Sigurður Guðmundsson & Una Torfa - Þetta líf er allt í læ

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Friðrik Dór og Bubbi - Til hvers þá að segja satt?.
Mumford and Sons - Rushmere.
Pixies - La la love you.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
THE PRIMITIVES - Crash
Momma - I Want You (Fever).
Valdi., Issi - Gleyma.
BUBBLEFLIES - Strawberries.
VÆB - Róa.
DARUDE - Sandstorm.
Luigi, HúbbaBúbba - Stara.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Belle and Sebastian - The Boy With the Arab Strap.
Dacus, Lucy - Ankles.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Djo - Basic Being Basic.
La Roux - In for the kill (radio edit).
OK Go - A Stone Only Rolls Downhill.
Phoenix - 1901.
Sam Fender - Arm's Length.
Damiano David - Born With A Broken Heart.
Boko Yout - Ignored.
Kneecap - H.O.O.D.
Klaxons - It's Not Over Yet.
Viagra Boys - Man Made of Meat.
Fat Dog - Peace Song.
Franz Ferdinand - Hooked.
Celebs og Sigga - Þokan.
Everlast - What It´s Like
Morgan Wallen - I´m the Problem
Teddy Swims - Guilty
Kid Rock - Only God Knows Why
Charley Crockett - Lonesome Drifter
My Morning Jacket - Squid Ink
Lumineers - Same Old Song
Caribou - Climbing
Major Lazer - Lean On
Tate McRae - Sports Car
Tokimonsta - Feel It
Lisa, Doja Cat & Raye - Born Again
Moby - Should Sleep (Tennis Remix)
Arnór Dan - Lighthouse
Underworld - Techno Shinkansen
Anja Schneider- Woman In Chains
