07:03
Morgunvaktin
Fléttur, kennaradeilan leyst, Úganda og nýtt kúakyn
MorgunvaktinMorgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur, var fyrsti gestur þáttarins. Hann er forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, og fór yfir það að nú er lokið skráningu allra flétta og fléttuháðra sveppa sem vaxa á Íslandi. Það eru 836 tegundir.

Skrifað var undir kjarasamninga milli kennara, sveitarfélaga og ríkisins seint í gærkvöldi. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi um kjarasamninga og vinnumarkaðinn.

Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur tíðindi frá Úganda, þar sem er hitabylgja, og frá nágrannalöndum þar sem ófriður ríkir.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Baldur Helga Benjamínsson, bónda á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Kúabændur velta nú fyrir sér hvort flytja beri inn nýtt kúakyn til Íslands.

Tónlist:

Fílharmóníuhljómsveit Bergen - I ensomme stunde.

Hljómar - Sveitapiltsins draumur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,