18:00
Kvöldfréttir útvarps
Kennarasamningar, nemendur og samgönguráðherra um vegi fyrir vestan
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Kennarar fá um það bil tuttugu og fjögurra prósenta launahækkun á næstu árum með nýjum kjarasamningi. Launakostnaður borgarinnar eykst um átta milljarða á ári. Hagfræðingur telur samningana geta ógnað stöðugleika á vinnumarkaði.

Fjölmargir - en ekki allir nemendur í Borgarholtsskóla fögnuðu því að samist hefði við kennara og verkföllum væri lokið.

Hæstiréttur hefur dæmt Símann til að greiða 400 milljóna sekt fyrir að hafa brotið gegn sátt við Samkeppniseftirlitið um sýningar á Enska boltanum.

Samgönguráðherra segir vegfarendur finna fyrir mörg hundruð milljarða innviðaskuld þegar ekið er á Vestfjörðum og Vesturlandi. Hana verði að greiða.

Ekki er fótur fyrir því að framlag Íslands til Eurovision sé stolið ísraelskt popplag segir tónlistarfræðingur. RÚV segir VÆB hafa farið eftir öllum reglum Söngvakeppninnar.

Er aðgengilegt til 26. febrúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,