12:42
Þetta helst
Ævisaga íslensku pítusósunnar II: Ferðalagið um heiminn
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Meðal Íslendinga sem búa erlendis tíðkast að flytja íslenska pítusósu með sér á milli landa. Ástæðan er sú að pítusósan íslenska, sem matreiðslumaðurinn Eiríkur Finnsson bjó til fyrir rúmum fjörtíu árum, er ekki til í öðrum löndum.

Rætt er við þrjá Íslendinga í þremur heimsálfum sem allir hafa flutt pítusósu með sér til útlandsins. Þeir ræða um dálæti sitt á þessari sósuna og reyna að koma því í orð hver galdurinn er við hana.

Eiríkur Finnsson ræðir einnig um þá erfiðleika sem hann stóð frammi fyrir þegar hann hóf iðnaðarframleiðslu á pítusósu á níunda áratugnum. Þar kemur steypuhrærivél meðal annars við sögu.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,