18:00
Kvöldfréttir útvarps
Forsætisráðherra í Úkraínu, lögregla uppnefnir mótmælendur, kjaraviðræður, fiskeldi, Þýskaland og Sjálfstæðisflokkurinn
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikla samstöðu í hópi evrópskra þjóðarleiðtoga sem funduðu í Kænugarði Úkraínu í dag. Þó stuðningur Íslands verði aldrei mikill í krónum talið, sé eftir því tekið að Ísland stendur með sínum bandamönnum.

Lögreglumenn, sem fóru á vettvang mótmæla við umhverfisráðuneytið í fyrra, kölluðu mótmælendur meðal annars dýr. Mótmælandi, sem hefur stefnt ríkinu, segir það hafa verið erfitt að hlusta á upptökurnar í dómsal.

Lögmaður samtaka sem berjast gegn fiskeldi í Seyðisfirði segir að veiðibannsvæði í kringum fyrirhugaðar sjókvíar gæti lent inn í netlög landeigenda og skert eignarrétt þeirra. Óvíst er hvar netlögin liggja nákvæmlega því stórstraumsfjara í Seyðisfirði hefur aldrei verið mæld.

Það stefnir allt í mynduð verði ný stjórn í Þýskalandi undir forystu Friedrich Merz og Kristilegra demókrata eftir kosningar þar í gær. Þjóðernisflokkurinn AfD tvöfaldaði fylgi sitt milli kosninga.

Guðrún Hafsteinsdóttir nýtur meiri stuðnings almennings en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Guðrún er vinsælli meðal karla og þeirra sem eldri eru.

Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Er aðgengilegt til 24. febrúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,