12:42
Hvar er Jón?
6. þáttur: Bréfin
Hvar er Jón?

Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til að hann og konan hans myndu verja fríinu sínu í að spila póker og ferðast.

Þess í stað hvarf Jón Þröstur sporlaust.

Nú, sex árum síðar, taka RÚV og RTÉ á Írlandi höndum saman við rannsókn málsins í hlaðvarpinu Where is Jón? sem birtist hér í íslenskri aðlögun.

Where is Jón? eru birt í hlaðvarpsveitum og Spilara RÚV þar sem einnig má finna útgáfu með íslenskum texta.

Þáttaröðin Where is Jón? er skrifuð og framleidd af Önnu Marsibil Clausen og Liam O’Brien. Tónlistin er samin og flutt af Úlfi Eldjárn ásamt Unni Jónsdóttur á selló. Hljóðvinnslu annast Jón Þór Helgason.

Fimm ár eru liðin frá hvarfi Jóns Þrastar og engar nýjar upplýsingar komið fram um málið. En bak við tjöldin höfðu írsku lögreglunni borist tvö nafnlaus bréf. Fyrra bréfið barst á Garda, lögreglustöðina, í Dyflinni 2022 en það seinna á heimili kaþólsks prests í borginni 2023. Bæði bréfin gáfu vísbendingar um hvar líkamsleifar Jóns gæti verið að finna. Gæti þetta breytt öllu í leitinni að Jóni?

Gígja Hólmgeirsdóttir sá um handrit og lestur í þessum þætti af Hvar er Jón. Um hljóðvinnslu annaðist Jón Þór Helgason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,