16:05
Víðsjá
Fyrirgef mér námslánin mín, Glerþræðirnir og Sun Ra
VíðsjáVíðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Fyrirgef mér námslánin mín kallast sýning Unu Gunnarsdóttur í gallerí Fyrirbæri við Ægisgötu. Þetta er yfirlitssýning verka sem Una hefur unnið eftir útskrift úr námi í Danmörku fyrir tæpum áratug, en hún lærði myndlist í Det Kongelige Danske Kunstakademi með áherslu á listmálun og heimspeki. Titill sýningarinnar vísar í námslánatímabilið. Tímabil mikillar jafnvægislistar milli náms, vinnu og barneigna. Marvaðatímabilið sem steypir okkur í skuldir. Una er á því að slíku skuldafeni fylgi einhverskonar hnignun. Hegðunin verði meira dekedent og minna pragmatísk. Siðferðisþröskuldurinn og virðingin gagnvart afborgunum verði lægri og ásókn í lúxus meiri.

Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Glerþræðina, etnógrafísk brot, eftir Magnús Sigurðsson. Og undir lok þáttar hugum við að bandaríska djasstónlistarmanninum Sun Ra og leggjum við hlustir á nýútkomna plötu stórsveitar hans, Lights on a Satellite.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
,