Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Annað slagið er vitnað í fornar lögbækur í dómum dómstóla; Grágás og Jónsbók. Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari, hefur rýnt í þessa tilhneigingu dómara og lögmanna og fjallar um efnið í erindi í Eddu á morgun. Hann sagði suttlega frá á Morgunvaktinni og nefndi dæmi þar sem vísað er í uþb þúsund ára lagatexta í lögfræði dagsins í dag.
Farið var yfir niðurstöður konsninganna í Þýskalandi eftir Morgunfréttir. Björn Malmquist fréttamaður og Arthur Björgvin Bollason mátu stöðuna. Líklegast er að Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn myndi stjórn undir forsæti Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra.
Sigyn Blöndal sendi hljóðskrá frá Filipseyjum. Hún ræddi við Valdimar Ellertsson, starfsmann Jarðborana. Hann býr í Ástralíu en vinnur á Filipseyjum.
Tónlist:
Ég vil fara upp í sveit - Elly Vilhjálms,
Time after time - Útlendingahersveitin,
Blues before sunrise - Ray Charles,
Í góðu skapi - Sniglabandið.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um seinni hluta ferils gítarleikararans og söngkonunnar Bonnie Raitt. Lögin sem hljóma í þættinum eru: Not The Only One, Love Sneakin' Up On You, Dimming Of The Day, Spit Of Love, One Belief Away, I Can't Help You Now, I Will Not Be Broken, Right Down The Line, Gypsy In Me og Just Like That.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mannlegi þátturinn var áfram á heilsunótunum í dag. Hildur M. Jónsdóttir heilsuráðgjafi kom í þáttinn í dag, en hún glímdi í áratugi við gigtarsjúkdóma, bólgusjúkdóma og mikla verki og hún segir að það hafi tekið um 20 ára rannsóknarvinnu að koma sjálfri sér til heilsu á ný. Hildur kallar eftir nýrri nálgun innan heilbrigðiskerfisins og við heyrðum hennar sögu í dag.
Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisfjármálum var svo hjá okkur í dag með Fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn fjallaði hann um það að öðlast fjárhagslegt frelsi og reyna að komast úr hamstrahjólinu.
Svo var lesandi vikunnar auðvitað á sínum stað og í þetta sinn var það Björg Björnsdóttir, safnstjóri í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum og ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Björg talaði um eftirfarandi bækur og höfund:
Hundagerðið e. Sofi Oksanen
Skiptidagar e. Guðrúnu Nordal
90 sýni úr minni mínu e. Halldóru Thoroddsen
Blóðhófnir e. Gerði Kristnýju
Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Tónlist í þættinum í dag
Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Gjöf / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Leiðtogar Evrópuríkja fjölmenntu til Kyiv í morgun til að árétta stuðning sinn við Úkraínu - nú þegar mikil óvissa ríkir um samstöðu Bandaríkjamanna með álfunni. Síðar í dag fundar Frakklandsforseti með forseta Bandaríkjanna.
Kristilegir demókratar í Þýskalandi leitar að líkindum til Sósíaldemókrata um að mynda meirihlutastjórn, eftir þingkosningarnar í gær. Flokkarnir tveir eru með nauman meirihluta á þinginu.
Utanríkisráðherra segir blikur á lofti í mannréttindamálum um allan heim, hún hefur nýlokið ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Staðan í deilunnu er flókin eftir að sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara.
Samgöngustofa hefur ekki ákveðið hvenær austur-vestur brautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný þrátt fyrir búið sé að fella tré á fyrsta forgangssvæði í Öskjuhlíð.
Sveitarfélög eru ýmist farin að endurskoða greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eða hafa stöðvað þær ef lagaskilyrði eru ekki uppfyllt. Áður fengu flokkarnir oft greitt án nokkurrar eftirfylgni.
Austfirðingar geta fengið viðtalsmeðferð hjá Píeta samtökunum á Reyðarfirði. Framkvæmdastýra Píeta segir að mikið ákall hafi verið um að samtökin kæmu austur með þjónustu.
Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til að hann og konan hans myndu verja fríinu sínu í að spila póker og ferðast.
Þess í stað hvarf Jón Þröstur sporlaust.
Nú, sex árum síðar, taka RÚV og RTÉ á Írlandi höndum saman við rannsókn málsins í hlaðvarpinu Where is Jón? sem birtist hér í íslenskri aðlögun.
Where is Jón? eru birt í hlaðvarpsveitum og Spilara RÚV þar sem einnig má finna útgáfu með íslenskum texta.
Þáttaröðin Where is Jón? er skrifuð og framleidd af Önnu Marsibil Clausen og Liam O’Brien. Tónlistin er samin og flutt af Úlfi Eldjárn ásamt Unni Jónsdóttur á selló. Hljóðvinnslu annast Jón Þór Helgason.
Fimm ár eru liðin frá hvarfi Jóns Þrastar og engar nýjar upplýsingar komið fram um málið. En bak við tjöldin höfðu írsku lögreglunni borist tvö nafnlaus bréf. Fyrra bréfið barst á Garda, lögreglustöðina, í Dyflinni 2022 en það seinna á heimili kaþólsks prests í borginni 2023. Bæði bréfin gáfu vísbendingar um hvar líkamsleifar Jóns gæti verið að finna. Gæti þetta breytt öllu í leitinni að Jóni?
Gígja Hólmgeirsdóttir sá um handrit og lestur í þessum þætti af Hvar er Jón. Um hljóðvinnslu annaðist Jón Þór Helgason.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Tollastríð hefur vofað yfir heimsbyggðinni síðustu vikur og mánuði, einna helst vegna ákvarðana og yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld víða um heim, meðal annars hér á Íslandi, eru byrjuð að búa sig undir mögulegt tollastríð, en hvað felur það í sér? Við ráðumst að rót í dag, fáum til okkar Þórólf Matthíasson prófessor emeritus í hagfræði til að ræða tollastríð, Trump og leikjafræði.
Og við fáum líka til okkar Helgu Láru Þorsteinsdóttur, safnstjóra RÚV, sem ætlar að reiða fram eitthvað áhugavert úr safni Rásar 1. Í dag heyrum við heitar umræður um fermingar sem var útvarpað í þættinum Spurt og spjallað árið 1959.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
„Við horfum djúpt í augu ákveðinna ferfættra ættingja okkar og bregður við að sjá eitthvað þar að baki, sem áður var óþekkt, en sem nær nú sambandi við okkar innra sjálf, vitsmunalega ef ekki andlega. Við höfum skyndilega öðlast nýja og skýrari sýn. Við höfum mætt augliti persónuleika, þar sem við áður fyrr ákváðum í blindni að ekkert væri annað en einföld eðlisávísun og sjálfvirkni,“ skrifaði kandadíski rithöfundurinn Charles Roberts í sögunni Dýrasagan sem birtist í sagnasafninu Skyldulið óbyggðanna árið 1902. Nafni hans Darwin var mikill innblástur fyrir dýrasagnahöfunda á nítjándu öld, hugmyndum sem ögraði stöðu mannmiðjunar og endurhugsaði eða hvatti til endurhugsunar á sambandi manna og annarra dýra.
Dýr og bókmenntir - bara á þessu ári hafa komið út tvær bækur á Íslandi þar sem dýr eru í forgrunni eða skipta miklu máli og við ætlum að taka þær fyrir hér í þættinum í dag. Hildur Knútsdóttir skrifar reglulega um ketti í nóvellum sem hún gefur út inn á milli stærri verka, nú síðast í bókinni Gestir. Draumey Aradóttir gaf út ljóðabókina Brimurð á dögunum þar sem hún yrkir ljóð sem innblásin eru af þeirri sorg að missa hundinn sinn, þar er ljóðmælandinn hundurinn Álfur og hann er allt um lykjandi í bókinni. Svo er það bók sem er aðeins um eina dýrategund, manninn. Og það 12 menn. Synir himnasmiðs er nýjasti sagnasveigur Guðmundar Andra Thorssonar. Þar segir frá einum degi í lífi 12 gjörólíkra manna sem þó tengjast beint og óbeint, allir eru þeir afkomendur Ólafs Jónssonar himnasmiðs eins og hann var kallaður. Við erum öll skyld eins og sagt er hér á landi. Sögur þessara manna eru vafðar saman á athyglisverðan hátt í litríkan sveig umleikinn tónlist og trega. Guðmundur Andri verður gestur minn í lok þáttar.
Viðmælendur: Hildur Knútsdóttir, Draumey Aradóttir og Guðmundur Andri Thorsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Fyrirgef mér námslánin mín kallast sýning Unu Gunnarsdóttur í gallerí Fyrirbæri við Ægisgötu. Þetta er yfirlitssýning verka sem Una hefur unnið eftir útskrift úr námi í Danmörku fyrir tæpum áratug, en hún lærði myndlist í Det Kongelige Danske Kunstakademi með áherslu á listmálun og heimspeki. Titill sýningarinnar vísar í námslánatímabilið. Tímabil mikillar jafnvægislistar milli náms, vinnu og barneigna. Marvaðatímabilið sem steypir okkur í skuldir. Una er á því að slíku skuldafeni fylgi einhverskonar hnignun. Hegðunin verði meira dekedent og minna pragmatísk. Siðferðisþröskuldurinn og virðingin gagnvart afborgunum verði lægri og ásókn í lúxus meiri.
Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Glerþræðina, etnógrafísk brot, eftir Magnús Sigurðsson. Og undir lok þáttar hugum við að bandaríska djasstónlistarmanninum Sun Ra og leggjum við hlustir á nýútkomna plötu stórsveitar hans, Lights on a Satellite.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Frá því að Donald Trump tók við embætti forseta í Janúar hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari, og maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment. Og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi.
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Blogg og textar eftir Curtis Yarvin:
- Patchwork: https://www.unqualified-reservations.org/2008/11/patchwork-positive-vision-part-1/
- Butterfly Revolution: https://graymirror.substack.com/p/the-butterfly-revolution?utm_source=publication-search
- Cathedral: https://graymirror.substack.com/p/a-brief-explanation-of-the-cathedral
- Red pill: https://www.unqualified-reservations.org/2007/04/case-against-democracy-ten-red-pills/
Bækur eftir Yarvin:
- Gray Mirror, Fascicle 1: Disturbance: https://www.amazon.com/Gray-Mirror-Fascicle-I-Disturbance-ebook/dp/B0DV36SK5P
Viðtöl við Yarvin:
- Curtis Yarvin on the End of American Democracy: https://www.youtube.com/watch?v=NcSil8NeQq8
- Welcome to the Dark Enlightenment: https://www.youtube.com/watch?v=RRzfsbIkSoo
- Should America be a monarchy: https://www.youtube.com/watch?v=RjS0lm-IPkQ&t
Greinar um nýja hægrið:
- https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets?srsltid=AfmBOorbYg-hg4vJXbs4NHRn8osmrpnYTc4kjfqY31gA_9Ju0onq7nvg
Textar eftir Nick Land:
A quick-and-dirty introduction to accelerationism: https://ia800800.us.archive.org/29/items/nick_land_writings/LAND%2C%20Nick%20-%20A%20Quick%20and%20Dirty%20Introduction%20to%20Accelerationism.pdf
Fréttir
Fréttir
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikla samstöðu í hópi evrópskra þjóðarleiðtoga sem funduðu í Kænugarði Úkraínu í dag. Þó stuðningur Íslands verði aldrei mikill í krónum talið, sé eftir því tekið að Ísland stendur með sínum bandamönnum.
Lögreglumenn, sem fóru á vettvang mótmæla við umhverfisráðuneytið í fyrra, kölluðu mótmælendur meðal annars dýr. Mótmælandi, sem hefur stefnt ríkinu, segir það hafa verið erfitt að hlusta á upptökurnar í dómsal.
Lögmaður samtaka sem berjast gegn fiskeldi í Seyðisfirði segir að veiðibannsvæði í kringum fyrirhugaðar sjókvíar gæti lent inn í netlög landeigenda og skert eignarrétt þeirra. Óvíst er hvar netlögin liggja nákvæmlega því stórstraumsfjara í Seyðisfirði hefur aldrei verið mæld.
Það stefnir allt í mynduð verði ný stjórn í Þýskalandi undir forystu Friedrich Merz og Kristilegra demókrata eftir kosningar þar í gær. Þjóðernisflokkurinn AfD tvöfaldaði fylgi sitt milli kosninga.
Guðrún Hafsteinsdóttir nýtur meiri stuðnings almennings en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Guðrún er vinsælli meðal karla og þeirra sem eldri eru.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þrjú ár eru í dag frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þótt ógerlegt sé að fá áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í þessu stríði er ljóst að tugir og að líkindum hundruð þúsunda rússneskra og úkraínskra hermanna hafa fallið á þessum þremur árum og enn fleiri særst, auk þess sem á annan tug þúsunda almennra borgara hið minnsta hafa verið drepin í árásum Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Eyðileggingin er gríðarleg, átta milljónir karla kvenna og barna eru á hrakningi í eigin landi og jafn mörg hafa flúið land. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttakonu, sem er í Kænugarði á þessum tímamótum.
Þrátt fyrir sögulega lélega kosningu gömlu þýsku valdaflokkanna tveggja, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata, og mikla sókn flokka á hægri og vinstri jöðrum pólitíska litrófsins stefnir allt í meirihlutastjórn einmitt þeirra - undir forystu nýs kanslara, Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, í stað Jafnaðarmannsins Olafs Scholz, fráfarandi kanslara. Ævar Örn Jósepsson fer yfir úrslitin og helstu verkefnin framundan í þýskum stjórnmálum með Birni Malmquist, fréttamanni, sem fylgdist grannt með kosningunum ytra.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Ásrún hefur skrifað bækur um hin ýmsu dýr. Hins vegar inniheldur nýjasta bók hennar engin dýr heldur drauga! Ásrún talar um áhuga sinn á skrifum og hvernig hún fékk hugmyndina að skrifa bók um roller derby. Álfrún bókaormur rýnir í Draugagang og derby auk þess sem hún segir frá öðrum bókum sem hún hefur verið að lesa.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum í Tíbrá í Salnum í Kópavogi 26. janúar 2025.
Leikin er tónlist eftir Skúla Sverrisson, sem einnig ræðir við Elísabetu Indru Ragnarsdóttur um tónlistina.
Birgir Jón Birgisson hljóðritaði.
Einnig hljómar í þættinum tónlist eftir Lottu Vennäkoski og Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur, sem var að senda frá sér plötuna Drangar.
Lagalisti:
Ég er hér - Skúli Sverrisson/Ólöf Arnalds
Í háloftunum - Skúli Sverrisson/Ólöf Arnalds
Slæða - Skúli Sverrisson/Ólöf Arnalds
Í spennu bogans - Skúli Sverrisson/Ólöf Arnalds
Þorvaldur - Skúli Sverrisson/Ólöf Arnalds
Blik - Skúli Sverrisson/Ólöf Arnalds
Interlude - Skúli Sverrisson/Ólöf Arnalds
Ég heyri þig hugsa - Skúli Sverrisson/Guðrún Eva Mínervudóttir
Án titils - Skúli Sverrisson
Hava- Lotta Vennäkoski
Drangar - Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Tollastríð hefur vofað yfir heimsbyggðinni síðustu vikur og mánuði, einna helst vegna ákvarðana og yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld víða um heim, meðal annars hér á Íslandi, eru byrjuð að búa sig undir mögulegt tollastríð, en hvað felur það í sér? Við ráðumst að rót í dag, fáum til okkar Þórólf Matthíasson prófessor emeritus í hagfræði til að ræða tollastríð, Trump og leikjafræði.
Og við fáum líka til okkar Helgu Láru Þorsteinsdóttur, safnstjóra RÚV, sem ætlar að reiða fram eitthvað áhugavert úr safni Rásar 1. Í dag heyrum við heitar umræður um fermingar sem var útvarpað í þættinum Spurt og spjallað árið 1959.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mannlegi þátturinn var áfram á heilsunótunum í dag. Hildur M. Jónsdóttir heilsuráðgjafi kom í þáttinn í dag, en hún glímdi í áratugi við gigtarsjúkdóma, bólgusjúkdóma og mikla verki og hún segir að það hafi tekið um 20 ára rannsóknarvinnu að koma sjálfri sér til heilsu á ný. Hildur kallar eftir nýrri nálgun innan heilbrigðiskerfisins og við heyrðum hennar sögu í dag.
Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisfjármálum var svo hjá okkur í dag með Fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn fjallaði hann um það að öðlast fjárhagslegt frelsi og reyna að komast úr hamstrahjólinu.
Svo var lesandi vikunnar auðvitað á sínum stað og í þetta sinn var það Björg Björnsdóttir, safnstjóri í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum og ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Björg talaði um eftirfarandi bækur og höfund:
Hundagerðið e. Sofi Oksanen
Skiptidagar e. Guðrúnu Nordal
90 sýni úr minni mínu e. Halldóru Thoroddsen
Blóðhófnir e. Gerði Kristnýju
Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Tónlist í þættinum í dag
Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Gjöf / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Frá því að Donald Trump tók við embætti forseta í Janúar hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari, og maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment. Og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi.
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Blogg og textar eftir Curtis Yarvin:
- Patchwork: https://www.unqualified-reservations.org/2008/11/patchwork-positive-vision-part-1/
- Butterfly Revolution: https://graymirror.substack.com/p/the-butterfly-revolution?utm_source=publication-search
- Cathedral: https://graymirror.substack.com/p/a-brief-explanation-of-the-cathedral
- Red pill: https://www.unqualified-reservations.org/2007/04/case-against-democracy-ten-red-pills/
Bækur eftir Yarvin:
- Gray Mirror, Fascicle 1: Disturbance: https://www.amazon.com/Gray-Mirror-Fascicle-I-Disturbance-ebook/dp/B0DV36SK5P
Viðtöl við Yarvin:
- Curtis Yarvin on the End of American Democracy: https://www.youtube.com/watch?v=NcSil8NeQq8
- Welcome to the Dark Enlightenment: https://www.youtube.com/watch?v=RRzfsbIkSoo
- Should America be a monarchy: https://www.youtube.com/watch?v=RjS0lm-IPkQ&t
Greinar um nýja hægrið:
- https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets?srsltid=AfmBOorbYg-hg4vJXbs4NHRn8osmrpnYTc4kjfqY31gA_9Ju0onq7nvg
Textar eftir Nick Land:
A quick-and-dirty introduction to accelerationism: https://ia800800.us.archive.org/29/items/nick_land_writings/LAND%2C%20Nick%20-%20A%20Quick%20and%20Dirty%20Introduction%20to%20Accelerationism.pdf

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Þýskalandi þegar við gerum upp kosningarnar þar í landi og ræðum hvað tekur við.
Reglulega er okkur höfuðborgarbúum sagt að búa okkur og hús okkar undir stóran skjálfta en hvað þýðir það og þola öll hús jafn stóran skjálft og gæti riðið hér yfir? Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu ræðir málið við okkur.
Í dag eru þrjú ár liðin frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Victoria Snærós Bakshina tungumálakennari frá Rússlandi kemur til okkar.
Við ræðum stöðuna í borginni og boðaðar aðgerðir nýs meirihluta við Björn Gíslason, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.
Íþróttir helgarinnar.
Hópur fólks skorar á borgaryfirvöld að stýra uppbyggingu fallegra umhverfis undir yfirskriftinni: Byggjum betur. Egill Sæbjörnsson er einn þeirra -við ræðum við hann.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Katla Yamagata á plötu vikunnar, Postulín. Við heyrðum lagið Hjáleið af plötunni.
Það var einnig mikið um nýja og spennandi tónlist frá Fontanes DC., OK GO, Sabrínu Carpenter, Árnýu Margréti meðal annarra.
Þá heyrðum við söguna af því þegar hljómsveitin The Cult ætlaði að fá heitasta rokk upptökustjórann í bransanum í áttunni, Steve Lillywhite en fengu "óvart" Steve Brown sem var áður upptökustjóri Wham!
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-24
PÁLL ÓSKAR OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Rokk Og Cha Cha.
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
James - She's A Star.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Dacus, Lucy - Ankles.
KACEY MUSGRAVES - Space Cowboy.
Young, Lola - Messy.
DURAN DURAN - Come Undone.
TINA TURNER - What's love got to do with it.
SYKURMOLARNIR - Regina.
THE CRANBERRIES - Linger.
Jakob Frímann Magnússon - Bein leið.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
U2 - Sunday Bloody Sunday.
THE CULT - She Sells Sanctuary.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
SUPERTRAMP - The Logical Song.
Ngonda, Jalen - Illusions.
Papa Roach - Last resort.
ELTON JOHN - Goodbye Yellow Brick Road.
Árný Margrét - Greyhound Station.
ÁSGEIR TRAUSTI - Sumargestur.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
Spilverk þjóðanna - Plant no trees.
NUYORICAN SOUL feat. INDIA - Runaway.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please (Clean).
Fat Dog - Peace Song.
Toto - Georgy Porgy.
LORDE - Royals.
AMABADAMA - AI AI AI.
LAY LOW - Aukalagið.
ST. GERMAINE - Rose Rouge (Radio Edit).
John Lennon - Woman.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
COLDPLAY - Clocks.
JóiPé, Katla Yamagata - Hjáleið.
OK Go - A Stone Only Rolls Downhill.
VÆB - Róa.
Teddy Swims - Guilty.
Superserious - Duckface.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
TOM ODELL - Can't Pretend.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Leiðtogar Evrópuríkja fjölmenntu til Kyiv í morgun til að árétta stuðning sinn við Úkraínu - nú þegar mikil óvissa ríkir um samstöðu Bandaríkjamanna með álfunni. Síðar í dag fundar Frakklandsforseti með forseta Bandaríkjanna.
Kristilegir demókratar í Þýskalandi leitar að líkindum til Sósíaldemókrata um að mynda meirihlutastjórn, eftir þingkosningarnar í gær. Flokkarnir tveir eru með nauman meirihluta á þinginu.
Utanríkisráðherra segir blikur á lofti í mannréttindamálum um allan heim, hún hefur nýlokið ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Staðan í deilunnu er flókin eftir að sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara.
Samgöngustofa hefur ekki ákveðið hvenær austur-vestur brautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný þrátt fyrir búið sé að fella tré á fyrsta forgangssvæði í Öskjuhlíð.
Sveitarfélög eru ýmist farin að endurskoða greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eða hafa stöðvað þær ef lagaskilyrði eru ekki uppfyllt. Áður fengu flokkarnir oft greitt án nokkurrar eftirfylgni.
Austfirðingar geta fengið viðtalsmeðferð hjá Píeta samtökunum á Reyðarfirði. Framkvæmdastýra Píeta segir að mikið ákall hafi verið um að samtökin kæmu austur með þjónustu.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi Gunnars stýrði Popplandi dagsins í góðu geimi.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-25
Daniil, Frumburður - Bráðna.
CHAKA KHAN - Ain't nobody.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Get Up Stand Up.
Cooke, Sam - A change is gonna come.
EDWIN STARR - War.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
EDDIE VEDDER - Society.
Hjálmar - Vor.
Mumford and Sons - Rushmere.
Bjarni Arason - Aðeins lengur.
Björgvin Halldórsson, Edda Borg - Í tangó.
MODEL - Lífið er lag.
PET SHOP BOYS - Love etc..
SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer.
Fender, Sam - People Watching.
Katla Yamagata - Ókunnuga ástin mín.
Young, Lola - Messy.
RED HOT CHILI PEPPERS - Breaking the girl.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Síðasti móhítóinn.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
PALMI GUNNARSSON - Íslenska Konan.
STEVIE WONDER - Sir Duke.
HARRY STYLES - Watermelon Sugar.
John, Elton - Who Believes In Angels?.
Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
STEELY DAN - Reelin' in the Years.
Kári Egilsson - In The Morning.
Paramore - Ain't it fun.
Stóru börnin, Andrea Gylfadóttir - Ég heyri svo vel.
Carpenter, Sabrina - Bed Chem.
VÆB - Róa.
Rednex, Ericson, J. - Cotton eyed Joe.
Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt Siglir fleyið mitt.
pale moon - I confess.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
HUMAN LEAGUE - Love Action.
Michael, George - Flawless - Go to the city.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Nýdönsk - Raunheimar.
MANNAKORN - Sölvi Helgason.
Isadóra Bjarkardóttir Barney, Örn Gauti Jóhannsson, Matthews, Tom Hannay, Vilberg Andri Pálsson - Stærra.
Supersport! - Gráta smá.
Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir - Eldur.
Snorri Helgason - Borgartún.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Kennarar voru mjög reiðir eftir að tillaga ríkissáttasemjara sem þeir samþykktu var felld fyrir helgi af sveitarfélögum og gengu kennarar út úr skólum um allt land í mótmælaskyni.
En hvar stendur málið og hvert er framhaldið? Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kom til okkar.
Happdrætti Háskóla Íslands leitar að um 250 vinningshöfum sem af ýmsum ástæðum hefur ekki hefur verið hægt að greiða vinninga til á undanförnum árum. Samtals nema vinningarnir, sem þannig eru í óskilum, um 5 milljónum króna við heyrðum í Hjördísi Maríu Ólafsdóttur markaðsstjóra HHÍ
Hversu öruggt er að láta gervigreind vinna með viðkvæm gögn?
Sífellt fleiri nýta gervigreind til að aðstoða sig við upplýsingaöflun og gagnavinnslu. En hversu öruggt er fólk með að slíkar upplýsingar þegar þær eru sendar út í skýið?
Hvað þarf fólk að varast og hvernig er hægt að nýta gervigreind á áhrifaríkan og öruggan hátt. Björgvin Arnar Björgvinsson sérfræðingur hjá Opnum kerfum kom í Síðdegsútvarpið í dag.
Búi Bjarmar Aðalsteinsson umsjónamaður Hjólavarpsins, sem er hlaðvarp um hreyfingu og hjólreiðar kom til okkar. Það er átak í gangi þar sem verið er að minna hjólreiðafólk á hjólaljósin og Búi segir okkur betur frá því í þættinum.
Við heyrðum af nýju Appi sem kallast HappApp en það byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og stuðlar að geðrækt með því að bjóða upp á gagnreyndar æfingar til að auka andlega vellíðan og efla geðheilsu notenda Helga Arnardóttir er sú sem á hugmyndina af Appinu kom til okkar í dag.
En við byrjuðum á Oddi Þórðarsyni sem fór yfir erlendar fréttir með okkur.
Fréttir
Fréttir
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikla samstöðu í hópi evrópskra þjóðarleiðtoga sem funduðu í Kænugarði Úkraínu í dag. Þó stuðningur Íslands verði aldrei mikill í krónum talið, sé eftir því tekið að Ísland stendur með sínum bandamönnum.
Lögreglumenn, sem fóru á vettvang mótmæla við umhverfisráðuneytið í fyrra, kölluðu mótmælendur meðal annars dýr. Mótmælandi, sem hefur stefnt ríkinu, segir það hafa verið erfitt að hlusta á upptökurnar í dómsal.
Lögmaður samtaka sem berjast gegn fiskeldi í Seyðisfirði segir að veiðibannsvæði í kringum fyrirhugaðar sjókvíar gæti lent inn í netlög landeigenda og skert eignarrétt þeirra. Óvíst er hvar netlögin liggja nákvæmlega því stórstraumsfjara í Seyðisfirði hefur aldrei verið mæld.
Það stefnir allt í mynduð verði ný stjórn í Þýskalandi undir forystu Friedrich Merz og Kristilegra demókrata eftir kosningar þar í gær. Þjóðernisflokkurinn AfD tvöfaldaði fylgi sitt milli kosninga.
Guðrún Hafsteinsdóttir nýtur meiri stuðnings almennings en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Guðrún er vinsælli meðal karla og þeirra sem eldri eru.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þrjú ár eru í dag frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þótt ógerlegt sé að fá áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í þessu stríði er ljóst að tugir og að líkindum hundruð þúsunda rússneskra og úkraínskra hermanna hafa fallið á þessum þremur árum og enn fleiri særst, auk þess sem á annan tug þúsunda almennra borgara hið minnsta hafa verið drepin í árásum Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Eyðileggingin er gríðarleg, átta milljónir karla kvenna og barna eru á hrakningi í eigin landi og jafn mörg hafa flúið land. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttakonu, sem er í Kænugarði á þessum tímamótum.
Þrátt fyrir sögulega lélega kosningu gömlu þýsku valdaflokkanna tveggja, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata, og mikla sókn flokka á hægri og vinstri jöðrum pólitíska litrófsins stefnir allt í meirihlutastjórn einmitt þeirra - undir forystu nýs kanslara, Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, í stað Jafnaðarmannsins Olafs Scholz, fráfarandi kanslara. Ævar Örn Jósepsson fer yfir úrslitin og helstu verkefnin framundan í þýskum stjórnmálum með Birni Malmquist, fréttamanni, sem fylgdist grannt með kosningunum ytra.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Salka Sól - Tímaglas.
THE CRANBERRIES - Linger.
Primitives, The - Sweet Sister Sorrow.
THE CARDIGANS - You're The Storm.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
DEATH CAB FOR CUTIE - Soul meets body.
Djo - Basic Being Basic.
Modest Mouse - Float on.
Páll Óskar, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Dr. Dre, Snoop Dogg - The Next Episode
Doechii - Denial Is a River.
Chokolate, De La Soul - Bigger (bonus track).
Yembe, Camille - Plastique.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Issi - Gleyma.
Röyksopp - Remind me.
FKA twigs - Striptease.
Magdalena Bay - Image.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Árný Margrét - Greyhound Station.
Elín Hall - barnahóstasaft.
White Stripes - We're going to be friends.
Alon, Jacob - Liquid Gold 25.
Dacus, Lucy - Ankles.
Harvey Danger - Flagpole sitta.
Fat Dog - Peace Song.
Franz Ferdinand - Hooked.
Kneecap - H.O.O.D.
Father John Misty - Heart-Shaped Box (
Strings, Billy - Gild the Lily.
Ásgeir Helgi - Jimmy House.
Doves - Cold Dreaming.
PJ HARVEY - The Words That Maketh Murder.
Sports Team - Bang Bang Bang.
Viagra Boys - Man Made of Meat
Green Day - Reduntant
My Morning Jacket - Squid Ink
Mumford & Sons - Rushmere
Perfume Genious - It´s a Mirror
Ezra Furman - Grand Mal
Momma - I Want You (Fever)
My Bloody Valentine - New You
Sky Ferreira - Leash
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Að þessu sinni ræðum við við tónlistarkonuna Kötlu Yamagata, sem hefur verið að festa sig í sessi sem spennandi rödd í íslenskri tónlist. Hún gaf nýverið út plötuna Postulín, sem hún samdi og vann í samstarfi við Jóhannes Damian Patreksson. Við ræðum tónlistina, ferlið og hvað framtíðin ber í skauti sér