18:00
Kvöldfréttir útvarps
Stjórnsýsluúttekt samþykkt á vöruhúsinu og utanríkisráðherra í Úkraínu
Kvöldfréttir útvarpsKvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Borgarstjórn samþykkti í dag að gera stjórnsýsluúttekt á aðdraganda þess að umdeilt vöruhús var reist rétt fyrir utan glugga fjölbýlishúss í Breiðholti. Íbúi segir það gott fyrir framtíðina en ekki hjálpa í þessu máli.

Utanríkisráðherra er stödd í Úkraínu í vinnuheimsókn um þessar mundir og fundaði meðal annars með utanríkisráðherra Úkraínu í dag. Hún segir ekki ástæðu til halda að Donald Trump muni hafa slæm áhrif á þróun stríðsins.

Tundurdufl fannst í veiðarfærum í skuttogaranum Björgu EA fyrir hádegi í morgun þegar skipið kom til hafnar á Akureyri. Hluti hafnarinnar, nærri Útgerðarfélagi Akureyringa, var rýmdur og lögregla kom upp lokunarpóstum sitthvoru megin við skipið

Hátt á þriðja þúsund hagræðingartillögur hafa borist frá almenningi eftir ákall forsætisráðherra. Gervigreind verður meðal annars notuð til að flokka tillögurnar og vinna úr þeim.

Er aðgengilegt til 07. janúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,