16:05
Síðdegisútvarpið
Una Torfa tekur lagið,uglur í Breiðholti og heilsan tekin í gegn
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Tónlistarkonan Una Torfadóttir verður með tónleika í Bæjarbíói annað kvöld. Hún mættir til okkar á eftir með gítarinn.

Áramóti er ekki uppáhalds tími gæludýranna okkar. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá Dýrfinnu er búin að standa í ströngu ásamt félögum sínum sem gera allt sem þau geta til að finna hunda sem hafa flúið heimili sín á með flugeldar tókust á loft. Við töluðum við Eygló.

Við forvitnuðumst um nýja heilsuappið lifetrack hjá Inga Torfa Sverrissyni frumkvöðli.

Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í dýrafræði talaði við okkur um uglur.

Evert Víglundsson eigandi Crossfit Reykjavík blés okkur byr í brjóst og hvatti hlustendur til þess að gera það að lífsstíl að hreyfa sig og borða hollt.

Er aðgengilegt til 02. janúar 2026.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,