07:03
Morgunvaktin
Heimsgluggi, Giséle Pelicot og áramótaávörp
MorgunvaktinMorgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann í fyrsta sinn á nýju ári og ræddi horfur í alþjóðamálum.

Kristín Jónsdóttir í París sagði frá áhrifum Giséle Pelicot á Frakkland og Frakka. Giséle hefur hlotið mikið lof og þakkir fyrir að ákveða að krefjast ekki nafnleysis í máli fyrrverandi eiginmanns síns og 50 annarra karla, sem allir voru sakfelldir fyrir kynferðisbrot gegn henni fyrir jól.

Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjallaði um áramótaávörp nýs forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og nýs forsætisráðherra, Kristrúnar Frostadóttur.

Tónlist:

Ingibjörg Þorbergs, Marzbræður - Man ég þinn koss.

Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason - Ljúfa vina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,