16:05
Síðdegisútvarpið
Kartöfluskortur, karlakór og rjúpnaveiðitímabilið hafið
Síðdegisútvarpið

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og líklega eru skotveiðimenn komnir með fiðring og sumir ætla á fjöll strax í dag. Við hringdum í Þóreyju Ingu Helgadóttur en hún er stjórnarmaður í Skotvís um fyrirkomulag á veiðitímabilinu og það helsta sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað.

Í nýlegri grein frá Einari Frey Elínarsyni sveitarstjóra Mýrdalshrepps sem birtist í Morgunblaðinu kemur fram að mikilvægt skref hafi verið stigið í átt að því að tryggja betri aðlögun og inngildingu erlendra íbúa í Mýrdalshreppi. Fyrirhugað er að ráða verkefnastjóra í þennan málaflokk m.a. að efla íslenskukunnáttu. Gert er ráð fyrir þessu stöðugildi í fjárhagsáætlun næsta árs. Við heyrðum í Einari.

Nóg er í gangi hjá Emmsjé Gauta þessa dagana. Hann er orðin uppistandari, hans árlegu Julevenner eru framundan og hann var að gera lag með Brekkuskóla á Akureyri. Emmsjé Gauti kom til okkar.

Karlakór Hvergerðinga er á ferðalagi um Ítalíu og heyrst hefur að kórinn sé algjörlega að slá í gegn þar um slóðir. Við ætlum að slóum á þráðinn til Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns en hann er einmitt félagi í þessum rómaða karlakór.

Það bárust af því fréttir að kartöfluuppskera í ár væri með lakara móti og er þar um að kenna slæmri tíð og miklu votviðri. En hvað getur komið í stað kartöflunnar góðu á diskum landsmanna því svarar Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur og matgæðingur. Við ræddum við hana um nýja skáldsögu sem ber heitir þegar sannleikurinn sefur.

Eitt af því sem stendur uppúr frá íslenskri tónlist á tíunda áratugnum er þegar Sigríður Guðnadóttir nelgdi sér á kortið með flutningi sínum á laginu Freedome með Jet Black joe. Þessi söngelski fasteignasali kemur til okkar á eftir með félögum sínum og söng fyrir okkur.

Er aðgengilegt til 25. október 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,