Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Út er komin bók sem nefnist Sjávarföll, ættarsaga. Í henni segir höfundurinn, Emil B. Karlsson, frá fimm kynslóðum Krossættarinnar, svokölluðu; fólki sem bjó á Breiðafjarðareyjum og á sunnanverðum Vestfjörðum; og ættarkvillanum slagaveiki. Kvillinn sá kom fram snemma á síðustu öld og felldi á þriðja tug fólks í sömu stórfjölskyldu, og allt var það í blóma lífsins. Emil, sem er af Krossættinni, kom til okkar ásamt Ástríði Pálsdóttur sameindalíffræðingi sem hefur rannsakað kvillann og ástæður þess að hann kom fram. Niðurstöðurnar kunna að koma hlustendum á óvart.
Í spjalli um sígilda tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um nokkrar hljóðritanir sem allir - já við fullyrðum það bara – allir - sem vit hafa á, sem sagt – eru sammála um að séu fullkomnar, eða allt að því. Magnús Lyngdal sagði okkur frá.
Nanna Rögnvaldardóttir matarsögugrúskari kom líka í þáttinn og spjallaði við okkur um sláturgerð. Slátur hefur borið hér á góma síðustu daga; bæði áhyggjur sem viðraðar voru 1944 um að sláturgerð væri á undanhaldi og eins fréttir af hundrað manns í hópsláturgerð á Blönduósi um síðustu helgi.
Tónlist:
Kammerkór Suðurlands, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir - Sumarmorgunn á Heimaey.
Dissing, Povl, Andersen, Benny - Svantes lykkelige dag.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um alræmt breskt dómsmál. Sally Clark var árið 1998 ákærð fyrir að hafa myrt tvo syni sína þegar þeir voru einungis um tveggja og þriggja mánaða gamlir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngvarinn og leikarinn Helgi Björnsson. Hann heldur þessa dagana upp á fjörutíu ár í tónlistarbransanum með tónleikum þar sem hann fer yfir vinsælustu lögin á farsælum ferli, í hljómsveitunum Grafík og Síðan skein sól og á mörgum hljómplötum í eigin nafni. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, en hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði, flutti svo suður, lærði leiklist og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. 40 ár af Helga Björns í þættinum í dag.
Á morgun er fyrsti vetrardagur og í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti fórum við yfir það sem hún kallar vetrarmat. Gúllas, kássur og fleira í matarspjallinu í dag.
Tónlistin í þættinum
Tangó / Grafík (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson og Rúnar Þórisson)
Mér var svo kalt / Síðan skein sól (Helgi Björnsson)
Himnasmiðurinn / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Þormóður Eiríksson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana, hafði áður hlotið dóm fyrir hættulega líkamsárás á hana og fyrir að stinga föður sinn.
Grunur er um að ellefu börn til viðbótar séu smituð eftir að E.coli hópsýking kom upp í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. 27 börn eru með staðfest smit og tvö eru enn alvarlega veik á gjörgæslu.
Ísraelsher drap fjórtán börn í árás á Khan Younis á Gaza síðasta sólarhring. Öll börnin nema eitt tilheyrðu sömu fjölskyldu.
Jón Gunnarsson alþingismaður verður fulltrúi Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu til kosninga. Jón segir að kvartað hafi verið yfir seinagangi í ráðuneytinu í tíð ráðherra Vinstri grænna og að ekki sé útilokað að hægt sé að taka stefnumótandi ákvarðanir.
Úkraínuforseti kveðst hafa upplýsingar um að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna á sunnudag, að berjast við hlið Rússlandshers.
Aðeins munaði um einum metra að ferjan Herjólfur hefði siglt á flutningaskipið Helgafell sumarið 2023.
Rjúpnaveiðin hófst í dag, veiðidagar eru talsvert fleiri en undanfarin ár. Austfirðingar fá langflesta daga eða 43já og geta veitt nánast fram að jólum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ragnar Jónsson er blóðferlasérfræðingur í tæknideild lögreglunnar. Hann hefur verið lögreglumaður í 33 ár og elskar starfið sitt. En þetta ár hefur verið það erfiðasta á hans ferli og nú er svo komið að hann er farinn að hugsa sér til hreyfings. Átta manndrápsmál á árinu hafa tekið sinn toll. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið heilsar úr saumavélaherbergi byggðarsafnsins í Reykjanesbæ, sem er staðsett í Duus-safnahúsinu í Keflavík. Um helgina er haldin sérstök safnahelgi á Suðurnesjum og í tilefni þess röltum við safnanna á milli og fræðumst um starfsemi þeirra, safnkosti og jafnvel hugmyndafræði.
Við fáum til okkar Höllu Kareni Guðjónsdóttur, verkefnastjóra safnahelgar á Suðurnesjum, og Guðlaugu Maríu Lewis, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, ræðum um söfnin, menninguna og samfélagið á Suðurnesjum.
Síðan ræðum við við Bryndísi Brandsdóttur, jarðeðlisfræðing hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, um rannsóknir á hafsbotninum.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-10-29
Diakite, Ramatou, Diabate, Kasse Mady, Diabaté, Toumani, Sissoko, Ballake, Diabate, Lasana, Mahal, Taj, Kouyate, Bassekou, Koulibaly, Dougouye - Ol'Georgie buck.
Diabaté, Toumani, Browne, Cass, Albarn, Damon, Smith, Mike, Bocoum, Afel, Alkibar, Junior Dan - Bamako city.
Venugopal, Varijashree, Vaidhya, Rajhesh - Summaniru (feat. Rajhesh Vaidhya).
Dibango, Manu - Mboa'su.
Meteku, Teshome - Gara ser new betesh.
Rèdda, Tèwèldè - Milènu.
Amadou et Mariam - I follow you : Nia na fin.
Mártir Luali - 20 de Mayo.
Sheila E., Nova, Debi - Possibilities (feat. Debi Nova).
Arocena, Daymé - American Boy.
Nenes - Erabu no komori uta.
Labib, Wahbi, el-Arabi, Muhammad - Taqsim bayâti.
Santtana, Lucas - What's Life.
Fjallað um ævi og skáldskap þýska skáldsins Friedrich Hölderlin. Lesin eru brot úr verkum hans. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir. (Áður á dagskrá 2006)
Í þættinum er fjallað um ævi og skáldskap þýska skáldsins Friedrich Hölderlin. Flutt eru ljóðin Til skapanornanna, þýðandi er Helgi Hálfdánarson, Á miðri ævi, þýðandi er Hannes Pétursson og Til upphiminsins, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Hljómplata vikunnar er Between the Buttons með bresku hljómsveitinni Rolling Stones, sem gefin var út 20. janúar 1967 í Bretlandi en 10. febrúar í Bandaríkjunum. Brian Jones sýndi færni sína á ýmis hljóðfæri á plötunni, sem var þeirra fimmta í Bretalndi en sjöunda í Bandaríkjunum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Hlið 1 inniheldur lögin: Yesterdays Papers, My Obsession, Back Street Girl, Connection, She Smiled Sweetly og Cool, Calm & Collected.
Hlið 2 inniheldur lögin: All Sold Out, Please Go Home, Who's Been Sleeping Here?, Complicated, Miss Amanda Jones og Something Happened to Me Yesterday.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Félag fanga lýsir áhyggjum af úrræðaleysi eftir afplánun fyrir menn sem metnir eru hættulegir. Félagið hafi varað ítrekað við að illa gæti farið, sem nú hafi raungerst, meðal annars í máli mannsins sem er grunaður um að hafa banað móður sinni.
Dagur B. Eggertsson tilkynnti í dag að hann muni skipa annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir komandi þingkosningar. Ríkisstjórnarflokkarnir myndu gjalda afhroð í kosningunum samkvæmt nýrri könnun Prósents.
Barnaníðingur sem reyndi að brjóta á 3.500 börnum í gegnum netið var dæmdur í ævilangt fangelsi í dag. Ein stúlka svipti sig lífi og nokkrar aðrar reyndu að fyrirfara sér.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir ábyrgð samningsaðila í kennaradeilunni mikla, en að á sama tíma verði íslenskt samfélag að fara að jafna stöðu þeirra sem vinni með börnum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kosningarnar í Georgíu á morgun gætu orðið þær afdrifaríkustu síðan þetta fyrrum Sovétlýðveldi lýsti yfir sjálfstæði fyrir meira en þrjátíu árum. Framtíð landsins er í húfi, segir Salome Zourabichvili forseti Georgíu. Bretar státa sig gjarnan af því að eiginlegt þrælahald hafi aldrei tíðkast á Bretlandi. Þeir tala minna um það, að þegar mest lét voru þeir allra þjóða umsvifamestir í þrælakaupmennsku, í skjóli yfirburðastöðu sinnar á heimshöfunum. Og í þættinum verður rætt við tvo unga frambjóðendur í komandi þingkosningum.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað er um það hvernig Donald Fagen og Walter Becker hófu samstarf sitt sem leiddi til þess að hljómsveitin Steely Dan varð til. Jafnframt eru leikin lög af fyrstu tveimur plötunum. Lögin sem hljóma í þættinum eru There Goes My Baby með Jay and the Americans, You Gotta Walk It Like You Talk It, I Mean To Shine með Barbra Streisand, Dallas, Do It Again, Reelin' In The Years, Dirty Work, My Old School, Rikki Don't Loose That Number og Pretzel Logic.
Fjallað um ævi og skáldskap þýska skáldsins Friedrich Hölderlin. Lesin eru brot úr verkum hans. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir. (Áður á dagskrá 2006)
Í þættinum er fjallað um ævi og skáldskap þýska skáldsins Friedrich Hölderlin. Flutt eru ljóðin Til skapanornanna, þýðandi er Helgi Hálfdánarson, Á miðri ævi, þýðandi er Hannes Pétursson og Til upphiminsins, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið heilsar úr saumavélaherbergi byggðarsafnsins í Reykjanesbæ, sem er staðsett í Duus-safnahúsinu í Keflavík. Um helgina er haldin sérstök safnahelgi á Suðurnesjum og í tilefni þess röltum við safnanna á milli og fræðumst um starfsemi þeirra, safnkosti og jafnvel hugmyndafræði.
Við fáum til okkar Höllu Kareni Guðjónsdóttur, verkefnastjóra safnahelgar á Suðurnesjum, og Guðlaugu Maríu Lewis, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, ræðum um söfnin, menninguna og samfélagið á Suðurnesjum.
Síðan ræðum við við Bryndísi Brandsdóttur, jarðeðlisfræðing hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, um rannsóknir á hafsbotninum.
eftir Thor Vilhjálmsson, höfundur les.
Bókin inniheldur þrjár sögur eða „skýrslur“ eins og höfundurinn kallar þær. Allt eru það íronískar ferðasögur, hver með sínu móti. Fyrsta skýrslan nefnist „Hrakningar“ og er skopstæling á íslenskum frásöguþáttum um hrakninga og mannraunir. Þar segir frá nokkrum bændum sem taka sig upp um hávetur í leit að konu sem á að vera grafin í fönn í óbyggðum. Það er einmitt Folda sú sem bókin dregur nafn af. Næsta skýrsla, „Sendiför,“ segir frá kynnisferð íslenskrar sendinefndar til Kína og óspart gert gys að heimóttarskap landans í fjarlægum löndum. Loks er svo „Skemmtiferð“, sem fjallar um för borgaralegra hjóna til sólarlanda. Þau búa á fínu hóteli en hafa ekki ráð á borga fyrir matinn þar og nærast ekki á öðru en ólívum.
Folda kom út árið 1972, naut strax vinsælda lesenda og þótti með aðgengilegustu verkum höfundarins á þeim tíma. (Áður á dagskrá 2009)
Thor las söguna fyrir útvarpið árið 1985
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngvarinn og leikarinn Helgi Björnsson. Hann heldur þessa dagana upp á fjörutíu ár í tónlistarbransanum með tónleikum þar sem hann fer yfir vinsælustu lögin á farsælum ferli, í hljómsveitunum Grafík og Síðan skein sól og á mörgum hljómplötum í eigin nafni. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, en hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði, flutti svo suður, lærði leiklist og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. 40 ár af Helga Björns í þættinum í dag.
Á morgun er fyrsti vetrardagur og í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti fórum við yfir það sem hún kallar vetrarmat. Gúllas, kássur og fleira í matarspjallinu í dag.
Tónlistin í þættinum
Tangó / Grafík (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson og Rúnar Þórisson)
Mér var svo kalt / Síðan skein sól (Helgi Björnsson)
Himnasmiðurinn / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Þormóður Eiríksson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Ecoli smit hefur greinst á sex af sjö deildum leikskólans Mánagarðs. Um þrjátíu börn höfðu greinst með smit í gær og þá láu fjögur börn inni á Barnaspítalanum vegna þess, 2 þeirra á gjörgæslu. Við heyrum í Ragnari Grími Bjarnasyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins.
Greint var frá því í gær að öryggisverðir í Kringlunni beri nú búkmyndavél á meðan þeir sinna störfum sínum. Markmiðið er sagt vera að tryggja öryggi manna og eigna ásamt því að hafa ákveðinn fælingarmátt. Við ætlum að ræða notkun búkmyndavéla í þessum tilgangi við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar.
Við höldum síðan áfram að ræða kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í umræðunni um stöðu kennara hefur reglulega verið nefnt að þeir hafi áður verið á sömu launum og þingmenn, en það hafi breyst þegar konur fóru að kenna í auknum mæli. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, hefur kannað þessi mál og skrifaði fyrir nokkru síðan úttekt á samanburði launa kennara og þingmanna. Við ræðum við Þórólf.
Einhver umræða skapaðist í vikunni um hvernig væri réttast að taka á móti börnum af erlendum uppruna hingað til lands. Fyrr á árinu fór þróunarverkefnið Menntun Móttaka Menning af stað. Verkefninu er ætlað er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Donata H Bukowska sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti og Fríða B. Jónsdóttir samhæfingarstjóri MEMM segja okkur betur frá því sem er vitað um þessi mál.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Magneu Gná Jóhannsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Babies flokkurinn kom í Morgunverkin í morgun vopnuð hljóðfærum og gleði. Framundan hjá flokknum eru tónleikar til heiðurs hinnar mögnuðu bræðrasveitar, Bee Gees.
Tónleikaveisla í hæsta gæðaflokki verður í Gamla Bíói föstudaginn 1. Nóvember þegar Babies-flokkurinn spilar lög Bee Gees. Það verður öllu til tjaldað á sviðinu því auk Babies verður strengja-kvartett og blásara-tríó. Mega tónleikagestir eiga von á að heyra lög eins og Stayin Alive, How Deep Is Your Love, More Than A Woman, Night Fever, You Should Be Dancing, Jive Talkin’, Nights On Broadway og marga fleiri slagara.
Á lagalista fólksins sungu dýrin um dýrin
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-10-25
SÓLDÖGG - Hvort Sem Er.
DEPECHE MODE - It?s No Good.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Stuðmenn - Söngur dýranna í Týról.
MOTT THE HOOPLE - All The Young Dudes.
TOM ODELL - Another Love.
BOB MARLEY & THE WAILERS - Could You Be Loved.
Harding, Curtis - Need Your Love.
ROLLING STONES - Get off of my cloud.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
Elli Grill, Villi Neto - Portúgalinn.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Skítaveður.
Daði Freyr Pétursson - Fuck City.
Start - Sekur.
Yes - Owner Of A Lonely Heart.
Katy Perry - Roar.
Malen - Anywhere.
HARRY STYLES - Sign Of The Times.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
GDRN - Næsta líf.
U2 - I Still Haven't Found What I'm Looking For.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
200.000 NAGLBÍTAR - Lítill Fugl.
PRINCE - When doves cry.
DR. SPOCK - Fálkinn.
HUMAN LEAGUE - Open Your Heart.
DAVID BOWIE - Cat People (Putting Out the Fire) (80).
CURE - The Love Cats.
MONKEES - I'm A Believer.
PIXIES - Monkey Gone To Heaven.
PET SHOP BOYS - Always On My Mind.
Duran Duran - Union of the snake.
AMERICA - A Horse With No Name.
YEAH YEAH YEAHS - Wolf.
Paradís - Rabbits.
ANIMALS - House Of The Rising Sun.
Sniglabandið - Éttu Úldinn Hund.
Guðmundur Jónsson Söngvari - Lax, lax, lax.
THE BEES - Chicken Payback.
Ljótu hálfvitarnir - Ár ródkillsins.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana, hafði áður hlotið dóm fyrir hættulega líkamsárás á hana og fyrir að stinga föður sinn.
Grunur er um að ellefu börn til viðbótar séu smituð eftir að E.coli hópsýking kom upp í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. 27 börn eru með staðfest smit og tvö eru enn alvarlega veik á gjörgæslu.
Ísraelsher drap fjórtán börn í árás á Khan Younis á Gaza síðasta sólarhring. Öll börnin nema eitt tilheyrðu sömu fjölskyldu.
Jón Gunnarsson alþingismaður verður fulltrúi Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu til kosninga. Jón segir að kvartað hafi verið yfir seinagangi í ráðuneytinu í tíð ráðherra Vinstri grænna og að ekki sé útilokað að hægt sé að taka stefnumótandi ákvarðanir.
Úkraínuforseti kveðst hafa upplýsingar um að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna á sunnudag, að berjast við hlið Rússlandshers.
Aðeins munaði um einum metra að ferjan Herjólfur hefði siglt á flutningaskipið Helgafell sumarið 2023.
Rjúpnaveiðin hófst í dag, veiðidagar eru talsvert fleiri en undanfarin ár. Austfirðingar fá langflesta daga eða 43já og geta veitt nánast fram að jólum.
Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og líklega eru skotveiðimenn komnir með fiðring og sumir ætla á fjöll strax í dag. Við hringdum í Þóreyju Ingu Helgadóttur en hún er stjórnarmaður í Skotvís um fyrirkomulag á veiðitímabilinu og það helsta sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað.
Í nýlegri grein frá Einari Frey Elínarsyni sveitarstjóra Mýrdalshrepps sem birtist í Morgunblaðinu kemur fram að mikilvægt skref hafi verið stigið í átt að því að tryggja betri aðlögun og inngildingu erlendra íbúa í Mýrdalshreppi. Fyrirhugað er að ráða verkefnastjóra í þennan málaflokk m.a. að efla íslenskukunnáttu. Gert er ráð fyrir þessu stöðugildi í fjárhagsáætlun næsta árs. Við heyrðum í Einari.
Nóg er í gangi hjá Emmsjé Gauta þessa dagana. Hann er orðin uppistandari, hans árlegu Julevenner eru framundan og hann var að gera lag með Brekkuskóla á Akureyri. Emmsjé Gauti kom til okkar.
Karlakór Hvergerðinga er á ferðalagi um Ítalíu og heyrst hefur að kórinn sé algjörlega að slá í gegn þar um slóðir. Við ætlum að slóum á þráðinn til Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns en hann er einmitt félagi í þessum rómaða karlakór.
Það bárust af því fréttir að kartöfluuppskera í ár væri með lakara móti og er þar um að kenna slæmri tíð og miklu votviðri. En hvað getur komið í stað kartöflunnar góðu á diskum landsmanna því svarar Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur og matgæðingur. Við ræddum við hana um nýja skáldsögu sem ber heitir þegar sannleikurinn sefur.
Eitt af því sem stendur uppúr frá íslenskri tónlist á tíunda áratugnum er þegar Sigríður Guðnadóttir nelgdi sér á kortið með flutningi sínum á laginu Freedome með Jet Black joe. Þessi söngelski fasteignasali kemur til okkar á eftir með félögum sínum og söng fyrir okkur.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Félag fanga lýsir áhyggjum af úrræðaleysi eftir afplánun fyrir menn sem metnir eru hættulegir. Félagið hafi varað ítrekað við að illa gæti farið, sem nú hafi raungerst, meðal annars í máli mannsins sem er grunaður um að hafa banað móður sinni.
Dagur B. Eggertsson tilkynnti í dag að hann muni skipa annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir komandi þingkosningar. Ríkisstjórnarflokkarnir myndu gjalda afhroð í kosningunum samkvæmt nýrri könnun Prósents.
Barnaníðingur sem reyndi að brjóta á 3.500 börnum í gegnum netið var dæmdur í ævilangt fangelsi í dag. Ein stúlka svipti sig lífi og nokkrar aðrar reyndu að fyrirfara sér.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir ábyrgð samningsaðila í kennaradeilunni mikla, en að á sama tíma verði íslenskt samfélag að fara að jafna stöðu þeirra sem vinni með börnum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kosningarnar í Georgíu á morgun gætu orðið þær afdrifaríkustu síðan þetta fyrrum Sovétlýðveldi lýsti yfir sjálfstæði fyrir meira en þrjátíu árum. Framtíð landsins er í húfi, segir Salome Zourabichvili forseti Georgíu. Bretar státa sig gjarnan af því að eiginlegt þrælahald hafi aldrei tíðkast á Bretlandi. Þeir tala minna um það, að þegar mest lét voru þeir allra þjóða umsvifamestir í þrælakaupmennsku, í skjóli yfirburðastöðu sinnar á heimshöfunum. Og í þættinum verður rætt við tvo unga frambjóðendur í komandi þingkosningum.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Kling klang - Dátar
Loser - Beck
Panic - The Smiths
No Sleep Till Brooklyn - Beastie Boys
True Faith - New Order
Behind The Mask - Eric Clapton
Roadrunner - The Modern Lovers
Take It Away - Paul McCartney
Trampled Under Foot - Led Zeppelin
Brjótum það sem brotnar - 200.000 naglbítar
All Day and All of the Night - The Kinks
Suffragette City - David Bowie
Debaser - Pixies
The Magnificent Seven - The Clash
Love Is The Drug - Roxy Music
Uncertain Smile - The The
Móðir - Egó
Edge Of Seventeen - Stevie Nicks
Miss You - The Rolling Stones
The Passenger - Iggy Pop
Life During Wartime - Talking Heads
Atomic - Blondie
Slóði - Botnleðja
I Will Follow - U2
Jailbird - Primal Scream
That's Entertainment - The Jam
Waterfall - The Stone Roses
Karma Police - Radiohead
M.E. - Gary Numan
Maggasýn - Þeyr
Vicious - Lou Reed
Nobody But Me - The Human Beinz
Babies - Pulp
She Sells Sanctuary - The Cult
Lake Shore Drive - Aliotta Haynes Jeremiah
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Í þessum þætti kynnum við glænýjan PartyZone lista, topp 30, sem hefur verið að gerjast síðustu vikur.
Sem fyrr leitum við til plötusnúðanna við val listans, ásamt því að grúska í helstu kreðsum og miðlum danstónlistarinnar. Útkoman er glænýr topp 30 listi yfir heitustu lög danstónlistarinnar í dag. Einnig spilum við múmíu kvöldsins sem er 25 ára gömul Party Zone klassík eða frá haustmánuðum ársins 1999.