18:00
Kvöldfréttir
Tillaga um vantraust, þingrof og kosningar rædd á Alþingi, neyðarhjálp kemst ekki til Gaza og ekkert grindvískt skólahald næsta vetur
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Formaður Flokks fólksins sem er fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust, þingrof og nýjar kosningar sagði í umræðum ekki hægt að snúa blindu auga að þeirri vanvirðingu sem fælist í vendingum í ríkisstjórn. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir einsýnt að tillagan byggi á sandi fyrst stjórnarandstaðan standi ekki öll að henni og forsætisráðherra sagði þetta glundroðatillögu.

Barn er drepið eða sært á Gaza á tíu mínútna fresti segir talsmaður Unicef. Hjálparsamtök gagnrýna Ísraelsher fyrir að efna ekki loforð um að opna fyrir frekari flutning neyðargagna þangað.

Ekki verður skólahald í safnskólum fyrir grindvísk börn næsta vetur. Foreldrar og forráðamenn þurfa að sækja um skólavist fyrir börn sín í viðeigandi sveitarfélagi.

Fyrri hluti apríl hefur verið sá kaldasti á öldinni og er þar um að kenna þaulsætinni hæð yfir Grænlandi.

Er aðgengilegt til 17. apríl 2025.
Lengd: 10 mín.
,