Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sveinn Valgeirsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Við ræddum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í talningarmálinu í Norðvestur 2021. Hann féll í gærmorgun og er íslenska ríkinu í óhag. Þingmennirnir Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokki og Björn Leví Gunnarsson Pírötum voru gestir okkar. Við heyrðum þeirra skoðun á málinu og því sem mögulega þarf að gera. Við ræddum líka um vantrauststillöguna sem verður lögð fram í dag og um fjármálaáætlun.
Þegar stjórnvöld tilkynntu fyrir fimm árum síðan að stefnt skyldi að því að lágmarksstærð sveitarfélaga miðaðist við þúsund íbúa ákváðu Bolvíkingar að þeir vildu ekki sameinast öðrum sveitarfélögum - heldur koma fjölda bæjarbúa upp fyrir þúsund. Í fyrra tókst það. En hvernig var farið að, hvað gekk vel og hverju er hægt að læra af? Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík sagði okkur frá þessu, en hann ræðir málið á ársfundi Byggðastofnunar í dag.
Bandarískur geðlæknir, Bennett Braun, lést í mars síðastliðnum. Á níunda áratug síðustu aldar sérhæfði Braun sig í meðhöndlun sjúklinga sem hann taldi vera með margfaldan eða klofinn persónuleika, og varð sannfærður um að flestir skjólstæðinga hans hefðu sætt hræðilegri misnotkun í helgiathöfnum djöfladýrkenda - eða sjálf tekið þátt í slíkum athöfnum. Kenningar Braun vöktu mikla athygli á tíma þegar margir Bandaríkjamenn óttuðust satanista í hverju horni, en hann var síðar lögsóttur af fjölda fyrrverandi sjúklinga. Vera Illugadóttir rakti sögu þessa manns.
Tónlist:
Larsen, Kim - De smukke unge mennesker.
Rolling Stones, The - Tell me.
Larsen, Kim - Susan himmelblå.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Omar er kennari á Hjallastefnuleikskólanum Laufásborg, hann er frá Eygyptalandi en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hann er ásamt fleirum að fara með hóp barna úr leikskólanum á Evrópumeistarmót í skólaskák.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við töluðum í síðustu viku við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars um álag og langa bið hjá heilsugæslunni. Hún talaði um að oft sé ekki nauðsyn að koma á heilsugæsluna, heldur geti fólk leitað fyrst á heilsuvera.is, bæði í netspjallið og þær upplýsingar sem þar eru, nú eða jafnvel að hringja í 1700 ef erindið er brýnt. En það er ekki víst að allir viti hvernig það gengur fyrir sig og hvernig er best að snúa sér í sambandi við það. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er einmitt rétta manneskjan til að svara þeim spurningum og hún kom til okkar í dag.
Á morgun fer fram opin málstofa í viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Þar mun Grétar Þór Eyþórsson deildarforseti Viðskiptadeildar tala um viðbrögð við Covid 19 faraldrinum á Íslandi: Tilviksrannsókn frá sveitastjórnarstiginu. Í erindinu greinir Grétar frá fyrstu niðurstöðum sínum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Við töluðum við Grétar í dag.
Við heyrðum svo í Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, sjúkraþjálfara á Ísafirði. Hún lauk meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri í fyrra og í meistaraverkefni hennar rannsakaði hún reynslu heilbrigðisstarfsfólks sem sinnti einstaklingum sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík 1995 fyrstu dagana eftir flóðin. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun heilbrigðisstarfsfólksins og kanna hvort þessi lífsreynsla hafi haft áhrif á þeirra líf og störf. Sigríður sagði okkur betur frá rannsókninni og niðurstöðunum í þættinum.
Tónlist í þættinum
Ertu viss / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg)
Landið fýkur burt / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Everybody’s talkin’ / Harry Nilson (Fred Neil)
Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður bankaráðs Landsbankans telur Bankasýslu ríkisins vega illa að bankanum og setja fram ósannar aðdróttanir. Formaður bankaráðs segir trúnaðarbrest hafa orðið.
Atkvæði verða greidd um vantrauststillögu á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á Alþingi í kvöld. Búist er við því að tillagan verði felld.
Bandaríkin og Evrópusambandið undirbúa viðskiptaþvinganir gegn Írönum vegna árásar þeirra á Ísrael um síðustu helgi. Utanríkisráðherra Bretlands vill að G7 ríkin komi sér saman um viðskiptaþvinganir.
Skoða þarf tengingu Reykjanesbæjar við hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins ef ekki finnst vatn í lághitaborun á Njarðvíkurheiði. Stjórnendur eru enn vongóðir um að vatn finnist
Forseti Úkraínu vill að Vesturlönd útvegi auknar loftvarnir eftir að 14 voru drepnir í árás Rússa á borgina Chernihiv. Rúmlega fimmtíu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu frá því að stríðið hófst.
Æ algengara er að foreldrar fari með börn í margra vikna frí á skólatíma. Ef mikil fjarvera úr skóla vegna ferðalaga bitnar á náminu geta skólastjórar tilkynnt það til barnaverndaryfirvalda.
Hollenskt flutningaskip sem lenti í vandræðum norður af landinu í fyrrinótt er komið til Húsavíkur. Varðskipið Freyja dró það til hafnar í gærkvöld.
Ólympíuleikarnir verða settir í París eftir 100 daga, enn hefur aðeins einn Íslendingur tryggt sér þátttökurétt.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Aukin harka, hnífaburður ungmenna, hnífaárásir færast í aukana, vopnuð útköll sérsveitar aldrei verið fleiri. Þetta er kunnuglegt stef. Sjö prósent unglinga á höfuðborgarsvæðinu sögðust í fyrra ganga með hníf á sér. Þó ekki til að nota þá, heldur til að verja sig. Þetta er svolítið hátt hlutfall. Í þessum síðari þætti af tveimur ræðir Sunna Valgerðardóttir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og dósent við HÍ, um þróunina hér. Sömuleiðis heyrist í Ragnari Jónssyni, lögreglumanni og blóðferlafræðingi, þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Mikill eldur kom upp í sögufrægu húsi; gömlu kauphöllinni, Børsen, í Kaupmannahöfn í gær. Um helmingur byggingarinnar er sagður hafa brunnið til kaldra kola og ljóst að tjónið er gríðarlegt. Bæði efnislegt tjón en bruninn er líka vitaskuld mikið áfall fyrir Dani enda hefur þetta 400 ára gamla hús mikla þýðingu fyrir sögu þjóðarinnar. Viðbúnaður slökkviliðs var mikill og við sáum á myndum hvernig fólk þusti inn í bygginguna til að bjarga verðmætum. Málverkum, ljósakrónum og öðrum munum. Við ætlum að ræða þennan bruna út frá sjónarhóli slökkviliðsins, Vernharð Guðnason er deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins.
Svo bárust fréttir af því í gær að HM í handbolta karla ætti að fara fram á Íslandi eftir sjö ár - árið 2031. Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskar íþróttir og auðvitað handboltann sérstaklega. Það hefur komið fram að forsenda þess að þetta mót fari fram hér sé bygging nýrrar þjóðarhallar og flest sem bendir til þess að hún muni rísa. Það verður því mörg horn að líta hjá formanni HSÍ á næstu árum. Guðmundur B. Ólafsson ætlar að ræða þetta við okkur.
Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall í lok þáttar og ræðir nýjar rannsóknir á örplasti.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-04-17
The Spey - Matt Carmichael - Where will the river flow, 2021
Sigmar Þór Matthíasson - Don.
Marína Ósk - Samtal við sólu.
Freysteinn Gíslason - Á milli hluta.
Sunna Gunnlaugsdóttir - Where the winds and waters call.
Rætt við Sigtrygg Baldursson um íslenskan djass á Jazzahead
O.N.E. - I See You.
Rætt við Sunnu Gunnlaugs, Marínu Óks, Sigmar Þór og Freystein Gíslason, sem öll sóttu Jazzahead ársins
Sultan - Alune Wade - Sultan 2022
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Fjallað er um strandmenningu og -minjar á Reykjanesi, einkum á Selatöngum og annars staðar í grennd við Grindavík. Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur hefur ásamt áhugahópi um varðveislu strandminja á Reykjanesi skráð í rituðu máli og á uppdráttum minjar um útgerð og fiskvinnslu við strönd Reykjanesskagans. Hann hélt erindi á málþingi um strandmenningu sem Íslenska vitafélagið hélt 26. mars 2011 í Saltfisksetrinu í Grindavík. Við heyrum erindin þrjú af málþinginu, nokkuð stytt. Fyrst segir Ómar Smári frá Selatöngum og varðveislu strandminja, þá ræðir Jón Þ. Þór, sagnfræðingur um Básendastríðin á Reykjanesi á sextándu öld, vopnuð átök Englendinga og Þjóðverja vegna fiskveiða og fiskverslunar í Grindavík og á Básendum sumarið 1532, og loks ræðir Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifavernd ríkisins um hvernig farið er með friðlýstar fornleifar í þjóðminjalögum og hvaða takmarkanir og möguleikar séu þar fólgnir. Umsjón: Pétur Halldórsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Víðsjá dagsins hugum við að þeim fregnum frá Feneyjartvíæringnum að Ruth Patir, fulltrúi Ísraels, hafi ásamt sýningarstjórum sínum, ákveðið að loka dyrum að ísraelska skálanum þar til vopnahlé á Gaza og endurheimt gísla hefur átt sér stað. Einnig heyrum við hvaða ljóðskáld eru tilnefnd til Maístjörnunnar fyrir árið 2023 og drögum upp svipmynd af kvikmyndagerðarkonu:
Anna Karín Lárusdóttir er kvikmyndargerðarmaður uppalin í breiðholti og á Egilsstöðum. Hún heillaðist snemma af kvikmyndaforminu þá í gegnum föstudagskvikmyndir Rúv og á vídeóleigu Kidda Videoflugu á Egilsstöðum. Hún skráði sig í Kvikmyndaskóla Íslands eftir að mamma hennar ráðlagði henni að leggja fyrir sig fagið en í kvikmyndaskólanum framleiddi hún stuttmyndina XY, kvikmynd sem kannar upplifanir unglingsins Lísu af því að vera intersex. XY vakti þónokkra athygli þegar hún kom út og hlaut shortfish verðlaunin á Sprettfiskshátíðinni árið 2019.
Næsta stuttmynd Önnu Karínar Felt Cute eða sætur kom út á síðasta ári og fjallar hún um Breka, ellefu ára dreng sem prófar sig áfram með farða systur sinnar og föt þegar hann er einn heima - en Felt Cute hlaut einnig shortfishverðlaunin 2024 og tvö Edduverðlaun, ein í flokki stuttmynda og önnur í flokki barna og unglingamynda. Anna Karín stefnir á útgáfu lengri kvikmyndar á næstu árum og langar henni að halda áfram að rannsaka veröld barna og unglinga sem og þá undarlegu stemningu sem skapast getur í tónlistarskólum landsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Plast er út um allt, það er allstaðar, nema þar sem við viljum hafa það. Á meðan við þrífum tómatssósuflöskurnar hellist tilgangsleysið yfir. Fólk hvartar yfir flokkunarþreytu, það les enn eina greinina, enn eina skýrsluna, sem sýnir fram á misfellur endurvinnsluiðnaðarins. Í leit að von, í leit að tilgangi, förum við í heimsókn í Plastplan, til að ræða plast við Björn Steinar Blumenstein.
En við hefjum þáttinn á því að ræða við leikstjórann Sigurð Anton Friðþjófsson og aðalleikkonu í nýrri kvikymd hans, Eddu Lovísu Björgvinsdóttur. Á föstudag verður kvikmyndin Einskonar ást frumsýnd.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Formaður Flokks fólksins sem er fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust, þingrof og nýjar kosningar sagði í umræðum ekki hægt að snúa blindu auga að þeirri vanvirðingu sem fælist í vendingum í ríkisstjórn. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir einsýnt að tillagan byggi á sandi fyrst stjórnarandstaðan standi ekki öll að henni og forsætisráðherra sagði þetta glundroðatillögu.
Barn er drepið eða sært á Gaza á tíu mínútna fresti segir talsmaður Unicef. Hjálparsamtök gagnrýna Ísraelsher fyrir að efna ekki loforð um að opna fyrir frekari flutning neyðargagna þangað.
Ekki verður skólahald í safnskólum fyrir grindvísk börn næsta vetur. Foreldrar og forráðamenn þurfa að sækja um skólavist fyrir börn sín í viðeigandi sveitarfélagi.
Fyrri hluti apríl hefur verið sá kaldasti á öldinni og er þar um að kenna þaulsætinni hæð yfir Grænlandi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
17. apríl 2024
Vantrauststillaga í Alþingi. Harður tónn var í ræðu Ingu Sæland formanns Flokks fólksins við þegar hún flutti tillögum um vantraust, þingrof og nýjar kosningar. Forsætisráðherra sagði tillöguna ýta undir glundroða.
Þúsundir mótmælenda hafa safnast saman dag eftir dag í höfuðborg Georgíu til að mótmæla lögum sem óttast er að verði beitt til að þagga niður í gagnrýni sjálfstæðra fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka.
Forseti Íslands hefur ýmsar formlegar skyldur en þegar þeim sleppir hafa forseta mikið svigrúm til að setja mark sitt á embættið segir Örnólfur Thorsson, fyrrverandi forsetaritari.
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Collegium Maianum barokksveitarinnar sem fram fóru í Břevnov klaustrinu í Prag.
Á efnisskrá eru verk eftir Johann Jospeh Ignaz Brentner, Johann Joachim Quantz, Johann Martin Blockwitz, Johann Friedrich Fasch, Georg Philipp Telemann, František Jiránek og Johann Joseph Ignaz Brentner.
Einleikarari og stjórnandi er barokkflautuleikarinn Jana Semerádová.
Umsjón: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Mikill eldur kom upp í sögufrægu húsi; gömlu kauphöllinni, Børsen, í Kaupmannahöfn í gær. Um helmingur byggingarinnar er sagður hafa brunnið til kaldra kola og ljóst að tjónið er gríðarlegt. Bæði efnislegt tjón en bruninn er líka vitaskuld mikið áfall fyrir Dani enda hefur þetta 400 ára gamla hús mikla þýðingu fyrir sögu þjóðarinnar. Viðbúnaður slökkviliðs var mikill og við sáum á myndum hvernig fólk þusti inn í bygginguna til að bjarga verðmætum. Málverkum, ljósakrónum og öðrum munum. Við ætlum að ræða þennan bruna út frá sjónarhóli slökkviliðsins, Vernharð Guðnason er deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins.
Svo bárust fréttir af því í gær að HM í handbolta karla ætti að fara fram á Íslandi eftir sjö ár - árið 2031. Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskar íþróttir og auðvitað handboltann sérstaklega. Það hefur komið fram að forsenda þess að þetta mót fari fram hér sé bygging nýrrar þjóðarhallar og flest sem bendir til þess að hún muni rísa. Það verður því mörg horn að líta hjá formanni HSÍ á næstu árum. Guðmundur B. Ólafsson ætlar að ræða þetta við okkur.
Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall í lok þáttar og ræðir nýjar rannsóknir á örplasti.
Heimildaskáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. Guðmundur Ólafsson les.
Sagan gerist í Þingvallasveit á fyrri hluta nítjándu aldar, áður en tekið var að upphefja Þingvöll sem mesta helgistað landsins af skáldum og þjóðskörungum. Þá var Snorrabúð stekkur, eins og Jónas kvað.
Páll Þorláksson var prestur í Þingvallasókn. Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þar sem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Ljóst þykir að eiginkona Kristjáns getur ekki verið móðir allra þeirra barna sem hann feðrar í sínum ranni. Hefjast út af þessu nokkrar væringar milli hins knáa húsbónda og Þingvallaklerks og má hið geistlega vald sín lengi vel næsta lítils í þeim viðskiptum.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við töluðum í síðustu viku við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars um álag og langa bið hjá heilsugæslunni. Hún talaði um að oft sé ekki nauðsyn að koma á heilsugæsluna, heldur geti fólk leitað fyrst á heilsuvera.is, bæði í netspjallið og þær upplýsingar sem þar eru, nú eða jafnvel að hringja í 1700 ef erindið er brýnt. En það er ekki víst að allir viti hvernig það gengur fyrir sig og hvernig er best að snúa sér í sambandi við það. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er einmitt rétta manneskjan til að svara þeim spurningum og hún kom til okkar í dag.
Á morgun fer fram opin málstofa í viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Þar mun Grétar Þór Eyþórsson deildarforseti Viðskiptadeildar tala um viðbrögð við Covid 19 faraldrinum á Íslandi: Tilviksrannsókn frá sveitastjórnarstiginu. Í erindinu greinir Grétar frá fyrstu niðurstöðum sínum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Við töluðum við Grétar í dag.
Við heyrðum svo í Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, sjúkraþjálfara á Ísafirði. Hún lauk meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri í fyrra og í meistaraverkefni hennar rannsakaði hún reynslu heilbrigðisstarfsfólks sem sinnti einstaklingum sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík 1995 fyrstu dagana eftir flóðin. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun heilbrigðisstarfsfólksins og kanna hvort þessi lífsreynsla hafi haft áhrif á þeirra líf og störf. Sigríður sagði okkur betur frá rannsókninni og niðurstöðunum í þættinum.
Tónlist í þættinum
Ertu viss / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg)
Landið fýkur burt / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Everybody’s talkin’ / Harry Nilson (Fred Neil)
Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Plast er út um allt, það er allstaðar, nema þar sem við viljum hafa það. Á meðan við þrífum tómatssósuflöskurnar hellist tilgangsleysið yfir. Fólk hvartar yfir flokkunarþreytu, það les enn eina greinina, enn eina skýrsluna, sem sýnir fram á misfellur endurvinnsluiðnaðarins. Í leit að von, í leit að tilgangi, förum við í heimsókn í Plastplan, til að ræða plast við Björn Steinar Blumenstein.
En við hefjum þáttinn á því að ræða við leikstjórann Sigurð Anton Friðþjófsson og aðalleikkonu í nýrri kvikymd hans, Eddu Lovísu Björgvinsdóttur. Á föstudag verður kvikmyndin Einskonar ást frumsýnd.
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Lagalisti:
Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.
DAYSLEEPER - Kumbh Mela.
Kaleo - Lonely Cowboy.
James - She's A Star.
Lipa, Dua - Training Season.
Bowie, David - Sound and Vision.
USSEL, Króli, Jóipé x Króli, JóiPé - Í Fullri Hreinskilni.
JOHN MAYER - Last Train Home.
Lorde - Take Me to the River.
Birkir Blær - Thinking Bout You.
SINEAD O'CONNOR - Nothing Compares 2 U.
Helgi Björnsson - Einn af okkar allra bestu mönnum (korter í vegan).
GENESIS - Invisible Touch.
LAUFEY - From The Start.
GDRN - Næsta líf.
MOBY - Porcelain.
Um þriðjungur skólastjóra grunnskóla og rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sjá ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár samkvæmt niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Magnús Þór Jónsson formaður sambandsins segir þessar niðurstöður mikið áhyggjuefni. Hann ræddi málið við okkur og þá miklu aukningu einnig sem orðið hefur á því að foreldrar taki börn úr skólum á skólatíma til að fara í frí og ferðalög.
Sýningin Verk og vit hefst á morgun. Þar kynna fyrirtæki og stofnanir í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum vörur sínar og þjónustu. Við fengum til okkar Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sem er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, en Samtökin hafa tengst sýningunni frá byrjun og verða með á sama tíma ráðstefnu um fjárfestingu í samgönguinnviðum. Þá bjóða þau um 1700 grunnskólanemum í heimsókn á sýninguna.
Sigríður Rósa Kristjánsdóttir tók sig upp og flutti til Benidorm á Spáni fyrir nokkrum misserum. Við slógum á þráðinn suður til Spánar og heyrðum af lífinu þar syðra og um leið af miklum gróðureldum sem geisað hafa í næsta nágrenni við strandbæinn vinsæla.
Eldur kviknaði í kauphöllinni, Børsen, í miðborg Kaupmannahafnar í gærmorgun. Byggingin er ein elsta bygging borgarinnar og var byggð árið 1625 en viðgerðir á henni stóðu yfir. Hún hýsti áður kauphöllina en þar eru nú höfuðstöðvar viðskiptaráðs. Óhætt er að segja að Danir séu í áfalli eftir brunann. Við könnuðum andrúmsloftið í Kaupmannahöfn og hringdum í Elínu Margréti Böðvarsdóttur sem er búsett þar.
HM í handbolta verður haldið á Íslandi árið 2031 sem og í Danmörku og Noregi. Við fengum til okkar Guðmund B. Ólafsson formann HSÍ sem fór yfir hvaða þýðingu þetta hefur fyrir íslenskan handbolta og hvaða kröfur þarf að uppfylla til að halda heimsmeistaramót.
Þegar hugsað er um íslenska skákmeistara dettur kannski fæstum í hug leikskólabörn, en staðreyndin er nú sú að Íslendingar eiga öfluga unga skákmenn og það meira að segja mjög unga. Á leikskólanum Laufásborg hefur verið stunduð skákkennsla um árabil og nú stefna skákmenn skólans á mót í Írlandi. Þær Jensína Edda Hermannsdóttir skólstýra og Helga Lára Haarde foreldri kíktu til okkar og sögðu okkur meira.
Tónlist:
Una Torfadóttir - En.
Beyoncé og Miley Cyrus - II Most wanted.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
Steve Miller Band - The Joker.
Jelly Roll - Need a favor.
Earth, Wind and Fire -September.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Hamverjarnir Óttar Proppé og Björn Blöndal svara spurningum gesta í Bíó Paradís eftir sýningu heimildarmyndarinnar Lifandi dauðir frá árinu 2001 á sunnudagskvöldið.
Þeir mættu til Hjartagosa í morgun og sögðu Ham-ingju og Ham-farasögur.
Nýjasti dagskrárliður Gosa, Hvert er orðið vafðist fyrir hlustendum en Finnbogi áttaði sig.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-04-17
BRUNALIÐIÐ - Einskonar Ást.
ROBBIE WILLIAMS - Millennium.
ASH - Goldfinger.
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
AMY WINEHOUSE - Tears Dry On Their Own.
Mancini, Henry, his Orchestra and Chorus - The Pink Panther theme.
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON - Dagar.
SPICE GIRLS - Stop.
NO DOUBT - Underneath it all.
Skee-Lo - I wish.
AMABADAMA - Eldorado.
PIXIES - Monkey Gone To Heaven.
AMERICA - I Need You.
BEABADOOBEE - The perfect pair.
Julian Civilian - Tölum saman í september.
A TRIBE CALLED QUEST - Can I Kick It.
Lada Sport - Ólína.
HOLE - Celebrity skin.
Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.
ERIC CLAPTON - Wonderful Tonight.
Snorri Helgason - Hæ Stína.
Ham hljómsveit - Musculus.
HAM - Ingimar.
Sálin hans Jóns míns - Orginal.
BLACK PUMAS - Colors.
ADAMSKI - Killer.
THE CLASH - The Magnificent Seven.
BJÖRG PÉ - Timabært.
SOMA - Grandi Vogar 2.
GusGus - Breaking Down (Radio Edit).
SUPERTRAMP - Goodbye Stranger.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður bankaráðs Landsbankans telur Bankasýslu ríkisins vega illa að bankanum og setja fram ósannar aðdróttanir. Formaður bankaráðs segir trúnaðarbrest hafa orðið.
Atkvæði verða greidd um vantrauststillögu á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á Alþingi í kvöld. Búist er við því að tillagan verði felld.
Bandaríkin og Evrópusambandið undirbúa viðskiptaþvinganir gegn Írönum vegna árásar þeirra á Ísrael um síðustu helgi. Utanríkisráðherra Bretlands vill að G7 ríkin komi sér saman um viðskiptaþvinganir.
Skoða þarf tengingu Reykjanesbæjar við hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins ef ekki finnst vatn í lághitaborun á Njarðvíkurheiði. Stjórnendur eru enn vongóðir um að vatn finnist
Forseti Úkraínu vill að Vesturlönd útvegi auknar loftvarnir eftir að 14 voru drepnir í árás Rússa á borgina Chernihiv. Rúmlega fimmtíu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu frá því að stríðið hófst.
Æ algengara er að foreldrar fari með börn í margra vikna frí á skólatíma. Ef mikil fjarvera úr skóla vegna ferðalaga bitnar á náminu geta skólastjórar tilkynnt það til barnaverndaryfirvalda.
Hollenskt flutningaskip sem lenti í vandræðum norður af landinu í fyrrinótt er komið til Húsavíkur. Varðskipið Freyja dró það til hafnar í gærkvöld.
Ólympíuleikarnir verða settir í París eftir 100 daga, enn hefur aðeins einn Íslendingur tryggt sér þátttökurétt.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi Gunnars og Lovísa Rut stýrðu Popplandi dagsins. Magnús Jóhann Ragnarsson kíkti í heimsókn, plata vikunnar á sínum stað, Solitude með Uxi í bland við nýja og gamla tóna.
GDRN - Þú sagðir.
BRUNO MARS - Locked out of heaven.
Jones, Norah - Running.
BLAZROCA OG ÁSGEIR TRAUSTI - Hvítir skór.
Kravitz, Lenny - Human (Radio Edit).
PRINCE - When doves cry.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
MADNESS - Our House.
Bubbi Morthens - Holan.
UXI - W.F.Y.L..
TODMOBILE - Ég Heyri Raddir.
Kings of Leon - Mustang.
WILSON PICKETT - Mustang Sally.
JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.
Laufey - Goddess.
SCARLET PLEASURE - What A Life (úr kvikmyndinni Druk).
Djo - End of Beginning.
EMILÍANA TORRINI - To Be Free.
Kaleo - Lonely Cowboy.
TRAVIS - Side.
Birkir Blær Óðinsson - Leaders.
ALOE BLACC - I Need A Dollar.
McRae, Tate - Greedy.
Magnús Jóhann Ragnarsson - Ég veit þú kemur.
Floni - Tala Saman.
GDRN - Ég veit þú kemur.
Floni - Engill.
Systur, Bjørke, Kasper, Sísý Ey Hljómsveit - Conversations.
The Wannadies - You and me song.
Rodrigo, Olivia - Obsessed.
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
Jónfrí - Draumur um Bronco.
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
VIOLENT FEMMES - Blister in the sun.
BEYONCÉ & MILEY CYRUS - II Most Wanted.
UXI - Wolves.
MANNAKORN & ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Lifði og dó í Reykjavík.
HELGI BJÖRNSSON - Himnasmiðurinn.
ΣTELLA & REDINHO - Charmed.
ORACLE SISTERS - Asc. Scorpio.
REBEKKA BLÖNDAL - Lítið ljóð.
DRUGDEALER & KATE BOLLINGER - Pictures.
TALKING HEADS - This Must Be The Place.
KIRIYAMA FAMILY - Disaster.
Atkvæði verða greidd um vantrauststillögu þingmanna Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórnina á Alþingi í kvöld. Umræður um tillöguna eiga að hefjast klukkan fimm. Við ætlum að heyra í Höskuldi Kára Schram fréttamanni sem staddur er niðrá Alþingi hér á eftir. Og auðvitað verðum við síðan með puttann á púlsinum hér í seinnihluta þáttar þegar umræðurnar eiga sér stað.
Í nýrri færslu á vefsíðu FÍB kemur fram að FÍB hefur óskað eftir aðgerðum af hálfu Neytendastofu vegna ófremdarástands við gjaldtöku á bílastæðum í borginni.
FÍB segir fjölda félagsmanna hafa haft samband til að kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir fá vegna þess að bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt að ruglast á þeim. Í greininni er talað um græðisvæðingu þeirra fyrirtækja sem sjá um bílastæðin, of mikinn fjölda og í raun sé þetta eins og villta vestrið. Runólfur Ólafsson er formaður FÍB hann verður á línnunni hjá okkur á eftir.
Leiksýningin And Björk of course hefur verið til sýninga hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur en nú er búið að setja sýninguna upp í Borgarleikhúsinu. Leikritið er eftir Þorvald Þorsteinsson og fjallar um ólíkar persónur sem koma saman á sjálfshjálparnámsekiði til að finna sig. VIð ætlum að fá til okkar á eftir þær Grétu Kristínu Ómarsdóttur leikstjóra verksins og Maríu Hebu leikkonu sem fer með aðalhlutverkið í sýningunni.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings lagði til á fundi ráðsins í síðustu viku að hafinn verði undirbúningur að því að koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaða og félagasamtaka. Við ætlum að heyra í Helenu á eftir og spyrja hana nánar út í þetta og hvaða þýðingu verkefni sem þetta geti haft á mótttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu.
En við byrjum á Birni Malquist í Brussel þar sem auka leiðtogafundur fer fram í dag.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Formaður Flokks fólksins sem er fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust, þingrof og nýjar kosningar sagði í umræðum ekki hægt að snúa blindu auga að þeirri vanvirðingu sem fælist í vendingum í ríkisstjórn. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir einsýnt að tillagan byggi á sandi fyrst stjórnarandstaðan standi ekki öll að henni og forsætisráðherra sagði þetta glundroðatillögu.
Barn er drepið eða sært á Gaza á tíu mínútna fresti segir talsmaður Unicef. Hjálparsamtök gagnrýna Ísraelsher fyrir að efna ekki loforð um að opna fyrir frekari flutning neyðargagna þangað.
Ekki verður skólahald í safnskólum fyrir grindvísk börn næsta vetur. Foreldrar og forráðamenn þurfa að sækja um skólavist fyrir börn sín í viðeigandi sveitarfélagi.
Fyrri hluti apríl hefur verið sá kaldasti á öldinni og er þar um að kenna þaulsætinni hæð yfir Grænlandi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
17. apríl 2024
Vantrauststillaga í Alþingi. Harður tónn var í ræðu Ingu Sæland formanns Flokks fólksins við þegar hún flutti tillögum um vantraust, þingrof og nýjar kosningar. Forsætisráðherra sagði tillöguna ýta undir glundroða.
Þúsundir mótmælenda hafa safnast saman dag eftir dag í höfuðborg Georgíu til að mótmæla lögum sem óttast er að verði beitt til að þagga niður í gagnrýni sjálfstæðra fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka.
Forseti Íslands hefur ýmsar formlegar skyldur en þegar þeim sleppir hafa forseta mikið svigrúm til að setja mark sitt á embættið segir Örnólfur Thorsson, fyrrverandi forsetaritari.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Það er af nægu að taka af nýrri tónlist á Kvöldvaktinni þar sem við smellum á fóninn nýjum lögum frá Baby Rose & BadBadNotGood, Jalen Ngonda, Khruangbin, Lorde, Hozier, Mark Knopfler og mörgum fleirum auk þess sem við heyrum nokkra gamla gullmola.
Lagalistinn
Margeir, Matthildur - Put a bullet
MASSIVE ATTACK - Teardrop.
Baby Rose, BADBADNOTGOOD - One Last Dance.
Jalen Ngonda - Here to Stay.
EL MICHELS AFFAIR - C.R.E.A.M.
Khruangbin - Pon Pón.
Lorde - Take Me to the River.
TALKING HEADS - Psycho Killer.
Hozier - Too Sweet.
PJ Harvey, Thom Yorke - This mess we're in.
Lada Sport - Ólína.
Iron and Wine, Fiona Apple - All In Good Time
Kacey Musgraves - Cardinal.
Maggie Rogers - Don't Forget Me.
Mark Knopfler - Two Pairs Of Hands.
Hurray For The Riff Raff - Alibi.
Brown, James & The Famous Flame - Try me.
Black Pumas - Ice Cream (Pay Phone).
Gary Clark Jr., Stevie Wonder - What About The Children
Nia Archives - Cards On The Table.
DAVID BOWIE - Hello Spaceboy (Pet Shop Boys Remix).
The Marias - Run Your Mouth
Chic - Soup for one.
GDRN - Þú sagðir.
THE BRAXTONS - The Boss.
Floni - Engill.
Kaleo - Lonely Cowboy.
Miley Cyrus, Beyoncé - II MOST WANTED.
Blink 182 - ONE MORE TIME.
Linkin Park - Friendly Fire.
RED HOT CHILI PEPPERS - Dark Necessities.
Djo - End of Beginning.
Vampire Weekend - Prep-School Gangsters.
Girl in Red - DOING IT AGAIN BABY.
PIXIES - Monkey Gone To Heaven.
Spacestation - Fokking lagið
Propellerheads ft Shirley Basset - History Repeating
Beth Gibbons - Reaching Out
JóiP x Króli ft Ussel - Í fullri hreinskilni
Blossi - Sírenur
Peggy Gou - 1+1=11
Björk ft Rosalia - Oral (Olof Drejer Remix)
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 7. - 14. apríl 2024.