11:03
Mannlegi þátturinn
Heilsuvera og 1700, viðbrögð við Covid, Sigríður Lára Gunnlaugsd.
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Við töluðum í síðustu viku við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars um álag og langa bið hjá heilsugæslunni. Hún talaði um að oft sé ekki nauðsyn að koma á heilsugæsluna, heldur geti fólk leitað fyrst á heilsuvera.is, bæði í netspjallið og þær upplýsingar sem þar eru, nú eða jafnvel að hringja í 1700 ef erindið er brýnt. En það er ekki víst að allir viti hvernig það gengur fyrir sig og hvernig er best að snúa sér í sambandi við það. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er einmitt rétta manneskjan til að svara þeim spurningum og hún kom til okkar í dag.

Á morgun fer fram opin málstofa í viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Þar mun Grétar Þór Eyþórsson deildarforseti Viðskiptadeildar tala um viðbrögð við Covid 19 faraldrinum á Íslandi: Tilviksrannsókn frá sveitastjórnarstiginu. Í erindinu greinir Grétar frá fyrstu niðurstöðum sínum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Við töluðum við Grétar í dag.

Við heyrðum svo í Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, sjúkraþjálfara á Ísafirði. Hún lauk meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri í fyrra og í meistaraverkefni hennar rannsakaði hún reynslu heilbrigðisstarfsfólks sem sinnti einstaklingum sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík 1995 fyrstu dagana eftir flóðin. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun heilbrigðisstarfsfólksins og kanna hvort þessi lífsreynsla hafi haft áhrif á þeirra líf og störf. Sigríður sagði okkur betur frá rannsókninni og niðurstöðunum í þættinum.

Tónlist í þættinum

Ertu viss / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg)

Landið fýkur burt / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Everybody’s talkin’ / Harry Nilson (Fred Neil)

Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,