Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Snemma í þættinum var umfjöllun um Guðrúnu Á. Símonar. 36 ár eru í dag síðan hún lést og á laugardaginn, 24. febrúar, var öld síðan hún fæddist. Leikið var brot úr viðtali Jökuls Jakobssonar við Guðrúnu frá 1971.
Dregið hefur úr sölu rafbíla. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, rekur samdráttinn til hærra verðs á rafbílum sem stafar af breyttu ívilnanakerfi stjórnvalda. Egill fór yfir sjónarmið sín í spjalli.
Borgþór Arngrímsson fór yfir eitt og annað danskt eins og hann gerir á Morgunvaktinni annan hvern miðvikudag.
Ásahreppur hefur boðið sveitarfélögunum Rangarþingi ytra og Rangárþingi eystra til skrafs og ráðagerða um sameiningu. Valtýr Valtýsson sveitarstjóri spjallaði um sameningarmál og Ásahrepp.
Hlustið góðu vinir - Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Love is all - Deanna Durbin,
Kötturinn Kikki - Guðrún Á. Símonar,
Mvundula Madzi - Lucky Stars Band,
Middelsmand Bunker - C.V. Jörgensen.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Salvör Nordal, Umboðsmaður barna, kom til okkar í dag. Embætti Umboðsmanns barna birti í vikunni upplýsingar um bið barna eftir þjónustu, eins og embættið hefur gert frá því í febrúar 2022, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum með það að markmiði að varpa ljósi á stöðuna hverju sinni. Upplýsingarnar hafa verið uppfærðar á sex mánaða fresti, til að fylgjast með þróuninni. Í stuttu máli hafa niðurstöðurnar sýnt að alls staðar mæta börnin biðlistum og í langflestum tilvikum eru biðlistarnir að lengjast. Salvör fór með okkur yfir nýjustu stöðuna í þættinum.
Flugfælni er nokkuð sem getur verið afar hamlandi og komið í veg fyrir að fólk ferðist með flugvélum, bæði innanlands og til annara landa. Kvíðameðferðarstöðin í samvinnu við Icelandair býður uppá námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni og virðist gefa góða raun. Í lok námskeiðs er farið með flugi til einhverra af áfangastöðum flugfélagsins, út og heim aftur samdægurs og þáttakendur bera saman bækur sínar eftir á. Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur kom til okkar í þáttinn.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkortinu verður sagt frá rysjóttri tíð og fleiri raunum sem hafa dunið yfir Eyjamenn að undanförnu. Að því loknu er stríðið í Úkraínu til umfjöllunar sem og fleiri mál erlendis eins og kosningabaráttan í Bandaríkjunum þar sem söngstjarnan Taylor Swift er komin í brennidepil. Og í lokin talaði Magnús um hið sérkennilega mál Julian Assange sem bíður í fangelsi eftir örlögum sínum sem ráðast á næstunni fyrir breskum dómstól.
Tónlist í þættinum:
Presley / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Grafík, texti Rúnar Þórisson)
Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (erlent lag, texti Iðunn Steinsdóttir)
Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson)
Tell me Margarita / Les Baxter (DR & Les Baxter)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi tekið upp launaviðræður við önnur félög án samráðs við Eflingu og Starfsgreinasambandið; ræða eigi verkfallsaðgerðir við baklandið. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útilokað að klára kjarasamninga fyrir vikulok.
Smáskjálftavirkni í kvikuganginum á Reykjanesskaga í nótt er ekki talin gefa vísbendingar um að gos sé að hefjast. Sterk gaslykt hefur fundist í Reykjanesbæ, er frá nýja hrauninu og virkjuninni í Svartsengi.
Formaður Flokks fólksins segir að Matvælastofnun sé með allt niðrum sig varðandi blóðmerahald. Yfirdýralæknir sé ekki starfi sínu vaxinn og skipta þurfi um. Þá sé Ísteka með kúgunartilburði gagnvart blóðbændum.
Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Ekkja hans ávarpaði Evrópuþingið í morgun og segir að baráttunni fyrir betra Rússlandi ekki lokið.
Hjálparsamtökin Solaris áætla að koma sautján Palestínumönnum frá Gaza til Egyptalands á allra næstu dögum. Sjálfboðaliði segir ekkert hæft í sögusögnum um að samtökin beiti mútum til að koma fólki yfir landamærin.
Lögregla rannsakar atvik á Reykjanesbraut þar sem rútubílstjóri ók á fleygiferð á móti umferð svo alvarleg hætta skapaðist.
Mun fleiri tóku þátt í mótmælum gegn Bandaríkjaforseta, í forvali Demókrata í Michigan í gær, en skipuleggjendur bjuggust við. Tugþúsundir greiddu Biden ekki atkvæði; eitthvað sem gæti komið sér illa í forsetakosningunum í nóvember.
Ásahreppur vill hefja viðræður við Rangárþing ytra og Rangáþing eystra um sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjóri Ásahrepps segir ástæðuna vera breytt lög um íbúafjölda sveitarfélaga.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM í kvöld. Sænska liðið varð í fjórða sæti á HM í desember og íslensku leikmennirnir búast við erfiðum leik.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ragnar Jónsson hefur starfað í íslensku lögreglunni í meira en þrjá áratugi. Undanfarin 23 ár hefur hann þó sérhæft sig í tilteknum kima lögreglustarfsins: blóði. Hann er blóðferlafræðingur hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skoðar hvernig blóð hagar sér og skilur söguna sem það skilur eftir sig. Nýverið tók hann við stöðu forseta Evrópudeildar alþjóðasamtaka blóðferlafræðinga, sem telur um 600 sérfræðinga, og segir tengslin, samtalið og leitina að sannleikanum gera það að verkum að hann er enn með stjörnur í augunum þegar hann lýsir því sem hann vinnur við. Sunna Valgerðardóttir talar við Ragnar um blóð, glæpi og vísindi í þætti dagsins.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hvernig getur það farið ef ríkisstofnanir fara að nýta gervigreindina til að vinna persónuupplýsingar um borgara, fela henni það jafnvel alfarið. Félag forstöðumanna Ríkisstofnana hélt í gær málþing um gervigreind og þar talaði meðal annarra Inga Amal Hasan, lögfræðingur hjá Persónuvernd. Það er nefnilega að ýmsu að huga. Við ræðum við Ingu.
Nýr forseti Landssambands ungmennafélaga var kjörinn um helgina en það eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi með meira en fjörutíu aðildarfélög. Sylvía Martinsdóttir er þessi nýi forseti og hún ætlar að segja okkur frá þeim málefnum sem brenna á ungu fólki.
Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall um húðina og örveruflóruna.
Tónlist:
Bobby Hebb - Sunny.
Procol Harum - A whiter shade of pale.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Landsímalína.
Víkingar er leikið hlaðvarp í níu hlutum sem byggir á frásögnum frá víkingatímanum. Þetta er saga um fólk sem lifði í okkar heimi fyrir þúsund árum síðan. Hún fjallar um háskafarir og hrottaleg rán. Um sjóferðir vestur yfir Atlantshafið og lengst austur í Asíu. Um ævintýri sem áttu eftir að breyta Norðurlöndunum öllum.
Fjórar persónur eru í forgrunni, Ragnar Loðbrók, Guðríður Þorbjarnardóttir, Ingigerður Ólafsdóttir og Haraldur Harðráði.
Þáttaröðin Víkingar var unnin af sænska ríkisútvarpinu SR með stuðningi frá Nordvision sjóðnum, NRK, DR og RÚV. Verkið sækir innblástur í heimildir á borð við Íslendingasögurnar og aðrar norrænar fornsögur en nýtir sér möguleika skáldskaparins þegar við á.
Haraldur snýr aftur til Noregs þar sem hann ætlar að hefna dauða bróður síns og ná aftur norsku krúnunni, en um þessar mundir stjórnar bróðursonurinn Magnús landinu.
Sögumaður: Tinna Hrafnsdóttir
Þórólfur, hirðskáld Haralds Harðráða: Sveinn Geirsson.
Höfundar texta og hljóðmyndar: Ulla Svensson, Emelie Rosenqvist, Mathilda von Essen og David Rune.
Þýðandi: Salka Guðmundsdóttir
Hljóðvinnsla: Gísli Kjaran Kristjánsson
Tónlist: Matti Bye
Leikstjóri: Tinna Hrafnsdóttir
Umsjónarmenn fá gesti í hljóðver sem ræða um sjálfsmynd frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson.
Fjallað er um það hvernig málið og menningin fléttast saman; hvernig uppruninn, sagan með öllum sínum samskiptum og átökum til okkar daga er fólgin í tungumálunum sem við tölum. Málin geyma fortíðina í sér um leið og þau endurspegla völd og hugmyndir fyrri tíma um hvaðeina; hvað sé jákvætt og rétt og hvernig hlutirnir eigi að vera - þótt við séum alltaf í óvissu um hvort komi fyrst, tungumálið eða samfélagið sem mótar tungumálið. Ótvírætt er þó að við notum tungumálin sem valdatæki í samskiptum kynja, stétta og þjóða. Dæmi um þetta má taka af stjórnmálum og skólum, hvort sem er í samskiptum milli einstaklinga, Íslendinga við fólk af öðrum málsamfélögum eða í átökum stórvelda á alþjóðavísu. Heimurinn sveiflast fyrir áhrif tungumálsins. Enn er það svo að vald yfir orðræðunni færir fólki veraldleg völd og þá ríður á að vera fyrstur að tileinka sér nýja miðla hverju sinni, hvort sem það er smáskeytatíst og aðrir samfélagsmiðlar, raunveruleikasjónvarp, kvikmyndatækni, útvarp, dagblöð, prentaðar bækur, handskrifaðar eða munnlega mælskulistin. Þau sem hafa nýtt sér nýjustu aðferðir hverju sinni við að miðla tungutakinu hafa með því náð að mynda nýja valdahópa sem hafa komist til áhrifa í krafti nýrrar miðlunar.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í þætti dagsins heyrum við af upplifun Trausta Ólafssonar af gamanrokksöngleiknum Hark sem frumsýndur var í síðustu viku í Tjarnabíói. Síðan tekur svipmynd af Skáldakollektífunni Yrkjum við.
Yrkjur er skáldakollektífa ungra kvenna sem stofnuð var í byrjun árs 2022. Markmið þeirra er að skapa samfélag þar sem ungir höfundar geta komið saman, lært hver af öðrum og komið sér á framfæri, hvort sem er á upplestrarkvöldum, í vinnustofum eða með bókaútgáfu. Yrkjur hófu starfsemi sínu með því að bjóða upp á ritsmiðju á Hátíðinni á Borðeyri en vöktu mikla athygli þegar þær hleyptu af stað ljóðakvöldum í Mengi síðasta vor þar sem ungskáld úr öllum áttum fengu tækifæri til að koma fram, tjá sig, prófa sig áfram og kynnast hvert öðru.
Kollektífuna Yrkjur skipa þær Ása Þorsteinsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir, Jana Björg Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir og Steinunn Kristín Guðnadóttir. Þær eiga það allar sameiginlegt að skrifa og leggja stund á nám allt frá bókmenntafræði yfir í ensku, frönsku, kennaranám og myndlist. Fyrir svipmynd dagsins fáum við tvo meðlimi kollektífunnar í hljóðstofu, þær Ásu Þorsteinsdóttur og Ragnheiði Guðjónsdóttur og ræðum við þær vítt og breitt um kollektífuna.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Víkingar vakna - er frasi og jafnvel lífsspeki Guðmundar Emils Jóhannssonar, einkaþjálfara, en hann er betur þekktur sem Gemil. Og þessa lífsspeki boðar hann á samfélagsmiðlum af fullum krafti. Hann er vöðvatröll og brennur heitt fyrir heilsurækt. Og hann vill að víkingar vakni. En hvað eru víkingar og er eftirsóknarvert að líkjast þeim? Við hefjum þá rannsókn á samtali við Þóri Jónsson Hraundal.
Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona og pistlahöfundur, er búsett í Kaupmannahöfn. Þar hefur hún verslað þungarokksgítara og húsgögn á sölusíðu á netinu, og haldið stofutónleika heima hjá sér.
Bankastræti 12 er eitt af þekktustu húsum miðbæjarins, en þar hefur Prikið verið til húsa síðan um miðja síðustu öld. Á síðasta ári var ráðist í töluverðar breytingar á húsinu, en efri hæð þess hýsir nú nýja hönnunarstofu sem nefnist Strik Studio. Við kynnumst starfsemi Striks og skoðum okkur um á þessari sögufrægu efri hæð.
Lagalisti:
Gemil - Víkingar
Sly & The Family Stone - If It Were Left Up To Me
Hand Habits - No Difference
Haruomi Hosono, Mac DeMarco - Boku Wa Chotto
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Forysta og samninganefnd Eflingar ræða í kvöld hvort boða eigi til verkfalls til að knýja fram launahækkanir. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir samningagerð langt komna og vonast til að samningar takist innan skamms.
Viðvarandi læknaskortur er mjög alvarlegt mál segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Álag á alla heilbrigðisstarfsmenn er mikið og stór hluti vinnutíma lækna fer í að skrá upplýsingar. Um leið gefst minni tími til að sinna sjúklingum.
Maður sem lögregla telur eiga aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar var handtekinn þegar hann kom til landsins í gær. Maðurinn hélt heim til Íslands frá Taílandi þegar Interpol lýsti eftir honum.
Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta kemur fyrir þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Nefndin ákveður hvort ákæra eigi forsetann fyrir spillingu.
Áframhald meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Fjarðalista í Fjarðabyggð er til umræðu eftir að fulltrúi Fjarðalista greiddi ein atkvæði gegn tillögu þverpólitísks starfshóps um nýtt fyrirkomulag fræðslumála í sveitarfélaginu á bæjarstjórnarfundi í gær.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
28. febrúar 2024
Allnokkrar umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um fyrirhugaðar breytingar á orkulögum, sem miðuðust að því að tryggja forgang heimila og minni raforkunotenda að rafmagni, ef til skömmtunar kæmi, á kostnað stórnotenda. Sumar umsagnir voru jákvæðar, aðrar neikvæðar, en eitt voru nánast allir umsagnaraðilar þó sammála um: Til að tryggja raforkuöryggi og nægt framboð þarf að virkja meira. Því er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í sjálfu sér ekki ósammála, en þar með er vandinn ekki leystur. Ævar Örn Jósepsson ræðir við orkumálastjóra.
Rússar gætu endað á því að greiða að stórum hluta fyrir enduruppbyggingu í Úkraínu og jafnvel fyrir vopnasendingar þangað. Það veltur á áformum vestrænna ríkja að nota um þrjú hundruð milljarða evra sem rússnesk stjórnvöld eiga - en eru frystar í bankastofnunum beggja vegna Atlantshafsins. Stærstur hluti þessara fjármuna liggur á reikningum fjármálastofnunar í Brussel. Björn Malmquist segir frá.
Áhyggjur stjórnvalda í Suður-Kóreu af sílækkandi fæðingartíðni hafa ratað í fréttir um árabil - og enn aukast áhyggjurnar. Samkvæmt nýrri samantekt hagstofunnar í Seúl dróst hún saman um hátt í átta prósent í fyrra frá árinu á undan. Þetta þýðir að fjöldi barna sem hver suðurkóresk kona eignast á lífsleiðinni er kominn niður í 0,72 en var 0,78 börn árið 2022. Útlit er fyrir að að óbreyttu lækki fæðingartíðnin niður í 0,68 börn á þessu ári. Þetta þýðir að þjóðinni fækkar nokkuð mikið og nokkuð hratt. Ásgeir Tómasson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum sópransöngkonunnar Katharinu Ruckgaber, barítónsögvarans Marcus Farnsworth og Sholto Kynoch píanóleikara sem fram fóru í Fundacion Juan March í Madrid á síðasta ári.
Á efnisskrá eru sönglög og atriði úr óperum eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert og Joseph Haydn.
Umsjón: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hvernig getur það farið ef ríkisstofnanir fara að nýta gervigreindina til að vinna persónuupplýsingar um borgara, fela henni það jafnvel alfarið. Félag forstöðumanna Ríkisstofnana hélt í gær málþing um gervigreind og þar talaði meðal annarra Inga Amal Hasan, lögfræðingur hjá Persónuvernd. Það er nefnilega að ýmsu að huga. Við ræðum við Ingu.
Nýr forseti Landssambands ungmennafélaga var kjörinn um helgina en það eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi með meira en fjörutíu aðildarfélög. Sylvía Martinsdóttir er þessi nýi forseti og hún ætlar að segja okkur frá þeim málefnum sem brenna á ungu fólki.
Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall um húðina og örveruflóruna.
Tónlist:
Bobby Hebb - Sunny.
Procol Harum - A whiter shade of pale.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Landsímalína.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Víkingar vakna - er frasi og jafnvel lífsspeki Guðmundar Emils Jóhannssonar, einkaþjálfara, en hann er betur þekktur sem Gemil. Og þessa lífsspeki boðar hann á samfélagsmiðlum af fullum krafti. Hann er vöðvatröll og brennur heitt fyrir heilsurækt. Og hann vill að víkingar vakni. En hvað eru víkingar og er eftirsóknarvert að líkjast þeim? Við hefjum þá rannsókn á samtali við Þóri Jónsson Hraundal.
Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona og pistlahöfundur, er búsett í Kaupmannahöfn. Þar hefur hún verslað þungarokksgítara og húsgögn á sölusíðu á netinu, og haldið stofutónleika heima hjá sér.
Bankastræti 12 er eitt af þekktustu húsum miðbæjarins, en þar hefur Prikið verið til húsa síðan um miðja síðustu öld. Á síðasta ári var ráðist í töluverðar breytingar á húsinu, en efri hæð þess hýsir nú nýja hönnunarstofu sem nefnist Strik Studio. Við kynnumst starfsemi Striks og skoðum okkur um á þessari sögufrægu efri hæð.
Lagalisti:
Gemil - Víkingar
Sly & The Family Stone - If It Were Left Up To Me
Hand Habits - No Difference
Haruomi Hosono, Mac DeMarco - Boku Wa Chotto
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Lagalisti:
NÝDÖNSK - Klæddu Þig.
Bríet - Rólegur kúreki.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.
GROOVE ARMADA - At The River.
U2 - Angel Of Harlem.
Klemens Hannigan - Don't Want to Talk About It.
AMY WINEHOUSE - Love is a losing game.
Musgraves, Kacey - Deeper Well.
FRANK OCEAN - Lost.
THE FLAMING LIPS - Do You Realize?.
ROOF TOPS - Söknuður.
Hurray For The Riff Raff - Alibi.
Frazer, Aaron - If I Got It (Your Love Brought It).
Siffre, Labi - It must be love.
ISLEY BROTHERS - This Old Heart Of Mine (Is Weak For You).
Áshildur Linnet kemur til okkar að ræða stefnumótun Félagsmálaráðuneytisins í málefnum innflytjenda.
Fótboltaunendur eru með hugann við grasið um þessar mundir. Lofar einstaklega grænt gras á völlum góðu eða þýðir það að vorið verði slæmt og sumarið því verra? Við ræðum þau mál við Guðríði Helgadóttur garðyrkjufræðing.
Við ræðum við Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík og tökum stöðuna á jarðhræringum á Reykjanesskaga og viðbúnaði.
Nú eru kjördæmadagar og þingmenn fara út í kjördæmi sín og hitta kjósenda, sveitarstjórnarfólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Við ætlum að ræða við Andrés Jónsson, almannatengil, um þessa daga, áhrif á kjósendur og sérstaklega samfélagsmiðlanotkun flokkanna, sem eru virkir í þessari viku, en þeir hafa tekið nokkrum breytingum á síðustu mánuðum.
Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur kíkir til okkar.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Hjartagosar létu gamminn gjósa út um alla trissur í dag.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-28
TODMOBILE - Eilíf ró.
SSSÓL - Einmana.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Bráðum kemur betri tíð.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
STRAUMAR OG STEFÁN - Það Er Í Lagi.
USHER - Yeah.
KK - Á æðruleysinu.
Hera Björk Þórhallsdóttir - Scared of Heights.
VAN MORRISON - Brown Eyed Girl.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fjöllin og fjarlægðin.
LAND OG SYNIR - Birtir Til.
Murad, Bashar - Wild West.
SUPERGRASS - Alright.
Ty Dolla $ign, West, Kanye - Good (Don't Die) (Explicit).
Cage the Elephant - Neon Pill.
Benni Hemm Hemm, Kórinn - Ekki núna.
T REX - Get it on.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Myndi falla.
Black Pumas - Mrs. Postman.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
STJÓRNIN - Láttu Þér Líða Vel.
VÆB - Bíómynd.
SIMON & GARFUNKEL - Bridge Over Troubled Water.
ALANIS MORISSETTE - You oughta know.
KÁRI - Sleepwalking.
NICKELBACK, NICKELBACK - How You Remind Me.
JET BLACK JOE - Wasn't For You.
BLUR - Parklife.
Anna Fanney Kristinsdóttir - Skýjaborgir.
LOUIS FONSI - Despacito (ft. Justin Bieber & Daddy Yankee).
UNDERTONES - Teenage kicks.
SÓLDÖGG - Svört Sól.
Júlí Heiðar - Farfuglar.
DURAN DURAN - The Seventh Stranger (80).
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi tekið upp launaviðræður við önnur félög án samráðs við Eflingu og Starfsgreinasambandið; ræða eigi verkfallsaðgerðir við baklandið. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útilokað að klára kjarasamninga fyrir vikulok.
Smáskjálftavirkni í kvikuganginum á Reykjanesskaga í nótt er ekki talin gefa vísbendingar um að gos sé að hefjast. Sterk gaslykt hefur fundist í Reykjanesbæ, er frá nýja hrauninu og virkjuninni í Svartsengi.
Formaður Flokks fólksins segir að Matvælastofnun sé með allt niðrum sig varðandi blóðmerahald. Yfirdýralæknir sé ekki starfi sínu vaxinn og skipta þurfi um. Þá sé Ísteka með kúgunartilburði gagnvart blóðbændum.
Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Ekkja hans ávarpaði Evrópuþingið í morgun og segir að baráttunni fyrir betra Rússlandi ekki lokið.
Hjálparsamtökin Solaris áætla að koma sautján Palestínumönnum frá Gaza til Egyptalands á allra næstu dögum. Sjálfboðaliði segir ekkert hæft í sögusögnum um að samtökin beiti mútum til að koma fólki yfir landamærin.
Lögregla rannsakar atvik á Reykjanesbraut þar sem rútubílstjóri ók á fleygiferð á móti umferð svo alvarleg hætta skapaðist.
Mun fleiri tóku þátt í mótmælum gegn Bandaríkjaforseta, í forvali Demókrata í Michigan í gær, en skipuleggjendur bjuggust við. Tugþúsundir greiddu Biden ekki atkvæði; eitthvað sem gæti komið sér illa í forsetakosningunum í nóvember.
Ásahreppur vill hefja viðræður við Rangárþing ytra og Rangáþing eystra um sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjóri Ásahrepps segir ástæðuna vera breytt lög um íbúafjölda sveitarfélaga.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM í kvöld. Sænska liðið varð í fjórða sæti á HM í desember og íslensku leikmennirnir búast við erfiðum leik.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Lovísa stýrði Popplandi dagsins og var í góðum gír. Allt með hefðbundnu sniði, plata vikunnar á sínum stað, Ljósið og Ruslið með Benna Hemm. Söngvakeppnis lög og allskonar meira spennandi.
Moses Hightower - Nýfallið regn.
Drugdealer - Pictures of You.
Arlo Parks & Lous and The Yakuza - I'm Sorry.
HJALTALÍN - 7 years.
Motels, The - Only The Lonely.
TALKING HEADS - Psycho Killer.
200.000 NAGLBÍTAR - Hæð Í Húsi.
Ensími - New leaf.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Is This Love.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
Grande, Ariana - Yes, and?.
Anita - Downfall.
Benni Hemm Hemm, Kórinn - Frosinn.
Bogomil Font & Greiningardeildin - Sjóddu frekar egg.
THE CARS - Drive.
Boone, Benson - Beautiful Things.
EMILÍANA TORRINI - Me And Armini.
Númer 3 - Feluleik.
Taylor Swift - Is It Over Now (Taylor's Version).
Luke Combs - Fast Car.
Friðrik Dór - Aftur ung (Dansaðu við mig).
PRINCE - When doves cry.
KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.
MGMT - Nothing To Declare.
DAVID BOWIE - Fame.
ST. VINCENT - Pay Your Way In Pain.
VÆB - Bíómynd.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
Tyla - Water.
ELÍN HALL - Rauðir draumar.
Ilsey - No California.
Axel Flóvent - Have This Dance.
ROLLING STONES - Gimme Shelter.
KALEO - Hey Gringo.
ÓLAFUR BJARKI - Yfirhafinn.
BLUR - Parklife.
STEVIE NICKS - Edge of Seventeen.
JUSTICE & TAME IMPALA - One Night/All Night.
PURPLE DISCO MACHINE & ÁSDÍS - Beat of Your Heart.
OLIVIA NEWTON-JOHN - Magic.
DINA ÖGON - Tombola 94.
JUNGLE - Back on the 74.
LEON BRIDGES - Beyond.
BENNI HEMM HEMM - Ljósið.
GDRN - Ævilangt.
KACEY MUSGRAVES -Deeper Well.
Í fréttaskýringarþættinum Kveik í gær var fjallað um blóðmerahald og við ætlum að fylgja umfjölluninni eftir. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir skrifaði grein um blóðmerahaldið í janúar 2022 og nálgast m.a. blóðtökurnar, blóðmagnið og hvernig hryssurnar fara í ástand lærðs hjálparleysis þar sem þær eru bundnar á básana, lítið sem ekkert tamdar. Mikið hugrekki að stíga fram sem dýralæknir og tala gegn þessum iðnaði.
Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar til ársins 2027 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í byrjun mánaðarins. Áætlunin er fyrsta stafræna brunavarnaáætlun landsins og markar samþykkt hennar stór tímamót í stafrænni lausn fyrir slökkviliðin. Hvað þýðir þetta nákvæmlega? Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri fer yfir það með okkur hér á eftir.
Könnun um traust á kerfum og stofnununum landsins var kunngerð í gær. Þar mátti meðal annars sjá að bankakerfið er lægst í könnunni og hefur verið um árabil með stuttum hléum, síðan eftir bankahrunið. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, kemur til okkar og ræðir um traust á bankakerfinu.
Matarsóun er gríðarlega stórt vandamál í heiminum. Nýjustu rannsóknir sýna að 160 kg fara í ruslið á hvern íbúa hér á landi. Mest fer í ruslið í frumframleiðslu og heima hjá okkur. En er eitthvað til ráða? Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er að fara að halda fyrirlestur í Borgarbókasafninu Sólheimum á morgun en fyrst kemur hún til okkar og segir okkur aðeins af því hvernig við getum lagt okkar að mörkum við að minnka þessa sóun.
Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um rúmlega fjóra milljarða króna vegna ólöglegs samráðs við Eimskip síðasta sumar. Í síðustu viku sögðu VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda skaðann fyrir samfélagið vera 63 milljarðar, og neytendur einir hefðu orðið fyrir 26 milljarða króna skaða vegna samráðsins. Reglugerð, til þess að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn vegna slíkra brota, hefur legið óhreyfð á borði viðskiptaráðherra í tíu ár. Lilja Alfreðsdóttir kemur til okkar og fræðir okkur um þessa evróputilskipun sem virðist ekki nást samstaða um.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Forysta og samninganefnd Eflingar ræða í kvöld hvort boða eigi til verkfalls til að knýja fram launahækkanir. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir samningagerð langt komna og vonast til að samningar takist innan skamms.
Viðvarandi læknaskortur er mjög alvarlegt mál segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Álag á alla heilbrigðisstarfsmenn er mikið og stór hluti vinnutíma lækna fer í að skrá upplýsingar. Um leið gefst minni tími til að sinna sjúklingum.
Maður sem lögregla telur eiga aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar var handtekinn þegar hann kom til landsins í gær. Maðurinn hélt heim til Íslands frá Taílandi þegar Interpol lýsti eftir honum.
Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta kemur fyrir þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Nefndin ákveður hvort ákæra eigi forsetann fyrir spillingu.
Áframhald meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Fjarðalista í Fjarðabyggð er til umræðu eftir að fulltrúi Fjarðalista greiddi ein atkvæði gegn tillögu þverpólitísks starfshóps um nýtt fyrirkomulag fræðslumála í sveitarfélaginu á bæjarstjórnarfundi í gær.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
28. febrúar 2024
Allnokkrar umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um fyrirhugaðar breytingar á orkulögum, sem miðuðust að því að tryggja forgang heimila og minni raforkunotenda að rafmagni, ef til skömmtunar kæmi, á kostnað stórnotenda. Sumar umsagnir voru jákvæðar, aðrar neikvæðar, en eitt voru nánast allir umsagnaraðilar þó sammála um: Til að tryggja raforkuöryggi og nægt framboð þarf að virkja meira. Því er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í sjálfu sér ekki ósammála, en þar með er vandinn ekki leystur. Ævar Örn Jósepsson ræðir við orkumálastjóra.
Rússar gætu endað á því að greiða að stórum hluta fyrir enduruppbyggingu í Úkraínu og jafnvel fyrir vopnasendingar þangað. Það veltur á áformum vestrænna ríkja að nota um þrjú hundruð milljarða evra sem rússnesk stjórnvöld eiga - en eru frystar í bankastofnunum beggja vegna Atlantshafsins. Stærstur hluti þessara fjármuna liggur á reikningum fjármálastofnunar í Brussel. Björn Malmquist segir frá.
Áhyggjur stjórnvalda í Suður-Kóreu af sílækkandi fæðingartíðni hafa ratað í fréttir um árabil - og enn aukast áhyggjurnar. Samkvæmt nýrri samantekt hagstofunnar í Seúl dróst hún saman um hátt í átta prósent í fyrra frá árinu á undan. Þetta þýðir að fjöldi barna sem hver suðurkóresk kona eignast á lífsleiðinni er kominn niður í 0,72 en var 0,78 börn árið 2022. Útlit er fyrir að að óbreyttu lækki fæðingartíðnin niður í 0,68 börn á þessu ári. Þetta þýðir að þjóðinni fækkar nokkuð mikið og nokkuð hratt. Ásgeir Tómasson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Ólafur Páll Gunnarsson leikur tónlist úr ýmsum áttum með sínu nefi.
Í Hálftíma vikunnar eru tónlistarhjónin Tina Dico og Helgi Hrafn Jónsson í aðalhlutverki.
Tina er fædd í Árósum 1977 og Helgi á Seltjarnarnesi 1979. Þau eiga 3 börn og búa á Seltjarnarnesinu. Þau eru þessa dagana á stuttu tónleikaferðalagi um Evrópu bara tvö. Þau halda sína stærstu tónleika á Íslandi til þessa í Eldborg 15. mars nk.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Þá er það miðvikudags Kvöldvaktin og á henni er boðið upp á nýtt og ferskt frá Elín Hall, Beyoncé, Norah Jones, Future Islands, The Bleachers, Daða Frey, Dua Lipa, Everything Everything, Sprints, Nadine Shah og fleirum og fleirum.
Lagalistinn
Elín Hall - Manndráp af gáleysi.
Beyoncé - Texas Hold 'Em
MUGISON - Haglél.
Jones, Norah - Running.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
Future Islands - The Thief.
Hot Chip - Boy from school.
Fred again.., Obongjayar - Adore u.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor
Bleachers hljómsveit - Tiny Moves.
THE STROKES - 12:51.
JAM & SPOON - Stella
Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter.
Lipa, Dua - Training Season.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
Shygirl, SG Lewis - Mr useless.
JAYDEE - Plastic dreams
Floni - Engill
Justice - Generator
Black Keys, The - Beautiful People (Stay High).
Everything Everything - The End of the Contender.
Cage the Elephant - Neon Pill.
Foster the people - Helena Beat.
Nadine Shah - Topless Mother.
Elbow - Lovers' Leap.
Howard, Brittany - Prove It To You.
Jack White - Love Is Blindness.
Sprints - Up And Comer (bonus track wav).
FRANK BLACK - Headache.
Hurray For The Riff Raff - Alibi.
Rogers, Maggie - Don't Forget Me.
KURT VILE - Loading Zones.
Bill Ryder-Jones - If Tomorrow Starts Without Me.
Smile, The - Friend Of A Friend.
Beth Gibbons - Floating On A Moment.
Benni Hemm Hemm, Kórinn - Valið er ekkert.
Snoop Doggy Dogg - Murder was the case (remix).
Ízleifur og Daniil - Bossed Up
Úlfur Úlfur - Myndi falla.
Goddard., Cat Burns - Wasted Youth.
Nia Archives - Crowded Roomz.
Little Simz - Mood Swings
Chase & Status - Baddadam
187 Lockdown - Gunman
Bicep - Chroma 001 Helium
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 18. - 25. febrúar 2024.