13:00
Samfélagið
Gervigreind og persónuvernd, það sem brennur á ungu fólki, málfar og vísindaspjall
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Hvernig getur það farið ef ríkisstofnanir fara að nýta gervigreindina til að vinna persónuupplýsingar um borgara, fela henni það jafnvel alfarið. Félag forstöðumanna Ríkisstofnana hélt í gær málþing um gervigreind og þar talaði meðal annarra Inga Amal Hasan, lögfræðingur hjá Persónuvernd. Það er nefnilega að ýmsu að huga. Við ræðum við Ingu.

Nýr forseti Landssambands ungmennafélaga var kjörinn um helgina en það eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi með meira en fjörutíu aðildarfélög. Sylvía Martinsdóttir er þessi nýi forseti og hún ætlar að segja okkur frá þeim málefnum sem brenna á ungu fólki.

Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall um húðina og örveruflóruna.

Tónlist:

Bobby Hebb - Sunny.

Procol Harum - A whiter shade of pale.

SPILVERK ÞJÓÐANNA - Landsímalína.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,