11:03
Mannlegi þátturinn
Biðlistar barna, flugfælninámskeið og póstkort frá Magnúsi
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Salvör Nordal, Umboðsmaður barna, kom til okkar í dag. Embætti Umboðsmanns barna birti í vikunni upplýsingar um bið barna eftir þjónustu, eins og embættið hefur gert frá því í febrúar 2022, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum með það að markmiði að varpa ljósi á stöðuna hverju sinni. Upplýsingarnar hafa verið uppfærðar á sex mánaða fresti, til að fylgjast með þróuninni. Í stuttu máli hafa niðurstöðurnar sýnt að alls staðar mæta börnin biðlistum og í langflestum tilvikum eru biðlistarnir að lengjast. Salvör fór með okkur yfir nýjustu stöðuna í þættinum.

Flugfælni er nokkuð sem getur verið afar hamlandi og komið í veg fyrir að fólk ferðist með flugvélum, bæði innanlands og til annara landa. Kvíðameðferðarstöðin í samvinnu við Icelandair býður uppá námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni og virðist gefa góða raun. Í lok námskeiðs er farið með flugi til einhverra af áfangastöðum flugfélagsins, út og heim aftur samdægurs og þáttakendur bera saman bækur sínar eftir á. Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur kom til okkar í þáttinn.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkortinu verður sagt frá rysjóttri tíð og fleiri raunum sem hafa dunið yfir Eyjamenn að undanförnu. Að því loknu er stríðið í Úkraínu til umfjöllunar sem og fleiri mál erlendis eins og kosningabaráttan í Bandaríkjunum þar sem söngstjarnan Taylor Swift er komin í brennidepil. Og í lokin talaði Magnús um hið sérkennilega mál Julian Assange sem bíður í fangelsi eftir örlögum sínum sem ráðast á næstunni fyrir breskum dómstól.

Tónlist í þættinum:

Presley / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Grafík, texti Rúnar Þórisson)

Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (erlent lag, texti Iðunn Steinsdóttir)

Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Tell me Margarita / Les Baxter (DR & Les Baxter)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,