20:40
Samfélagið
Gervigreind og persónuvernd, það sem brennur á ungu fólki, málfar og vísindaspjall
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Hvernig getur það farið ef ríkisstofnanir fara að nýta gervigreindina til að vinna persónuupplýsingar um borgara, fela henni það jafnvel alfarið. Félag forstöðumanna Ríkisstofnana hélt í gær málþing um gervigreind og þar talaði meðal annarra Inga Amal Hasan, lögfræðingur hjá Persónuvernd. Það er nefnilega að ýmsu að huga. Við ræðum við Ingu.

Nýr forseti Landssambands ungmennafélaga var kjörinn um helgina en það eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi með meira en fjörutíu aðildarfélög. Sylvía Martinsdóttir er þessi nýi forseti og hún ætlar að segja okkur frá þeim málefnum sem brenna á ungu fólki.

Við heyrum málfarsmínútu og Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall um húðina og örveruflóruna.

Tónlist:

Bobby Hebb - Sunny.

Procol Harum - A whiter shade of pale.

SPILVERK ÞJÓÐANNA - Landsímalína.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,