16:05
Víðsjá
Hark og svipmynd af kollektífu / Yrkjur
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Í þætti dagsins heyrum við af upplifun Trausta Ólafssonar af gamanrokksöngleiknum Hark sem frumsýndur var í síðustu viku í Tjarnabíói. Síðan tekur svipmynd af Skáldakollektífunni Yrkjum við.

Yrkjur er skáldakollektífa ungra kvenna sem stofnuð var í byrjun árs 2022. Markmið þeirra er að skapa samfélag þar sem ungir höfundar geta komið saman, lært hver af öðrum og komið sér á framfæri, hvort sem er á upplestrarkvöldum, í vinnustofum eða með bókaútgáfu. Yrkjur hófu starfsemi sínu með því að bjóða upp á ritsmiðju á Hátíðinni á Borðeyri en vöktu mikla athygli þegar þær hleyptu af stað ljóðakvöldum í Mengi síðasta vor þar sem ungskáld úr öllum áttum fengu tækifæri til að koma fram, tjá sig, prófa sig áfram og kynnast hvert öðru.

Kollektífuna Yrkjur skipa þær Ása Þorsteinsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir, Jana Björg Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir og Steinunn Kristín Guðnadóttir. Þær eiga það allar sameiginlegt að skrifa og leggja stund á nám allt frá bókmenntafræði yfir í ensku, frönsku, kennaranám og myndlist. Fyrir svipmynd dagsins fáum við tvo meðlimi kollektífunnar í hljóðstofu, þær Ásu Þorsteinsdóttur og Ragnheiði Guðjónsdóttur og ræðum við þær vítt og breitt um kollektífuna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,