23:05
Lestin
Víkingar vakna, gítarkaup & stofutónleikar, Strik Studio
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Víkingar vakna - er frasi og jafnvel lífsspeki Guðmundar Emils Jóhannssonar, einkaþjálfara, en hann er betur þekktur sem Gemil. Og þessa lífsspeki boðar hann á samfélagsmiðlum af fullum krafti. Hann er vöðvatröll og brennur heitt fyrir heilsurækt. Og hann vill að víkingar vakni. En hvað eru víkingar og er eftirsóknarvert að líkjast þeim? Við hefjum þá rannsókn á samtali við Þóri Jónsson Hraundal.

Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona og pistlahöfundur, er búsett í Kaupmannahöfn. Þar hefur hún verslað þungarokksgítara og húsgögn á sölusíðu á netinu, og haldið stofutónleika heima hjá sér.

Bankastræti 12 er eitt af þekktustu húsum miðbæjarins, en þar hefur Prikið verið til húsa síðan um miðja síðustu öld. Á síðasta ári var ráðist í töluverðar breytingar á húsinu, en efri hæð þess hýsir nú nýja hönnunarstofu sem nefnist Strik Studio. Við kynnumst starfsemi Striks og skoðum okkur um á þessari sögufrægu efri hæð.

Lagalisti:

Gemil - Víkingar

Sly & The Family Stone - If It Were Left Up To Me

Hand Habits - No Difference

Haruomi Hosono, Mac DeMarco - Boku Wa Chotto

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,