22:05
Rokkland
Patri!k og Dundur
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Í Rokklandi dagsins eru í aðalhlutverki tveir ólíkir tónlistarmenn: Dundur (Guðmundur Höskuldsson) frá Neskaupsstað sem sendi frá sér plötuna Tilvera síðasta haust, intrumental-plata þar sem gítar og Hammond-orgel eru í aðalhlutverki, og svo Patri!k (Prettyboitjokko) frá Hafnarfirði sem heldur betur kom, sá og sigraði á árinu sem leið.

Er aðgengilegt til 05. febrúar 2025.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
e
Endurflutt.
,