Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Pétur Þorsteinsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Við huguðum að Grindvíkingum í þætti dagsins. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, ræddi við okkur. Hún er ein þeirra sem fór inn í bæinn í gær til að sækja eigur sínar. Hún sagði frá erfiðu ástandi á mörgum vígstöðum, mörgum finnist sem þokist of hægt í því að leysa úr málefnum bæjarbúa.
Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason okkur meðal annars frá tíðindum sem bárust út um Þýskaland um helgina, þess efnis að eftir tvö ár er von á nýjum líftæknilyfjum við krabbameini. Fyrirtækið Biontech hefur þróað þessi nýju lyf en það var í fararbroddi við þróun bóluefnis gegn covid-19 á sínum tíma.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar rýndi í afkomu nokkurra fyrirtækja á síðasta ári, sagði frá nýju greiðslukerfi sem Seðlabankinn er með í smíðum og frá þróun á íbúðamarkaði.
Tónlist:
Melanie - Pebbles in the sand.
Melanie - Brand new key.
Melanie, Hawkins, Edwin Singers - Lay down (candles in the rain).
Lindenberg, Udo - Wir ziehen in den Frieden.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa getur verið í hættu. Það getur reynst erfitt að greina vandann en það gerir einmitt Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur og hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því hvað hægt er að gera í svona tilvikum.
Undanfarin ár hefur hugtakið gigg- hagkerfið hljómað í auknum mæli,sérstaklega á Covid tímabilinu og í kjölfar þess. Talsverður fjöldi fólks kýs að vinna ekki í svokölluðum 9-5 vinnum heldur í verkefnum, eða giggum. Þetta getur verið tónlistarfólk, sviðslistafólk, fólk í ýmis konar iðnaðarstörfum, bílstjórar, sérfræðingar í hundalabbi og fleiri. Aron Bergmann Magnússon, sem hefur unnið við fjölbreytt gigg-störf og Önnu Katrínu Halldórsdóttur, frá Alfreð.is, komu í þáttinn og töluðu um að vinna á þessum forsendum. Þau sögðu okkur frá nýja appinu Giggó, sem er eins konar markaðstorg fyrir gigg, hvort sem fólk er að leita eftir einhverjum til að vinna verk fyrir sig, eða er að leita sér að verkefnum.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo til okkar í heilsuspjall í dag. Hún ætlar að tala í dag um ilmefni í kremum, þvottaefnum og fleiru. Hún sagði til dæmis frá þalötum, sem eru mjög víða, aðallega í plastefnum og ilmefnum og geta haft talsverð áhrif á okkur.
Tónlist í þættinum í dag:
Fjórir kátir þrestir / Egill Ólafsson og Edda Heiðrún Backman (erlent lag, texti e. Jón Sigurðsson)
Lipurtá / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)
Allentown / Billy Joel (Billy Joel)
Mississippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Bjarni M. Bjarnason rithöfundur. Bjarni er höfundur yfir tuttugu bóka og hefur hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, og Bókmenntaverðaun Halldórs Laxness. Skáldsögur eftir hann hafa tvisvar verið tilnefndar til hinna Íslensku Bókmenntaverðlauna, núna síðast sögulega skáldsagan Dúnstúlkan í þokunni, sem kom út fyrir jólin 2023.
Útvarpsfréttir.
Aðgerðapakki fyrir fasteignaeigendur í Grindavík verður kynntur í lok vikunnar að sögn fjármálaráðherra.
Enn kemur til greina að samið verði um sex vikna vopnahlé á Gaza. Varnarmálaráðherra Ísraels segir hins vegar að landhernaður færist senn nær landamæraborginni Rafah, um helmingur Gazabúa hefur leitað þar skjóls undan átökunum.
Stríðið á Gaza er nemendum í Hagaskóla svo ofarlega í huga að þeir fóru í skólaverkfall í morgun og mótmæltu kröftuglega á Austurvelli. Þeir vilja að Ísland beiti sér fyrir vopnahléi og að stríðinu ljúki.
Hundruð þúsunda Sýrlendinga og Tyrkja eru á hrakhólum, ári eftir mannskæða skjálfta. Reiði í garð yfirvalda kraumar enn, í bland við söknuð og trega
Hámark níu fulltrúar munu sitja í Loftslagsráði en ekki fimmtán eins og nú er ef reglugerð umhverfisráðherra um ráðið nær fram að ganga og gert ráð fyrir ákveðinni hæfni þeirra sem í því sitja. Náttúruverndarsamtökin telja ráðlegra að breyta lögum um ráðið áður en sett sé reglugerð og umhverfisráðgjafi vill draga reglugerðardrögin til baka.
Allt stefnir í uppnám í filippseyskum stjórnmálum þar sem helstu ættarveldi eru komin í hár saman.
Stúdentar vilja draga úr óvissu í námslánakerfiinu og segja ósanngjarnt að afföll vegna lána annarra námsmanna lendi á þeim sem greiða sitt.
Enn er unnið að endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Ríkisendurskoðandi fylgist með kostnaðaraukningu sáttmálans og Fossvogsbrúar en segir ekkert ákveðið um hvort stofnunin ræðst í úttekt.
Sveitarstjórinn í Langanesbyggð segir að treysta þurfi fjölmarga innviði í sveitarfélaginu eigi Finnafjarðarverkefnið að verða að veruleika. Sveitarfélagið hefur gert tveggja ára samning við innviðaráðuneytið vegna verkefnisins.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hvernig á að fá grunnskólakennara til að kenna kynfræðslu? Hvernig má styðja betur við þá og gera kennsluna markvissari? Þetta rannsakaði Íris Valsdóttir í meistaraverkefni sínu í kennslufræðum. Íris hefur sjálf kennt á miðstigi í grunnskóla og þekkir óöryggi þegar kemur að kynfræðslu og hvernig skuli bera sig að af eigin raun. Í rannsókninni tók hún viðtöl við sjö skólastarfsmenn; umsjónarkennara, náttúrufræðikennara, íþróttakennara og skólahjúkrunarfræðing og í þessum viðtölum kom fram að það skorti yfirsýn og samræmda nálgun, að það beri enginn einn ábyrgð á kynfræðslunni, hún sé oft af skornum skammti og kennarar einir á báti þegar kemur að því að útfæra hana.
Nú stendur yfir reglulegt námskeið á vegum Umhverfisstofnunar fyrir landverði en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum um allt land. Kristín Ósk Jónasdóttir hefur umsjón með landvarðanámskeiðum Umhverfisstofnunar og ræðir þau við okkur.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, ræðir við okkur um íslenskt mál og gaurinn sem við grípum stundum til þegar við viljum lýsa einhverju sem við munum ekki hvað heitir, vitum ekki hvað heitir eða vantar einfaldlega orð á íslensku yfir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Stephan Stephensen ákvað að leggja upp í ævintýraför með President Bongo, aukasjálfi sínu, og gera 24 plötu röð með ýmsum listamönnum og allskonar tónlist. Ævintýraröðin er hálfnuð og í þættinum segir hann frá plötum númer sex til tólf.
Lagalisti:
Uwaga - Pleasure Thief
President Bongo - Á annan veg
Áki Ásgeirsson - Port
Gluteus Maximus - I am the Vocalist
The Emotional Carpenters - Submission Part II
Rangifer tarandus - Sumar
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Vegna fjölda áskorenda verður hér litið öðru sinni í bókina Síðasta skip suður eftir Jökul Jakobsson og Baltasar sem út kom fyrir 60 árum og fjallar um mannlíf og samfélag í Flatey og á fleiri Breiðafjarðareyjum. Hér segir frá selveiðum og búskap í Flatey og síðan rifjaðar upp minningar um ýmsa mektarmenn í Flatey á 19. öld - Ólaf Sívertsen, Eirík Kúld, Brynjólf Benedictsen og Matthías Jochumsson.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi, eftir Harald Sigurðsson skipulagsfræðing, hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Haraldur hefur eftir þrjátiu ára störf við skipulagsmál enn trú á sömu hlutum og toguðu hann upphaflega í nám til Toronto. Mikilvægast af öllu sé verndun náttúrunnar, að nýta landið vel og með kynslóðir framtíðar í huga. Að sama skapi sé fjölbreytt húsnæði, blöndun félagshópa og lækkun húsnæðiskostnaðar mikilvægasta verkefnið. Haraldur verður gestur okkar í dag.
Vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans hófst á Björtuloftum í Hörpu í síðasta mánuði en tónleikar á þeirra vegum munu fara fram á hverju miðvikudagskvöldi fram í lok máimánaðar. Næsta miðvikudagskvöld verður dúettakvöld og stíga á stokk tveir nokkuð framsæknir dúettar. Annars vegar eru það Tumi Torfason og Bjarni Már Ingólfsson og hins vegar Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Elíassen. Við ræðum við einn útsendara úr hverri sveit í þætti dagsins, þá Tuma og Sölva.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Við byrjum á því að gera okkur ferð á nytjamarkað í Kópavogi og spyrjum viðskiptavini stóru spurningarinnar, hverju ertu að leita að?
Hjalti Freyr Ragnarsson nældi sér í nýjasta Andrés Andar-blaðið á dögunum. Hann rýnir í gripinn.
Marvaða Creations er sköpunarkjarni og tónlistarútgáfa sem hóf störf í Reykjavík á síðasta ári. Arnbjörg María Danielsen segir okkur frá starfseminni.
Lagalisti:
neonme - Yet again
Kónguló, neonme - The Water In Me
Varna GL - Pilarngar
neonme - Princess
Varna GL - Celebration
neonme - Wait
Jonathan Hodge - Airwaves
Kamiya - MU Cristal
World Brain - The Pangaean Anthem
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Forsætisráðherra segir að búið sé að senda gögn um Palestínumenn á Gaza, sem mega koma hingað vegna fjölskyldusameiningar - en framkvæmdin sé flókin.
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi nýtur ekki friðhelgi fyrir meinta glæpi sína í forsetastól.
Ákvörðun ríkislögreglustjóra frá því um miðjan janúar, um brottflutning íbúa frá Grindavík, hefur verið framlengd til 19. febrúar.
Löng og djúp sprunga kom í ljós í íþróttahúsinu í Grindavík, þegar gervigrasi var flett af gólfinu þar í dag.
Björgunarsveitir, Landhelgisgæslan og fleiri, segjast hafa tapað milljónum í viðskiptum um bátakaup. Bátar hafi verið pantaðir og greiddir að hluta, en þeir aldrei skilað sér.
Sjómannasamband Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa skrifað undir kjarasamning.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forsvarsmenn fyrirtækja fengu að fara inn í Grindavík í dag að bjarga verðmætum. Meðal þeirra var Stefán Kristjánsson eigandi fiskvinnslunnar Einhamars, sem er reyndar staðráðinn í að halda áfram sínum rekstri í bænum um leið og færi gefst. Arnar Björnsson fréttamaður hitti hann í aðgerðinum í dag, þegar var verið að bjarga 150 tonnum af beitu. Tækin ætlar hann ekki að fara með úr bænum.
Bragi Valgeirsson myndatökumaður segir frá því þegar hann fór inn í Grindavík í dag og myndaði meðal annars þegar gervigrasi var flett af gólfinu í íþróttahúsinu. Þar blasti við löng og að því er talið 10 metra djúp sprunga sem sást ekki á meðan gervigrasið lá þar yfir.
Ljóst er að áhugi á áfangastaðnum Íslandi er enn mikill og fyrirspurnir erlendra fjölmiðla orðnar meira í takt við það sem var áður en umbrotin við Grindavík hófust, segir Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu á Íslandsstofu.
Leiðtogi sértrúarsafnaðar í Kenía og hátt í þrjátíu samverkamenn hans voru í dag ákærðir fyrir að hafa orðið tæplega tvö hundruð börnum að bana. Á fimmta hundrað lík hafa fundist nálægt höfuðstöðvum safnaðarins.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þætti dagsins ætlum við að fræðast um klukkur og hvernig þær urðu til. Hvenær fórum við mennirnir að reyna að mæla tímann og er hægt að skilgreina hann á einhvern hátt? Hvers konar uppfinningar voru fyrstu klukkurnar og hvenær var klukkan samstillt á Íslandi? Hvað er Greenwich og hvernig tengist sá staður því hvað klukkan er? Ef ég fer í ferðalag og þarf að breyta klukkunni minni 3 klukkutíma afturábak, er ég þá að fara til baka í tíma?
Ýmsar skemmtilegar vangaveltur um tímann og klukkur.
Sérfræðingur þáttarins er: Þorsteinn Vilhjálmsson
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá kammertónleikum á tónlistarhátíðinni í Ernen í Sviss í ágúst s.l.
Bogdan Bozovic fiðluleikari, Manuel Hofer víóluleikari, Samuel Niederhauser sellóleikari og píanóleikararnir Alasdair Beatson, Jean-Sélim Abdelmoula og Paolo Giacometti leika verk eftir Johann Sebastian Bach, György Kurtág, Zoltán Kodály og Pjotr Tsjajkofskíj.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hvernig á að fá grunnskólakennara til að kenna kynfræðslu? Hvernig má styðja betur við þá og gera kennsluna markvissari? Þetta rannsakaði Íris Valsdóttir í meistaraverkefni sínu í kennslufræðum. Íris hefur sjálf kennt á miðstigi í grunnskóla og þekkir óöryggi þegar kemur að kynfræðslu og hvernig skuli bera sig að af eigin raun. Í rannsókninni tók hún viðtöl við sjö skólastarfsmenn; umsjónarkennara, náttúrufræðikennara, íþróttakennara og skólahjúkrunarfræðing og í þessum viðtölum kom fram að það skorti yfirsýn og samræmda nálgun, að það beri enginn einn ábyrgð á kynfræðslunni, hún sé oft af skornum skammti og kennarar einir á báti þegar kemur að því að útfæra hana.
Nú stendur yfir reglulegt námskeið á vegum Umhverfisstofnunar fyrir landverði en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum um allt land. Kristín Ósk Jónasdóttir hefur umsjón með landvarðanámskeiðum Umhverfisstofnunar og ræðir þau við okkur.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, ræðir við okkur um íslenskt mál og gaurinn sem við grípum stundum til þegar við viljum lýsa einhverju sem við munum ekki hvað heitir, vitum ekki hvað heitir eða vantar einfaldlega orð á íslensku yfir.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Við byrjum á því að gera okkur ferð á nytjamarkað í Kópavogi og spyrjum viðskiptavini stóru spurningarinnar, hverju ertu að leita að?
Hjalti Freyr Ragnarsson nældi sér í nýjasta Andrés Andar-blaðið á dögunum. Hann rýnir í gripinn.
Marvaða Creations er sköpunarkjarni og tónlistarútgáfa sem hóf störf í Reykjavík á síðasta ári. Arnbjörg María Danielsen segir okkur frá starfseminni.
Lagalisti:
neonme - Yet again
Kónguló, neonme - The Water In Me
Varna GL - Pilarngar
neonme - Princess
Varna GL - Celebration
neonme - Wait
Jonathan Hodge - Airwaves
Kamiya - MU Cristal
World Brain - The Pangaean Anthem
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Kjartan Orri Þórsson, kennari við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Írans, var gestur okkar í upphafi þáttar. Við ræddum útbreiðslu átaka í Mið-Austurlöndum en Bandaríkin hafa hafið loftárásir á hópa í Írak og Sýrlandi sem sagðir eru studdir af Íran.
Mislingar greindust á Landspítala á laugardag. Við ætlum að tókum stöðuna á Barnaspítala Hringsins með Valtý Stefánssyni Thors barnasmitsjúkdómalækni á Barnaspítalanum.
Björn Kristjánsson, bílasérfræðingur og tækniráðgjafi hjá FÍB, spjallaði við okkur um kínverska bílaframleiðandann BYD, Build your Dreams.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, var gestur okkar eftir átta fréttir. Við ræddum vaxtaákvörðunina á morgun, stöðuna í Grindavík og fleira.
Þingmennirnir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Birgir Þórarinsson komu til okkar að ræða fjölskyldusameiningu og á hverju hún strandar.
Vísindayfirferð með Sævari Helga Bragasyni.
Lagalisti:
Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.
Kári - Sleepwalking.
Kings of Convenience - I'd rather dance with you (radio mix).
Michael Kiwanuka - Home Again.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
Laufey - Everything I know about love.
GDRN - Ævilangt.
Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?
National, The, Bridgers, Phoebe - Laugh Track.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Doddi var einn með Hjartagosa í dag þar sem Andri sinn var veikur heima.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-06
BUBBI & ALDA DÍS - Í hjarta mér.
Bee Gees - Love you inside out.
Axel Flóvent - Have This Dance.
BRONSKI BEAT - Smalltown boy.
KK - Þetta lag er um þig.
SUGABABES - Freak Like Me.
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
BJÖRK - Human Behaviour.
SPENCER DAVIS GROUP - Gimme Some Lovin'.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
Black Keys, The - Beautiful People (Stay High).
PIXIES - Gigantic.
Dougan, Rob - Clubbed to death (radio edit).
Sigur Rós - Gold.
Heiðrún Anna Björnsdóttir - Þjakaður af ást.
STJÓRNIN - Hamingjumyndir.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Kraftwerk - The Model.
Black Pumas - Mrs. Postman.
LOU REED - Walk On The Wild Side.
THE BEACH BOYS - Good Vibrations.
PULP - Common People '96.
NIRVANA - Smells Like Teen Spirit.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.
PLÁHNETAN & BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Ég Vissi Það.
Gosi - Ófreskja.
RAVEN & RÚN - Handan við hafið.
Superserious - Coke Cans.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
SIMPLE MINDS - Speed Your Love to Me.
GDRN - Ævilangt.
M.I.A. - Paper Planes.
JUNE LODGE - Someone loves you honey (80).
Timberlake, Justin - Selfish.
Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.
Warmland - Voltage.
GusGus - Rivals.
Júlí Heiðar - Farfuglar.
Mugison - Gúanó kallinn.
RED BARNETT - For a friend.
DONNA SUMMER - I Feel Love.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aðgerðapakki fyrir fasteignaeigendur í Grindavík verður kynntur í lok vikunnar að sögn fjármálaráðherra.
Enn kemur til greina að samið verði um sex vikna vopnahlé á Gaza. Varnarmálaráðherra Ísraels segir hins vegar að landhernaður færist senn nær landamæraborginni Rafah, um helmingur Gazabúa hefur leitað þar skjóls undan átökunum.
Stríðið á Gaza er nemendum í Hagaskóla svo ofarlega í huga að þeir fóru í skólaverkfall í morgun og mótmæltu kröftuglega á Austurvelli. Þeir vilja að Ísland beiti sér fyrir vopnahléi og að stríðinu ljúki.
Hundruð þúsunda Sýrlendinga og Tyrkja eru á hrakhólum, ári eftir mannskæða skjálfta. Reiði í garð yfirvalda kraumar enn, í bland við söknuð og trega
Hámark níu fulltrúar munu sitja í Loftslagsráði en ekki fimmtán eins og nú er ef reglugerð umhverfisráðherra um ráðið nær fram að ganga og gert ráð fyrir ákveðinni hæfni þeirra sem í því sitja. Náttúruverndarsamtökin telja ráðlegra að breyta lögum um ráðið áður en sett sé reglugerð og umhverfisráðgjafi vill draga reglugerðardrögin til baka.
Allt stefnir í uppnám í filippseyskum stjórnmálum þar sem helstu ættarveldi eru komin í hár saman.
Stúdentar vilja draga úr óvissu í námslánakerfiinu og segja ósanngjarnt að afföll vegna lána annarra námsmanna lendi á þeim sem greiða sitt.
Enn er unnið að endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Ríkisendurskoðandi fylgist með kostnaðaraukningu sáttmálans og Fossvogsbrúar en segir ekkert ákveðið um hvort stofnunin ræðst í úttekt.
Sveitarstjórinn í Langanesbyggð segir að treysta þurfi fjölmarga innviði í sveitarfélaginu eigi Finnafjarðarverkefnið að verða að veruleika. Sveitarfélagið hefur gert tveggja ára samning við innviðaráðuneytið vegna verkefnisins.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi Gunnars og Lovísa voru umsjónarmenn þáttarins þennan þriðjudaginn. Plata vikunnar á sínum stað, fullt af nýju íslensku, lag úr söngvakeppninni, nýja lagið með Loga Pedro, Ásdísi og Hildi, nýtt frá Mumford and Sons og fleirum.
Bogomil Font & Greiningardeildin - Sjóddu frekar egg.
MAGIC! - Rude.
Ilsey - No California.
MARK RONSON & LYKKE LI - Late Night Feelings.
Superserious - Coke Cans.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
Paul Russell - Lil Boo Thang.
Hildur - Þúsund skyssur.
PETER GABRIEL - Solsbury Hill.
Stefán Hilmarsson - Í Fylgsnum Hjartans.
DAFT PUNK - Get Lucky.
BECK - Tropicalia.
Friðrik Dór - Fuðrum upp.
FLORENCE AND THE MACHINE - Spectrum.
Loreen - Tattoo.
GUS GUS - David [Radio Edit].
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
CALEB KUNLE - All in your head.
Tyla - Water.
Frank Ocean - Ivy (Explicit).
Zach Bryan & Kacey Musgraves - I Remember Everything.
Pale Moon - I confess.
ÁSGEIR TRAUSTI - Nýfallið regn.
Mumford and Sons & Pharrell Williams - Good People.
Bobby Caldwell - What You Won't Do For Love.
Mitski - My Love Mine All Mine.
LORDE - Royals.
Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.
FM Belfast - Par Avion.
JÚNÍUS MEYVANT - Neon Experience.
CMAT - Stay For Something.
SKUNK ANANSIE - Hedonism.
CAGE THE ELEPHANT - Neon Pill.
DAÐI & GAGNAMAGNIÐ - 10 Years.
CEASSETONE - RÓ.
EMILÍANA TORRINI - Big Jumps.
FRIÐRIK DÓR - Að sumri til.
UXI - Bridges.
GOSSIP - Real Power.
GORILLAZ - Rock the House.
LIL NAS X - J Christ.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Björgunarsveitin birti færslu í gær á Facebook þar sem þau héldu því fram að fyrirtækið Sportbátar hefðu svikið sig um níu milljónir króna þegar þeir seldu þeim Zodiac bát sem aldrei skilaði sér. Við ræðum við Hafdísi Einarsdóttur formann Skagfirðingasveitarinnar, sem er björgunarsveit Skagafjarðar, um þennan meinta slöngubátasvindlara.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innanríkisráðherra, lagði fram frumvarp gegn lóðabraski á dögunum. Frumvarpinu er ætlað að gera sveitarfélögum kleift að taka lóðir út úr samþykktu deiliskipulagi ef lóðarhafi hefur ekki sótt um byggingarleyfi fimm árum eftir úthlutun lóðarinnar. Sigurður Ingi kemur til okkar og útskýrir hverju hann vill ná fram með þessum breytingum.
Það brá eflaust einhverjum í brún í gær þegar fregnir bárust af því að sjálfur konungur breska heimsveldisins, væri kominn með krabbamein. Við fáum til okkar fréttamanninn Önnu Lilju Þórisdóttur sem veit meira um bresku konungsfjölskylduna en hinn venjulegi maður.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, ferðaðist ásamt sendinefnd til Basúr, sjálfstjórnarsvæðis Kúrda innan Íraks, með það að markmiði að kynna sér aðstæður, kortleggja pólitíkina og tala fyrir því að stuðningur fáist fyrir friðarviðræðum í Tyrklandi við Kúrda. Markmiðið er ansi göfugt, en Kúrdar hafa eldað grátt silfur við Tyrki í áratugi. Ögmundur kemur til okkar og lýsir þessu ferðalagi og hvort það sé yfirhöfuð raunhæft að koma á friði á milli þessara aðila.
Í dag fór fram umræða í borgarstjórn Reykjavíkur um flugvallarstæði í Hvassahrauni. Sjálfstæðisflokkurinn setti fram tillögu þar sem hann óskaði eftir því að fallið yrði frá áformum um flugvöll í Hvassahrauni og að fallið yrði samhliða frá frekari fjárframlögum borgarinnar til rannsókna á Hvassahrauni sem mögulegu flugvallarstæði. Við ætlum að heyra í Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni á eftir og spyrja hana nánar út í þessa tillögu.
Lagalisti:
Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.
FIRST AID KIT - My Silver Lining.
Lizzo - About Damn Time.
GDRN - Ævilangt.
KACEY MUSGRAVES - Space Cowboy.
Celebs - I Love My Siblings.
Flott - Með þér líður mér vel.
NOAH AND THE WHALE - 5 Years Time.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Forsætisráðherra segir að búið sé að senda gögn um Palestínumenn á Gaza, sem mega koma hingað vegna fjölskyldusameiningar - en framkvæmdin sé flókin.
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi nýtur ekki friðhelgi fyrir meinta glæpi sína í forsetastól.
Ákvörðun ríkislögreglustjóra frá því um miðjan janúar, um brottflutning íbúa frá Grindavík, hefur verið framlengd til 19. febrúar.
Löng og djúp sprunga kom í ljós í íþróttahúsinu í Grindavík, þegar gervigrasi var flett af gólfinu þar í dag.
Björgunarsveitir, Landhelgisgæslan og fleiri, segjast hafa tapað milljónum í viðskiptum um bátakaup. Bátar hafi verið pantaðir og greiddir að hluta, en þeir aldrei skilað sér.
Sjómannasamband Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa skrifað undir kjarasamning.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forsvarsmenn fyrirtækja fengu að fara inn í Grindavík í dag að bjarga verðmætum. Meðal þeirra var Stefán Kristjánsson eigandi fiskvinnslunnar Einhamars, sem er reyndar staðráðinn í að halda áfram sínum rekstri í bænum um leið og færi gefst. Arnar Björnsson fréttamaður hitti hann í aðgerðinum í dag, þegar var verið að bjarga 150 tonnum af beitu. Tækin ætlar hann ekki að fara með úr bænum.
Bragi Valgeirsson myndatökumaður segir frá því þegar hann fór inn í Grindavík í dag og myndaði meðal annars þegar gervigrasi var flett af gólfinu í íþróttahúsinu. Þar blasti við löng og að því er talið 10 metra djúp sprunga sem sást ekki á meðan gervigrasið lá þar yfir.
Ljóst er að áhugi á áfangastaðnum Íslandi er enn mikill og fyrirspurnir erlendra fjölmiðla orðnar meira í takt við það sem var áður en umbrotin við Grindavík hófust, segir Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu á Íslandsstofu.
Leiðtogi sértrúarsafnaðar í Kenía og hátt í þrjátíu samverkamenn hans voru í dag ákærðir fyrir að hafa orðið tæplega tvö hundruð börnum að bana. Á fimmta hundrað lík hafa fundist nálægt höfuðstöðvum safnaðarins.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Hildur - Þúsund skyssur.
Klemens Hannigan - Don't Want to Talk About It.
MjöMjö - Strákapör.
Sunna Margrét - Come With Me.
Þórunn Salka - Sumar í febrúar.
Seabear - Cut my Hair.
Taugadeildin hljómsveit - Guðir hins ny?ja ti?ma.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Það er bara einn þriðjudagur í viku og við fögnum því með nýrri tónlist á Kvöldvaktinni þar sem Bogomil Font, Badbadnotgood, Teiti Magnússyni, Teddy Swims, Páli Óskar, Purple Disco Machine, Justice, Gusgus og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
RODRIGUEZ - Sugar Man.
BADBADNOTGOOD ft Reggie - Take What's Given.
Teitur Magnússon - Fjöllin og fjarlægðin.
KENNY ROGERS & THE FIRST EDITION - Just Dropped In.
Teddy Swims - Lose Control.
AMY WINEHOUSE - Back To Black.
Black Keys - Beautiful People (Stay High).
Ólafur Bjarki Bogason - Yfirhafinn.
Black Pumas - Mrs. Postman.
GRIMES - Genesis.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart
Ariana Grande - Yes, and?.
GusGus - Rivals.
Justice - Generator
Brittany Howard - Prove It To You.
Warmland - Voltage.
Cage the Elephant - Neon Pill.
PREFAB SPROUT - Faron Young.
Julian Civilian - Þú straujar hjarta mitt.
Hasar - Drasl.
My Bloody Valentine - Only Shallow.
Sprints - Heavy.
Purrkur Pillnikk - Hvað get ég gert.
Four Tet - Loved.
21 Savage - Redrum
AR Paisley, Mxrci, Sidhu Moose Wala - Drippy.
Kanye West ft Dwele - Flashing Lights.
Magdalena - Never enough.
Ella Henderson, Rudimental - Alibi.
Goddard., Cat Burns - Wasted Youth.
Nia Archives - Crowded Roomz.
Baby Keem, Fred again.. - Leavemealone
Beabadoobee - Glue Song.
GDRN - Ævilangt.
Elín Hall - Manndráp af gáleysi.
Taylor Swift - Willow.
Youth Lagoon - Football
Lana Del Rey - Brooklyn Baby
The National ft Phoebe Bridgers - Laugh Track
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Rokklandi dagsins eru í aðalhlutverki tveir ólíkir tónlistarmenn: Dundur (Guðmundur Höskuldsson) frá Neskaupsstað sem sendi frá sér plötuna Tilvera síðasta haust, intrumental-plata þar sem gítar og Hammond-orgel eru í aðalhlutverki, og svo Patri!k (Prettyboitjokko) frá Hafnarfirði sem heldur betur kom, sá og sigraði á árinu sem leið.