16:05
Síðdegisútvarpið
Slöngubátasvindl, lóðabrask og átök Kúrda
Síðdegisútvarpið

Björgunarsveitin birti færslu í gær á Facebook þar sem þau héldu því fram að fyrirtækið Sportbátar hefðu svikið sig um níu milljónir króna þegar þeir seldu þeim Zodiac bát sem aldrei skilaði sér. Við ræðum við Hafdísi Einarsdóttur formann Skagfirðingasveitarinnar, sem er björgunarsveit Skagafjarðar, um þennan meinta slöngubátasvindlara.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innanríkisráðherra, lagði fram frumvarp gegn lóðabraski á dögunum. Frumvarpinu er ætlað að gera sveitarfélögum kleift að taka lóðir út úr samþykktu deili­skipu­lagi ef lóðar­hafi hef­ur ekki sótt um bygg­ing­ar­leyfi fimm árum eft­ir út­hlut­un lóðar­inn­ar. Sigurður Ingi kemur til okkar og útskýrir hverju hann vill ná fram með þessum breytingum.

Það brá eflaust einhverjum í brún í gær þegar fregnir bárust af því að sjálfur konungur breska heimsveldisins, væri kominn með krabbamein. Við fáum til okkar fréttamanninn Önnu Lilju Þórisdóttur sem veit meira um bresku konungsfjölskylduna en hinn venjulegi maður.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, ferðaðist ásamt sendinefnd til Basúr, sjálfstjórnarsvæðis Kúrda innan Íraks, með það að markmiði að kynna sér aðstæður, kortleggja pólitíkina og tala fyrir því að stuðningur fáist fyrir friðarviðræðum í Tyrklandi við Kúrda. Markmiðið er ansi göfugt, en Kúrdar hafa eldað grátt silfur við Tyrki í áratugi. Ögmundur kemur til okkar og lýsir þessu ferðalagi og hvort það sé yfirhöfuð raunhæft að koma á friði á milli þessara aðila.

Í dag fór fram umræða í borgarstjórn Reykjavíkur um flugvallarstæði í Hvassahrauni. Sjálfstæðisflokkurinn setti fram tillögu þar sem hann óskaði eftir því að fallið yrði frá áformum um flugvöll í Hvassahrauni og að fallið yrði samhliða frá frekari fjárframlögum borgarinnar til rannsókna á Hvassahrauni sem mögulegu flugvallarstæði. Við ætlum að heyra í Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni á eftir og spyrja hana nánar út í þessa tillögu.

Lagalisti:

Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.

FIRST AID KIT - My Silver Lining.

Lizzo - About Damn Time.

GDRN - Ævilangt.

KACEY MUSGRAVES - Space Cowboy.

Celebs - I Love My Siblings.

Flott - Með þér líður mér vel.

NOAH AND THE WHALE - 5 Years Time.

Er aðgengilegt til 05. febrúar 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,