15:03
Frjálsar hendur
Síðasta skip suður 2
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Vegna fjölda áskorenda verður hér litið öðru sinni í bókina Síðasta skip suður eftir Jökul Jakobsson og Baltasar sem út kom fyrir 60 árum og fjallar um mannlíf og samfélag í Flatey og á fleiri Breiðafjarðareyjum. Hér segir frá selveiðum og búskap í Flatey og síðan rifjaðar upp minningar um ýmsa mektarmenn í Flatey á 19. öld - Ólaf Sívertsen, Eirík Kúld, Brynjólf Benedictsen og Matthías Jochumsson.

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,