12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 18. september 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Kostnaður bifreiðaeigenda eykst um tugi þúsunda á næsta ári, gangi fyrirhuguð hækkun á bifreiðagjöldum í gegn. Þau hafa þá hækkað um 163 prósent á undanförnum tveimur árum.

Norskir kafarar komu til landsins í gærkvöld og eru leið á Vestfirði þar sem þeir ætla að rekkafa eftir eldislaxi. Kafararnir eru með skutulbyssur og skjóta eldisfiskinn ef færi er á.

Rússar fullyrða að þjóðarmorð sé ástæða innrásarinnar í Úkraínu. Yfirheyrslur hófust í morgun við Alþjóðadómstólinn í Haag um þær fullyrðingar. Rússar krefjast þess að málinu verði vísað frá.

Stjórnarformaður Sorpu segir að smærri sorpbrennslustöðvar gætu mögulega hentað Íslandi betur en sú stóra sem hætt hefur verið við að reisa í Álfsnesi.

Ausandi rigning verður á Austfjörðum í dag og á morgun og appelsínugul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti vegna hættu á flóðum og aurskriðum. Vel er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði og Eskifirði.

Þúsunda er enn saknað eftir flóðin í Líbíu, erfiðlega gengur að bera kennsl á lík. Tugir þúsunda misstu heimili sín og eru í brýnni þörf fyrir hússkjól, hreint vatn og mat.

Magnús Kristinn Magnússon er kominn á lista Interpol yfir týnt fólk. Hann sást síðast á flugvellinum í Dóminíska lýðveldinu fyrir rúmri viku.

Tilverur, fyrsta kvikmynd Ninnu Pálmadóttur leikstjóra í fullri lengd, verður opnunarmynd RIFF í ár. Á dagskrá hátíðarinnar eru meðal annars finnskur fjölskyldufarsi, bandarísk verðlaunamynd og lettneskar teiknimyndir.

Valur vann Stjörnuna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld og kom þannig í veg fyrir að nýkrýndir bikarmeistarar Víkings yrðu Íslandsmeistarar heima í sófa.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,