Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Metfjöldi karla innritaðist í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í haust, eða 26 talsins. Við ræddum þetta við Gísla Kort Kristófersson, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.
Við setningu Alþingis í síðustu viku fjallaði forseti Íslands um þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og sagði meðal annars að í stjórnarskrá mætti vera kveðið á um það sem segir nú þegar í lögum; að íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Þessu veltum við fyrir okkur í þættinum í dag með Eiríki Rögnvaldssyni, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði. Hann fór yfir kosti og galla stjórnarskrárákvæðis um þjóðtunguna upp úr hálf átta.
Alþingi var já sett í síðustu viku en það er víðar en á Íslandi sem pólitíkin er að fara af stað. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins flutti á dögunum stefnuræðu sína á Evrópuþinginu. Í henni komu fram áherslur framkvæmdastjórnarinnar næsta árið en kjörtímabili þingsins lýkur í vor. Björn Malmquist, tíðindamaður Útvarps í Brussel, sagði frá. Von der Leyen var líka á Ítalíu í gær og ræddi innflytjendamál.
Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um ástand mála í Marokkó eftir jarðskjálftann fyrir tíu dögum. Yfir 2.900 létust, þúsundir slösuðust og fjölmargir misstu heimili sín. Dominique Plédel Jónsson þekkir vel til í Marokkó, hún hefur margsinnis heimsótt landið og hóf fjársöfnun fyrir neyðarstarf í landinu fáeinum dögum eftir hamfarirnar.
Tónlist:
Carpenters - Jambalaya.
Cassidy, Eva, London Symphony Orchestra - Autumn Leaves (Radio Edit).
Manal - Niya
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög sem nýleg hljómsveit hefur hljóðritað, en hún heitir Seiseijú. Þeir sem skipa sveitina rifja upp nokkur erlend lög frá áttunda áratugnum. Einni hljóma lög með Dögg, Paradís og Start, en meðlimir Seiseijú voru í þeim hljómsveitum á sínum tíma.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Háskólinn á Bifröst er eini íslenski háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun og á næsta ári er ætlunin að byggja undir þá línu með grunnnámi í Almannavörnum og öryggisfræðum. Áfallastjórnunarnáminu var komið á fyrir nokkrum árum í samstarfi við ýmsa viðbragðsaðila en við heyrum meira um þetta hér á eftir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti og prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst kom í þáttinn í dag.
Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur vinkil í dag eins og vanalega á mánudögum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að bananabrauði, álftum, ísbirni og mengun.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórir Georg Jónsson grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þórir talaði um eftirfarandi bækur:
Our Band could be Your life e. Michael Azerrad
Skugga Baldur e. Sjón
Inadvertend e. Karl Ove Knausgaard
Childhood e. Tove Ditlevsen
Hringadrottinssaga e. Tolkien
Tónlist í þættinum
Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)
Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)
Banana Pancakes / Jack Johnson (Jack Johnson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón Hefur Kári Emil Helgason, hönnuður og þýðandi.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Kostnaður bifreiðaeigenda eykst um tugi þúsunda á næsta ári, gangi fyrirhuguð hækkun á bifreiðagjöldum í gegn. Þau hafa þá hækkað um 163 prósent á undanförnum tveimur árum.
Norskir kafarar komu til landsins í gærkvöld og eru leið á Vestfirði þar sem þeir ætla að rekkafa eftir eldislaxi. Kafararnir eru með skutulbyssur og skjóta eldisfiskinn ef færi er á.
Rússar fullyrða að þjóðarmorð sé ástæða innrásarinnar í Úkraínu. Yfirheyrslur hófust í morgun við Alþjóðadómstólinn í Haag um þær fullyrðingar. Rússar krefjast þess að málinu verði vísað frá.
Stjórnarformaður Sorpu segir að smærri sorpbrennslustöðvar gætu mögulega hentað Íslandi betur en sú stóra sem hætt hefur verið við að reisa í Álfsnesi.
Ausandi rigning verður á Austfjörðum í dag og á morgun og appelsínugul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti vegna hættu á flóðum og aurskriðum. Vel er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði og Eskifirði.
Þúsunda er enn saknað eftir flóðin í Líbíu, erfiðlega gengur að bera kennsl á lík. Tugir þúsunda misstu heimili sín og eru í brýnni þörf fyrir hússkjól, hreint vatn og mat.
Magnús Kristinn Magnússon er kominn á lista Interpol yfir týnt fólk. Hann sást síðast á flugvellinum í Dóminíska lýðveldinu fyrir rúmri viku.
Tilverur, fyrsta kvikmynd Ninnu Pálmadóttur leikstjóra í fullri lengd, verður opnunarmynd RIFF í ár. Á dagskrá hátíðarinnar eru meðal annars finnskur fjölskyldufarsi, bandarísk verðlaunamynd og lettneskar teiknimyndir.
Valur vann Stjörnuna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld og kom þannig í veg fyrir að nýkrýndir bikarmeistarar Víkings yrðu Íslandsmeistarar heima í sófa.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Erum við ein í alheiminum? Þessi risastóra spurning var á dagskránni í síðustu viku, annars vegar á mexíkanska þinginu og hins vegar í höfuðstöðvum NASA. Mexíkanska þingið ræddi hvort þau ættu að vera fyrsta landið í heiminum til að staðfesta tilvist geimvera og Bandaríska geimvísindastofnunin mætti síðar sama dag með geimverugögn, sem reyndust svo ekki nægileg. Sunna Valgerðardóttir reynir að draga fram svör og vangaveltur sem komu fram 14. september í þætti dagsins.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Frisbígolfvöllur, hundagerði, vatnsrennibraut, nú eða endurbætur á körfuboltavellinum í hverfinu. Í gegnum verkefnið hverfið mitt geta íbúar Reykjavíkur haft áhrif á nærumhverfi sitt og kosið framkvæmdir sem þeir vilja að borgin ráðist í. 450 milljónum króna er skipt milli hverfa og svo er kosið og vinsælasta verkefninu væntanlega hrint í framkvæmd. Eiríkur Búi Halldórsson, stýrir þessu verkefni og segir okkur frá því.
Undanþágulyf eru miklu algengari hér en annars staðar á Norðurlöndunum - og ekki vegna lyfjaskorts. Um þetta er fjallað í nýjasta tímariti Læknablaðsins. Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur ræðir þetta við okkur.
Svo lítum við í nokkra kassa á Þjóðskjalasafninu með Hansi Hreinssyni, skjalaverði. Kassarnir eru að þessu sinni úr einkaskjalasafni Tryggva Gunnarssonar, fyrrum alþingismanns, bónda og bankastjóra og ýmislegt sem kemur upp úr krafsinu, meðal annars pípureykjandi apar og nítjándualdardrama af bestu gerð.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum er ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar er rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti er rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu.
Sævar Halldórsson frá Akranesi heillaðist ungur af kvikmyndum. Hann fór til New York til að nema kvikmyndagerð fyrir einum 20 árum. Þar hefur hann síðan búið og starfað, nú undanfarin 14 ár sem starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar „History Channel“. Sævar segir frá New York og starfi sínu í þættinum í dag.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti veltum við fyrir okkur frásögnum flóttafólks og rannsóknum á þeim á sviði bókmenntafræðinnar. Í því samhengi flettum við í bókinni Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri, sem var gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík í vor, en hún skrifar þar um eigin reynslu og annarra af flótta. Við opnum líka splunkunýja skáldsögu eftir Sverri Norland sem kallast Kletturinn, veltum fyrir okkur samskiptum karlmanna, gömlum leyndarmálum og brengluðu gildismati samtímans. En að geyma bók eða ekki geyma, þar er efinn. Við veltum fyrir okkur afskrifuðum bókum á bókasöfnum, hver ákveður hver á að reka bækur á dyr? Eiga bókaunnendur að safna í stafla eða losa sig við bók eftir fyrsta lestur?
Viðmælendur: Guttormur Þorsteinsson bókavörður, Sverrir Norland Rithöfundur og Gunnþórunn Guðmundsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Lesari: Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Óróapúls er önnur platan sem Kári Egilsson gefur út í ár en fyrr á þessu ári gaf hann út sálartónlistarplötuna Palm Trees in the Snow. Á Óróapúlsi má finna 9 frumsamin lög sem Kári tók upp ásamt einvala liði tónlistarmanna í Sundlauginni í Mosfellsbæ í fyrra. Tónlist Kára mun fylgja okkur í þættinum og síðan ræðum einnig við stuttlega við hann um plötuna.
Hver vill kaupa Perluna fyrir 4 milljarða? Nýlega fréttist að til stæði að selja Perluna. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem slík áform eru viðruð en af gefnu tilefni fjallar Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og pistlahöfundur hér í Víðsjá, um þetta óvenjulega mannvirki sem trónir yfir borgarbúum Reykjavíkur.
Í fyrsta skipti sem ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Rut Marrow komu í hjólhýsabyggðina við Laugarvatn árið 2019 voru þær stressaðar um að nálgast íbúana því erindið var að ljósmynda bæði byggðina og það samfélag sem þar hafði myndast á yfir 40 árum. Fyrsta manneskjan sem þær hittu var Hermann nokkur sem brosti bara breitt og bauð þeim upp á kaffi. Þetta var fyrsti bollinn af mörgum en næstu þrjú sumur mynduðu þær Þórdís og Sigríður litríkt og manneskjulegt samfélag sem í dag er ekki lengur til. Afraksturinn hangir nú á veggju Þjóðminjsafnis á sýningu sem kallast Ef garðálfar gætu talað og við lítum þar inn í þætti dagsins.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Þeir Bjargmundur Ingi Kjartansson, Volruptus, og Árni E. Guðmundsson, Skeng, eru í hópi íslenskra listamanna sem búsettir eru í Berlín. Báðir hafa þeir gert það gott á sviði raftónlistar. Steindór Grétar Jónsson kíkir í heimsókn í það sem kalla mætti félagsheimili íslenskra raftónlistarmanna í Berlín, eða íbúð Árna.
Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Karl Ställborn, sem einnig er söngvari rokksveitarinnar Skrattar, opnaði sýningu sína Kalt Stálbarn í Gallerí 1300° á Bergstaðastræti síðasta föstudag. Myndir Karls eru unnar með trélit á svartan pappír og þar mætast harka og mildi, rafmagn og fígúrur. Lestin leit við hjá honum þar sem hann var í óðaönn við að hengja upp verkin nokkrum tímum fyrir opnun. Við heyrum það hér á eftir.
Katrín Guðbjartsdóttir skrifaði lokaritgerðina sína um ofbeldið í Ást Fedru, leikriti Söruh Kane frá árinu 1996. Verkið er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Við ræðum ofbeldið og sýninguna við Katrínu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Gripið hefur verið til rýmingar á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og hættustig er í gildi vegna hættu á skriðuföllum. Rætt var við Dagnýju Erlu Ómarsdóttur fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði
Sífellt fleiri fara í efnaskiptaaðgerðir á eigin vegum á einkastofum hér á landi eða erlendis þar sem skilyrði til að mega gangast undir aðgerð á borð við magaermi eða hjáveitu eru færri en á Landspítalanum. Undirbúningi og eftirfylgni er oft ábótavant og afleiðingarnar geta verið alvarlegar, segir Hildur Thors, yfirlæknir offituteymis Reykjalundar. Farið sé að líta á efnaskiptaskurðaðgerðir sem útlitsaðgerð.
Fjölmörg skilyrði eru sett fyrir áframhaldandi urðun sorps í Álfsnesi í nýju samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar segist ætla að fylgja fast eftir að þau verði uppfyllt.
Bandaríkin og Íran skiptust í dag á fimm föngum, á grundvelli samkomulags sem var gert með milligöngu Katar.
700 millilítra flaska af vodka hækkar um tvö hundruð krónur við hækkun áfengisgjalds um áramót
Breski leikarinn og uppistandarinn Russel Brand hefur verið kærður vegna kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað í Lundúnum árið 2003.
Íslendingar ávísuðu fleiri undanþágulyfjum en Svíar á árunum 2020 og 2021. Slíkar ávísanir geta valdið neytendum erfiðleikum.
Úkraínska hernum tókst í gærkvöld að rjúfa varnarlínu rússneska innrásarliðsins í grennd við borgina Bakhmút í Donetsk-héraði í austurhluta landsins eftir harða bardaga undanfarna mánuði.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal
Rithöfundurinn Gerður Kristný er gestur Krakkakiljunnar í dag. Hún segir okkur frá bókinni sinni Iðunn og afi pönk. Svo fræðumst við um breska barnabókahöfundinn Beatrix Potter.
Umsjón: Ísabel Dís Sheehan og Sölvi Þór Jörundsson Blöndal
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Lettneska útvarpskórsins á Snemmtónlistarhátíðinni í Riga, 12. júlí s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Heinrich Igaz Franz von Biber, Dietrich Buxtehude og William Byrd.
Marco Ambrosini leikur á nikkelhörpu og Ieva Salleta leikur á orgel og sembal.
Stjórnandi: Kaspars Putnins.
Umsjón: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Frisbígolfvöllur, hundagerði, vatnsrennibraut, nú eða endurbætur á körfuboltavellinum í hverfinu. Í gegnum verkefnið hverfið mitt geta íbúar Reykjavíkur haft áhrif á nærumhverfi sitt og kosið framkvæmdir sem þeir vilja að borgin ráðist í. 450 milljónum króna er skipt milli hverfa og svo er kosið og vinsælasta verkefninu væntanlega hrint í framkvæmd. Eiríkur Búi Halldórsson, stýrir þessu verkefni og segir okkur frá því.
Undanþágulyf eru miklu algengari hér en annars staðar á Norðurlöndunum - og ekki vegna lyfjaskorts. Um þetta er fjallað í nýjasta tímariti Læknablaðsins. Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur ræðir þetta við okkur.
Svo lítum við í nokkra kassa á Þjóðskjalasafninu með Hansi Hreinssyni, skjalaverði. Kassarnir eru að þessu sinni úr einkaskjalasafni Tryggva Gunnarssonar, fyrrum alþingismanns, bónda og bankastjóra og ýmislegt sem kemur upp úr krafsinu, meðal annars pípureykjandi apar og nítjándualdardrama af bestu gerð.
Skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur sem kom út árið 1990. Sagan segir frá Nínu, glæsilegri nútímakonu sem vakir yfir deyjandi móður sinni. Sögusviðið eru Vestfirðir og í verkinu er horfið til fortíðar í leit að lifsgildum. Fríða hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1990 fyrir skáldsöguna og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1992.
Margrét Helga Jóhannsdóttir les.
(Áður á dagskrá 1999)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Háskólinn á Bifröst er eini íslenski háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun og á næsta ári er ætlunin að byggja undir þá línu með grunnnámi í Almannavörnum og öryggisfræðum. Áfallastjórnunarnáminu var komið á fyrir nokkrum árum í samstarfi við ýmsa viðbragðsaðila en við heyrum meira um þetta hér á eftir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti og prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst kom í þáttinn í dag.
Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur vinkil í dag eins og vanalega á mánudögum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að bananabrauði, álftum, ísbirni og mengun.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórir Georg Jónsson grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þórir talaði um eftirfarandi bækur:
Our Band could be Your life e. Michael Azerrad
Skugga Baldur e. Sjón
Inadvertend e. Karl Ove Knausgaard
Childhood e. Tove Ditlevsen
Hringadrottinssaga e. Tolkien
Tónlist í þættinum
Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)
Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)
Banana Pancakes / Jack Johnson (Jack Johnson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Þeir Bjargmundur Ingi Kjartansson, Volruptus, og Árni E. Guðmundsson, Skeng, eru í hópi íslenskra listamanna sem búsettir eru í Berlín. Báðir hafa þeir gert það gott á sviði raftónlistar. Steindór Grétar Jónsson kíkir í heimsókn í það sem kalla mætti félagsheimili íslenskra raftónlistarmanna í Berlín, eða íbúð Árna.
Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Karl Ställborn, sem einnig er söngvari rokksveitarinnar Skrattar, opnaði sýningu sína Kalt Stálbarn í Gallerí 1300° á Bergstaðastræti síðasta föstudag. Myndir Karls eru unnar með trélit á svartan pappír og þar mætast harka og mildi, rafmagn og fígúrur. Lestin leit við hjá honum þar sem hann var í óðaönn við að hengja upp verkin nokkrum tímum fyrir opnun. Við heyrum það hér á eftir.
Katrín Guðbjartsdóttir skrifaði lokaritgerðina sína um ofbeldið í Ást Fedru, leikriti Söruh Kane frá árinu 1996. Verkið er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Við ræðum ofbeldið og sýninguna við Katrínu.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þegar við heyrum talað um borðtennis á Íslandi hugsum við sjálfsagt mörg um meistarann Guðmund Stephensen, en það eru fleiri en hann sem spila borðtennis. Satt best að segja er borðtennis á Íslandi í mikilli sókn og ekki síst á Suðurlandi skilst okkur. Til að segja okkur meira af uppsveiflu í íslenskum borðtennis var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir á línunni alla leið frá Strasbourg þaðan sem hún leiðir Borðtennissamband Íslands af mikilli ástríðu.
Við kynntum okkur herminám enda mun þessi vika vera alþjóðleg herminámsvika. Herminám er m.a. í boði við Háskóla Íslands og þessa dagana er einmitt verið að stækka og endurbæta færni- og hermisetrið í Eirbergi. Sýndarsjúklingar af fullkomnustu gerð eru lykilatriði í þessu samhengi. Karítas Gunnarsdóttir sérfræðingur í barnahjúkrun og verklegri kennslu í meðferð bráðveikra barna og Dröfn Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri komu til okkar og fræddu okkur um herminám, tilgang þess og árangur.
Sérfræðingar segja megnið af þeim 86 þúsund kemísku efnum sem finnast út um allt í umhverfi okkar, matvælum, leikföngum, snyrtivörum, fatnaði o.s.frv. hafi aldrei hlotið fullnægjandi efnaprófanir sem sýni fram á þau séu örugg. Þetta kemur fram í grein á Guardian sem birt var í síðustu viku. Þar er spurningunni hvort allur þessi fjöldi og magn kemískra efna í umhverfi okkar tengst fjölgun krabbameinstilfella hjá ungu fólki og fleiri heilsukvillum velt upp. Una Emilsdóttir umhverfislæknir ræddi málið við okkur.
Höfum við flotið sofandi að feigðarósi þegar að kemur að hatri og hatursorðræðu í samfélaginu? Eyrún Eyþórsdóttir, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum kom til okkar. Við ræddum við hana um hatursorðræðu, hvernig skal nálgast hana og hvort við séum að bregðast alltof seint við?
Hitamet hafa verið slegin það sem af er septembermánuði í norður Evrópu. Hitabylgja gekk á dögunum yfir í Bretland þar sem yfir 30 gráður mældust samfellt i heila viku. Anna Hulda Ólafsdóttir, yfirmaður á skrifstofu loftslagsþjónustu- og aðlögunar kom til okkar og fór yfir stöðuna nú þegar sumri er lokið, eða ætti að vera það í það minnsta.
Við lukum svo þættinum á því að spá aðeins í sportið og helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar þegar Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður leit við.
Tónlist:
Jónfrí - Andalúsía.
Fleetwood Mac - Dont stop.
Van Morrison - Meet me in the Indian summer.
Pálmi Gunnarsson - Ég skal breyta heiminum.
Steve Miller Band - Abracadabra.
Lizzo - About damn time.
Gus Gus - Over.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 18. september 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-09-18
PÁLL ÓSKAR OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Negro José.
BLINK 182 - I miss you.
LAUFEY - California and Me.
10CC - Dreadlock holiday.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
Portugal. The man - Doubt.
MATT BIANCO - More Than I Can Bear (80).
ROMY - The Sea.
TALK TALK - Such A Shame.
JACK MAGNET - Meet me after midnight (80).
DAÐI & GAGNAMAGNIÐ - Think About Things.
PEGGY GOU - (It Goes Like) Nanana.
ELÍN HALL - Er nauðsynlegt að skjóta þá?.
Sia - Gimme Love (Radio Edit).
ÓLAFUR BJARKI - Malbik endar.
GARY NUMAN - Cars.
MOSES HIGHTOWER & CELL7 - Thinking Hard.
LÓN - Cold Crisp Air.
KISS - Lick It Up.
boygenius - Cool About It.
SEAL - Crazy.
ED SHEERAN - Celestial.
DURAN DURAN - Anyone Out There (80).
POST MALONE - Circles.
PIXIES - Wave Of Mutilation.
LANGI SELI OG SKUGGARNIR - OK.
Rodrigo, Olivia - Get him back! (Clean).
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
ROBYN - Dancing On My Own.
KK - Þjóðvegur 66.
JALEN NGONDA - Come Around and Love Me.
MYRKVI - Early Warning.
UXI - Take You Home.
KORGIS - Everybody's Got to Learn Sometime (80).
CAROLINE POLACHECK - Smoke.
BOGOMIL FONT & MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Marsbúa chacha.
Árstíðir - Let's Pretend.
MADNESS - It Must Be Love.
EMMSJÉ GAUTI - Reykjavík.
PATRi!K & LUIGI - Skína.
DAÐI FREYR - Thank You.
TALKING HEADS - Once In A Lifetime.
NANNA - How to start a Garden.
BLUR - Barbaric.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kostnaður bifreiðaeigenda eykst um tugi þúsunda á næsta ári, gangi fyrirhuguð hækkun á bifreiðagjöldum í gegn. Þau hafa þá hækkað um 163 prósent á undanförnum tveimur árum.
Norskir kafarar komu til landsins í gærkvöld og eru leið á Vestfirði þar sem þeir ætla að rekkafa eftir eldislaxi. Kafararnir eru með skutulbyssur og skjóta eldisfiskinn ef færi er á.
Rússar fullyrða að þjóðarmorð sé ástæða innrásarinnar í Úkraínu. Yfirheyrslur hófust í morgun við Alþjóðadómstólinn í Haag um þær fullyrðingar. Rússar krefjast þess að málinu verði vísað frá.
Stjórnarformaður Sorpu segir að smærri sorpbrennslustöðvar gætu mögulega hentað Íslandi betur en sú stóra sem hætt hefur verið við að reisa í Álfsnesi.
Ausandi rigning verður á Austfjörðum í dag og á morgun og appelsínugul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti vegna hættu á flóðum og aurskriðum. Vel er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði og Eskifirði.
Þúsunda er enn saknað eftir flóðin í Líbíu, erfiðlega gengur að bera kennsl á lík. Tugir þúsunda misstu heimili sín og eru í brýnni þörf fyrir hússkjól, hreint vatn og mat.
Magnús Kristinn Magnússon er kominn á lista Interpol yfir týnt fólk. Hann sást síðast á flugvellinum í Dóminíska lýðveldinu fyrir rúmri viku.
Tilverur, fyrsta kvikmynd Ninnu Pálmadóttur leikstjóra í fullri lengd, verður opnunarmynd RIFF í ár. Á dagskrá hátíðarinnar eru meðal annars finnskur fjölskyldufarsi, bandarísk verðlaunamynd og lettneskar teiknimyndir.
Valur vann Stjörnuna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld og kom þannig í veg fyrir að nýkrýndir bikarmeistarar Víkings yrðu Íslandsmeistarar heima í sófa.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Lovísa Rut stýrði Popplandi dagsins. Plata vikunnar kynnt til leiks, platan Blik með hljómsveitinni Árstíðir og allskonar nýtt íslenskt: Ólafur Bjarki, Lón, Hipsumhaps, Spacestation, Laufey og fleiri, lag dagsins úr ásnum og þessar helstu tónlistarfréttir á sínum stað.
FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.
DAVID BOWIE - Changes.
Hipsumhaps - Skattemus.
BIG THIEF - Certainty.
boygenius - Cool About It.
ALT-J - Breezeblocks.
MONO TOWN - Peacemaker.
CHRIS ISAAK - Wicked Game.
LÓN - Cold Crisp Air.
LANA DEL RAY - Say Yes to Heaven.
ÓLAFUR BJARKI - Malbik endar.
JÓNFRÍ - Andalúsía.
Moses Hightower - Sjáum hvað setur.
JIMMY EAT WORLD - The middle.
Árstíðir - The Wave.
CELEBS - Ég sé rautt.
SISTER SLEDGE - Thinking Of You.
FRANK OCEAN - Sweet Life.
PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.
BILLIE EILISH - What Was I Made For.
Retro Stefson - Glow.
JAIN - Makeba.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
GNARLS BARKLEY - Crazy.
Bombay Bicycle Club - Diving (ft. Holly Humberstone).
Troye Sivan - Rush.
CHARLATANS - The Only One I Know.
Metronomy - The Look.
Karma Brigade - SOUND OF HOPE.
TURNSTILE & BADBADNOTGOOD & BLOOD ORANGE - Alien Love Call.
GDRN - Parísarhjól.
VALDIS - Let's Get Lost Tonight.
Unnsteinn Manuel - Lúser.
EMILÍANA TORRINI - Perlur Og Svín.
CARLY SIMON - You're So Vain.
QUEENS OF THE STONE AGE - Paper Machete.
Spacestation - Hver í fokkanum?.
ÁRNÝ MARGRÉT - I went outside.
Bríet & Ásgeir - Venus.
Dusty Springfield - Windmills of Your Mind.
Laufey - While You Were Sleeping.
GORILLAZ - Dare.
ÁRSTÍÐIR - Bringing Back the Feel.
VERA DECAY - Someone Bad.
BASTILLE - Pompeii.
THE KILLERS - Your Side Of Town.
The Cars - Just What I Needed.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í gær fór fram ráðstefna undir yfirskriftinni Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu. Þar var rætt um þann veruleika að mistök eiga sér stað líka hjá heilbrigðisstarfsfólki, stundum með mjög alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem kom að þessari ráðstefnu er Jón Ívar Einarsson læknir en hans innlegg bar yfirskriftina Öryggi sjúklinga - leiðir til úrbóta. Við fáum Jón Ívar til okkar á eftir til að ræða þessi mál betur
Jódís Skúladóttir þingmaður VG sagði frá því á fésbókarsíðu sinni um helgina að pósthólfið hennar væri fullt af póstum frá áhyggjufullu fólki. Einhver erindi snúa að vöxtum, verðbólgu og leik- og grunnskólamálum í Reykjavík en langstærstu hluti snýr að öðrum málum sem eiga það sameiginlegt að snúa að landsbyggðinni. Jódís verður á línuni hjá okkur.
Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt fyrr í dag en fjögur fyrirtæki sem tengjast orku- og veitugeiranum. Það var fyrirtækið Atmonia sem bar sigur úr býtum en þar á bæ er verið að þróa umhverfisvæna framleiðslu á ammoníaki sem mun umbylta áburðarframleiðslu (sem tryggir matvælaöryggi um allan heim). Einnig verður hægt að nýta það sem rafeldsneyti á skip og flugvélar. Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku kemur til okkar ásamt Guðbjörgu Rist, framkvæmdastjóra Atmonia.
Í dag birtist grein á Vísi sem hefur yfirskriftina "Þögn þingmanna er ærandi" eftir Guðrúnu Sigurjónsdóttur bónda á Glitstöðum og stjórnarformann Veiðifélags Norðurár. Í greininni fjallar hún um eldislaxinn sem streymir upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Í grein Guðrúnar kemur fram að stangveiði skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur og veltir hún fyrir sér hvað þurfi að gerast til að hlustað verði á málstað landeigenda, bænda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Við ætlum að ræða þessi mál og þá stöðu sem upp er komin við Jón Helga Björnsson formann Landssambands veiðifélaga hér á eftir.
Sverrir Norland rithöfundur kemur til okkar með nýja bók þar sem fjallað er um fyrirgefningu, metnað, siðferðileg álitamál og ekki hvað síst um tilfinningasambönd karlmanna.
Óvissustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti. Hættustig tekur gildi klukkan sex í kvöld. Þá verður samhæfingarstöð almannavarna virkjuð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrú Slysavarnarfélagsins Landsbjargar verður á línunni.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Gripið hefur verið til rýmingar á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og hættustig er í gildi vegna hættu á skriðuföllum. Rætt var við Dagnýju Erlu Ómarsdóttur fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði
Sífellt fleiri fara í efnaskiptaaðgerðir á eigin vegum á einkastofum hér á landi eða erlendis þar sem skilyrði til að mega gangast undir aðgerð á borð við magaermi eða hjáveitu eru færri en á Landspítalanum. Undirbúningi og eftirfylgni er oft ábótavant og afleiðingarnar geta verið alvarlegar, segir Hildur Thors, yfirlæknir offituteymis Reykjalundar. Farið sé að líta á efnaskiptaskurðaðgerðir sem útlitsaðgerð.
Fjölmörg skilyrði eru sett fyrir áframhaldandi urðun sorps í Álfsnesi í nýju samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar segist ætla að fylgja fast eftir að þau verði uppfyllt.
Bandaríkin og Íran skiptust í dag á fimm föngum, á grundvelli samkomulags sem var gert með milligöngu Katar.
700 millilítra flaska af vodka hækkar um tvö hundruð krónur við hækkun áfengisgjalds um áramót
Breski leikarinn og uppistandarinn Russel Brand hefur verið kærður vegna kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað í Lundúnum árið 2003.
Íslendingar ávísuðu fleiri undanþágulyfjum en Svíar á árunum 2020 og 2021. Slíkar ávísanir geta valdið neytendum erfiðleikum.
Úkraínska hernum tókst í gærkvöld að rjúfa varnarlínu rússneska innrásarliðsins í grennd við borgina Bakhmút í Donetsk-héraði í austurhluta landsins eftir harða bardaga undanfarna mánuði.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Vikan hófst með látum á kvöldvaktinni, nýtt efni spilað frá Greyskies, Portugal. The Man, Klemens Hannigan, Metric og Baby Queen svo að eitthvað sé nefnt.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
Lovesick - Laufey
Celebrate Me - Baxter Dury
Unconditional - Quantic & Rationale
Quarter Life Crisis - Baby Queen
Doorman - Slowthai
Life Ain't Fair - Greyskies
Don't Call My Name - Skinshape
Back Where You Belong (Jean Tonique remix) - Donna Summer
Western Wind - Carly Rae Jepsen
Mastermind - Deltron 3030
Venus - Bríet & Ásgeir
The Way Things Go - Beabadoobie
Doubt - Portugal. The Man
Black Bull - Foals
Beyond The Universe - Sophie Ellis-Bextor
X - Hatari
Cheese - Grouplove
Hver í fokkanum? - Spacestation
Step By Step - Klemens Hannigan
Who Would You Be For Me - Metric
Skína - Patrik & Luigi
Sprinter - Dave & Central Cee
No Caffeine - Marika Hackman
String Theory - Teleman
Er nauðsynlegt að skjóta þá? - Elín Hall
Thinking Hard - Móses Hightower & Cell7
Modern Art - Annika Wells
Our Favourite Line - Rakel
Mee Me At Our Spot - The Anxiety
Everything I Love Is Going To Die - The Wombats
Take It Away - L.A.B.
Something Real - Post Malone
Crosstown Traffic - Jimi Hendrix
Genesis - Justice
Run The Credits - Oliver Sim
Tears Can Be So Soft - Christine And The Queens
Tale Of Devotion (Sunny Edition) - Terr
Diamond In The Dark (Live at Knebworth) - Liam Gallagher
Man Next Door - Massive Attack
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Tónlist að hætti hússins.