20:30
Samfélagið
Hverfið mitt, undanþágulyf og skjöl Tryggva Gunnarssonar
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Frisbígolfvöllur, hundagerði, vatnsrennibraut, nú eða endurbætur á körfuboltavellinum í hverfinu. Í gegnum verkefnið hverfið mitt geta íbúar Reykjavíkur haft áhrif á nærumhverfi sitt og kosið framkvæmdir sem þeir vilja að borgin ráðist í. 450 milljónum króna er skipt milli hverfa og svo er kosið og vinsælasta verkefninu væntanlega hrint í framkvæmd. Eiríkur Búi Halldórsson, stýrir þessu verkefni og segir okkur frá því.

Undanþágulyf eru miklu algengari hér en annars staðar á Norðurlöndunum - og ekki vegna lyfjaskorts. Um þetta er fjallað í nýjasta tímariti Læknablaðsins. Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur ræðir þetta við okkur.

Svo lítum við í nokkra kassa á Þjóðskjalasafninu með Hansi Hreinssyni, skjalaverði. Kassarnir eru að þessu sinni úr einkaskjalasafni Tryggva Gunnarssonar, fyrrum alþingismanns, bónda og bankastjóra og ýmislegt sem kemur upp úr krafsinu, meðal annars pípureykjandi apar og nítjándualdardrama af bestu gerð.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,