18:00
Kvöldfréttir útvarps.
Kvöldfréttir18. maí 2023
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps

Útvarpsfréttir.

Það er jákvætt fyrir ímynd Íslands á alþjóðavettvangi að hafa birst sem leiðandi ríki á hinu pólitíska sviði í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins að mati sérfræðings hjá Íslandsstofu.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að tæknifyrirtæki geti ekki borið ábyrgð á öllu því efni sem birtist á samfélagsmiðlum. Forsvarsmenn miðlanna fagna -- og segja að úrskurður á annan veg hefði kollvarpað internetinu.

Bandaríska leyniþjónustan CIA auglýsir eftir starfskrafti á rússneskum samfélagsmiðlum. Stofnunin vonast eftir því að fá gögn frá Rússum sem er annt um land sitt en andvígir stjórnvöldum.

Forseti Kólumbíu hefur dregið til baka fullyrðingu sína um að börn sem hefur verið saknað vikum saman í frumskógum Amazon séu fundin á lífi.

Var aðgengilegt til 17. maí 2024.
Lengd: 10 mín.
,