09:03
Í nýju landi
Í nýju landi

Í þættinum ræða þrír innflytjendur, sem hafa búið á Íslandi um margra ára skeið, um reynslu sína og upplifun á því að búa í nýju landi og bera það saman við reynslu grísk/sænska rithöfundarins Theodor Kallifatides. Í bókinni „Nýtt land fyrir utan gluggann minn" lýsir hann reynslu sinni af því að vera útlendingur og innflytjandi og hvernig hann metur stöðu sína eftir nærri fjörutíu ára dvöl í Svíþjóð. Gestir þáttarins eru Davor Purusic, frá Bosníu - Hersegóvinu, Oxana Shabatura frá Úkraínu og Flor Santos Martins Pereira frá Portugal.

Umsjónarmaður: Þorgeir Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,