Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Guðmundur Höskuldsson, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar, sagði frá söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni í snjóflóðunum í Neskaupstað 27. mars. Vel hefur gengið að safna en enn er tekið á móti framlögum.
Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, fjallaði um líffræðilega fjölbreytini en bæði dýrum og jurtum hefur fækkað mikið. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og segir Skúli að þar þurfi stjórnvöld að grípa inn og leggja lóð á vogarskálarnar ásamt almenningi og fræðasamfélaginu.
Björn Malmquist fréttamaður ræddi um Evrópuráðið; hlutverk þess, starfsemi og Reykjavíkurfundinn en Björn var staddur í Strassborg í síðustu viku þar sem hann ræddi meðal annars við framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og sendiherra Íslands, Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem gegnir formennsku í ráðinu.
Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, fór yfir hlutverk nýrrar stofnunar sem sett verður á laggirnar á komandi mánuðum. Mennta- og barnamálaráðherra mælir fyrir stofnun hennar á Alþingi í dag. Þórdís segir mikilvægt að grípa börn fyrr en gert er í dag og bendir til að mynda á að þegar barn kemur vopnað hnífi í skólann þá sé það ekkert sem gerist upp úr þurru. FJölmörg viðvörunarljós hafi blikkað áður en slíkt gerist.
Tónlist:
Hjarta mítt - Eivör Pálsdóttir,
Swirl - Coney Island Babies,
Morgunsól - Magnús Jóhann Ragnarsson og GRDN.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Margrét rifjar upp sýninguna þar sem hún kom fram í Slipper room klúbbnum í New York og þeim ljósmyndum eftir Árna Sæberg sem birtust í Morgunblaðinu. Myndirnar vöktu mikla athygli enda frábærar myndir. Það voru samt ekki allir jafn hrifnir og sumir skrifuður andstyggilegar athugasemdir. Að því sögðu ræddi Margrét um það hvað margir hafa skoðun á henni og útliti hennar.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Systurnar Megan og Jessica Lovell eru í dúettinum Larkin Poe, sem er nefndur eftir langa-, langa-, langa- langafa þeirra. Þær byrjuðu á táningsaldri að spila blúgrass tónlist og gefa út plötur með systur sinni Jessicu og kölluðust þá Lovell Sisters. Þegar Jessica hætti í árslok 2009 og tóku hinar upp nafnið Larkin Poe og hafa smám saman hallað sér meira í áttina að blústónlist og rokki.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi kom til okkar í dag, en hún er umsjónar- og ábyrgðaraðili Samvinnu eftir skilnað (SES), sem er heimasíða og verkefni, í rauninni gagnreynt safn þekkingar, verkfæra og námsefnis fyrir foreldra og fagfólk. Um er að ræða stafrænan vef með námsefni sem er ætlað til að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem eru algengar í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Gyða sagði okkur frá niðurstöðum rannsókna á því hvernig kerfið hefur virkað fyrir þau sem hafa nýtt sér það og svo sagði hún okkur líka frá málþingi um SES, þar sem verða m.a. kynnt til sögunnar ný námskeið fyrir börn. https://samvinnaeftirskilnad.is/
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sumardeginum fyrsta.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri hjá Samhjálp. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steingerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Líkaminn geymir allt e. Bessel Van der Kolk í þýðingu Hugrúnar Hrannar Kristjánsdóttur og Arnþórs Jónssonar
Sjáið okkur dansa e. Leilu Slimani.
Urta e. Gerði Kristnýju
Mark Twain, Halldór Laxness, John Irwing, Margaret Atwood, Ernest Hemingway og Oscar Wilde.
Tónlist í þættinum í dag:
Með fulla lest / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik)
Body and Soul / Manhattan Transfer (Green, Heyman, Eyton & Sour)
This is another day / Take 6 (Andraé Crouch)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Þórey Sigþórsdóttir leikari, leikstjóri og raddþjálfari.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Varðskipið Freyja leggst utan á flutningaskipið Wilson Skaw í dag og áhöfnin færir farminn til, með það að markmiði að ná jafnvægi á skipinu. Það verður dregið til Hólmavíkur þar sem bráðabirðgaviðgerð fer fram.
Bretar í Súdan segja yfirvöld hafa hent þeim út á Guð og gaddinn, en sendiráðsstarfsmenn voru fluttir burt með hraði úr stríðshrjáðu landinu.
Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi er með lesblindu. Formaður félags lesblindra segir nýja rannsókn sýna að hópurinn er stærri en haldið var.
Bæta þarf túlkaþjónustu í erfiðum málum á borð við manndrápsmálið í Hafnarfirði til að koma í veg fyrir að aðstandendur verði fyrir endurteknu áfalli að mati kvanna sem sinna þjónustu við útlendinga.
Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólga hjaðni á næstu vikum og mánuðum. Áframhaldandi vöxtur í ferðamennsku stuðli að hægum hagvexti.
Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga er á takmörkuðum afköstum eftir að eldur kviknaði út frá einum ofni hennar í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn og engin hætta var á ferðum, að sögn forstjórans.
Predikari í kenískum sértrúarsöfnuði er sagður hafa skipað fylgismönnum sínum að svelta sig í hel fyrir Jesú Krist. Fimmtíu lík hafa fundist í skógi þar sem söfnuðurinn hélt til.
Handknattleikssamband Íslands stendur í ströngu, karlalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EM í vikunni en einnig vantar þjálfara til að taka við liðinu. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs var orðaður við starfið um helgina.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við ætlum að heimsækja Barnaspítala Hringsins sem fagnaði því fyrr í þessum mánuði að 20 ár eru liðin frá því að starfsemi hófst í þá glænýju húsi. Við spjöllum þar við Ingibjörgu Pálmadóttur sem var heilbrigðisráðherra í aðdraganda þess að spítalinn var reistur, Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins sem hefur lagt til mörg hundruð milljónir í rekstur hans og Ásgeir Haraldsson prófessor og yfirlækni.
Samfélagið var um helgina statt á Vestfjörðum, þar á meðal á Flateyri, þar sem nú er risið nýtt hús. Það eru nemendagarðar fyrir Lýðskólann þar. Runólfur Ágústsson formaður stjórnar skólans sýnir okkur húsið og segir okkur frá.
Svo heimsækjum við í lok þáttar Þjóðskjalasafn Íslands eins við gerum reglulega. Að þessu sinni ræðum við við Kristjönu Kristinsdóttur skjalavörð sem hefur rannsakað lénsreikninga frá 17. öld sem safnið varðveitir. Hún dregur fram forn skjöl og sýnir okkur þau.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:magnusre@ruv.is">magnusre@ruv.is</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á hlaðvarpi RÚV <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Kári Hansen segir frá námstíma sínum í Japan þar sem hann lærði japönsku í 2 ár.
Útvarpsfréttir.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Flóttamannastraumurinn frá Norður-Afríku, yfir Miðjarðarhafið og til Ítalíu hefur fjórfaldast síðan í fyrra og kostað gífurlegan fjölda mannslífa. Orsakar straumsins er að leita í verra ástandi í þessum löndum, einkum Túnis. Og þetta allt saman veldur miklum vandræðum á Ítalíu. Stjórnvöld þar, sem hafa á stefnuskránni að draga úr þessum flóttamannastraumi, hafa lýst yfir neyðarástandi og segjast ekki ráða við þennan mikla fjölda. Almenningur á Ítalíu er klofinn í afstöðu til þess hvort flóttamennirnir eigi að fara eða vera. Í fyrri hluta þáttarins skoðar Hallgrímur Indriðason málið með aðstoð þeirra sem til þekkja, bæði út frá stöðu flóttamannanna, en líka landsins sem þarf að taka við þeim.
Rúmlega 172 þúsund konur og stúlkur sitja inni í fangelsum Bandaríkjanna. Innan veggja eins þeirra, í Dublin alríkisfangelsinu í Kaliforníu, hafa fjölmargar konur sagt frá hrikalegri meðferð og ítrekuðu kynferðisofbeldi af hendi fangavarða. Dublin fangelsið er oft kallað nauðgunarklúbburinn af bæði föngum og fangavörðum. Misnotkun á föngum og þöggun þar um hefur staðið yfir um árabil en flóðgáttirnar hafa verið að opnast undanfarna mánuði. En það sem bíður margra þeirra kvenna sem hafa sagt frá, sem eru flestar innflytjendur eða konur án bandarísks ríkisfangs, er að vera vísað úr landi. Jóhannes Ólafsson fjallar um konur í fangelsum í Bandaríkjunum í síðari hluta þáttarins.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Kona með háan hita vegna veirusýkingar tekur bók eftir Paul Auster úr bókaskápnum heima hjá sér. Á saurblaðinu er áritun frá fyrrverandi kærustu. Minningarnar flæða fram og smátt og smátt kynnumst við fyrrverandi kærustunni betur, en líka sögumanni. Þetta er fyrsta portrettið af fjórum sem myndast í huga sögumannsins í Smáatriðunum eftir sænska rithöfundinn Iu Genberg. Smáatriðin hlaut August-verðalaunin í fyrra fyrir bestu skáldsögu ársins, hún kom nýverið út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur og við ræðum við hana hér rétt á eftir.
Sundlaugahangs og laufabrauðsgerð, lifandi íslenskar hefðir sem mögulega gætu endað á yfirlitsskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum héldu málþing fyrr í mánuðinum um þetta fyrirbæri. Það er heilmikil vinna sem fer í að komast á svona lista og getur skipt miklu máli fyrir menningarvarðveislu og sjálfsmynd þjóða. Við ræðum þessi mál við Vilhelmínu Jónsdóttur hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Svartþröst eftir David Harrower sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fyrstu 6 þættirnir af nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Skúrinn eru nú aðgengilegir inni á Vísi.is. Um er að ræða einhverskonar raunveruleikaþátt og lagasmíðakeppni. Til þess að eiga möguleika á því að vera með í þættinum var tónlistarfólk beðið um að senda inn nýtt, frumsamið lag en einnig nýja útgáfu af SS-pylsulaginu. Dómnefnd hlustar svo á allar ólíku útgáfurnar af SS-pylsulögunum og áhorfendur kjósa síðan sitt eftirlætislag. Og eins góðum raunveruleikaþætti sæmir eru peningaverðlaun í boði. En hvort er þetta sjónvarpsþáttur eða auglýsing? Af hverju er það svona óljóst og fyrir hvern eru þessir þættir?
Þórður Ingi Jónsson ræddi við þrjá aðstandendur ilmvatnsfyrirtækisins og listahópsins Fischersund, þau Lilju Birgisdóttur, Sindra Má Sigfússon og Jón Þór Birgisson, sem er sagður vera nef hópsins.
Áður en kenningar um 11. september, bóluefni og QAnon grasseruðu á netinu veltu samsæriskenningasmiðir í Bandaríkjunum sér mikið upp úr Oklahóma-sprengingunni sem Timothy McVeigh stóð fyrir í apríl 1995 og myrti á annað hundrað manns. Við ræðum um The Debutante, nýja hlaðvarpsþáttaröð þar sem velski rithöfundurinn Jon Ronson sökkvir sér ofan í málið. Aðalsöguhetjan er forrík og falleg glamúrgella, Carole Howe, sem varð sanntrúaður nýnasisti og svo síðar uppljóstrari - sem bjó mögulega yfir mikilvægum upplýsingum um þetta mannskæðasta hryðjuverk 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Verjandi 17 ára stúlku sem sætir gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Hafnarfirði furðar sig á því að henni skuli ekki hafa verið sleppt eftir yfirheyrslur í gærkvöld. Hún sé vitni í málinu, ekki gerandi.
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að hjúkrunarfræðingar sýni stjórnvöldum rauða spjaldið með því að samþykkja naumlega fyrsta kjarasamninginn í tíu ár. Koma verði í veg fyrir flótta úr stéttinni.
Ofbeldisbrotum, og sérstaklega brotum þar sem hnífum er beitt, hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Afbrotafræðingur segir að bregðast verði hart við en það sé ekki rétt að setja ungt fólk í fangelsi. Það geri það ekki að betri manneskjum.
Tíu ár gæti tekið að byggja upp riðulausa sauðfjárstofna á Íslandi. Þetta sýna frumniðurstöður Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Jón Hjalta Eiríksson.
------
Undanfarin misseri hefur fjölgað mjög brotum þar sem vopnum er beitt, sérstaklega hnífum. Fjögur ungmenni voru handtekin fyrir helgi, grunuð um að hafa orðið manni að bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Þau sæta gæsluvarðhaldi til fmmtudags. Þrjú þeirra eru ekki orðin átján en það fjórða er á nítjánda ári. Maðurinn var stunginn oftar en einu sinni með hnífi og lést af sárum sínum. Árásin var tekin upp á myndband sem lögregla hefur undir höndum og hún telur sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist. Heimildir fréttastofu herma að samskipti ungmennanna og mannsins sem lést hafi byrjað á bar í grenndinni og færst svo yfir götuna á bílastæðið við Fjarðarkaup. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, telur þetta mál dæmi um ógnvekjandi þróun sem sjáist víðar en hér, en hún varar við refsigleði. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Margréti.
Mörg okkar eiga erfitt með að lesa, skrifa og stafa. Lesblinda háir mörgum í námi, leik og starfi allt frá æsku. En því fyrr sem brugðist er við, því betra. Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára er með lesblindu. Þetta segja niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hvernig gengur skólakerfinu að takast á við lesblindu? Ásdís Aðalbjörg Arnalds er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarni Rúnarsson ræðir við hana.
Engar vísbendingar eru um að stríðandi fylkingar í Súdan ætli að leggja niður vopn þrátt fyrir tilraunir margra þjóðarleiðtoga til að stilla til friðar. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði þegar hann kom til fundar með utanríkismálaráði sambandsins í Lúxemborg í morgun að hann hefði verið í samb
Framleiðsla: Jóhannes Ólafsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum á Båstad kammertónlistarhátíðinni í Svíþjóð á liðnu sumri.
Á efnisskrá eru verk eftir Edvard Grieg, Benjamin Britten, Francis Poulenc og Robert Schumann.
Flytjendur: Christian Ihle Hadland píanóleikari, fiðluleikararnir Johan Dalene og Barnabás Kelemen, víóluleikararnir Göran Fröst og Katalin Kokas, sellóleikarinn Vashti Hunter og Jacob Kellermann gítarleikari.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við ætlum að heimsækja Barnaspítala Hringsins sem fagnaði því fyrr í þessum mánuði að 20 ár eru liðin frá því að starfsemi hófst í þá glænýju húsi. Við spjöllum þar við Ingibjörgu Pálmadóttur sem var heilbrigðisráðherra í aðdraganda þess að spítalinn var reistur, Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins sem hefur lagt til mörg hundruð milljónir í rekstur hans og Ásgeir Haraldsson prófessor og yfirlækni.
Samfélagið var um helgina statt á Vestfjörðum, þar á meðal á Flateyri, þar sem nú er risið nýtt hús. Það eru nemendagarðar fyrir Lýðskólann þar. Runólfur Ágústsson formaður stjórnar skólans sýnir okkur húsið og segir okkur frá.
Svo heimsækjum við í lok þáttar Þjóðskjalasafn Íslands eins við gerum reglulega. Að þessu sinni ræðum við við Kristjönu Kristinsdóttur skjalavörð sem hefur rannsakað lénsreikninga frá 17. öld sem safnið varðveitir. Hún dregur fram forn skjöl og sýnir okkur þau.
Kistnihald undir jökli kom út árið 1968. Þar er sagt frá umboðsmanni biskups, Umba, sem sendur er undir Jökul til að kanna stöðu mála í söfnuði einum á Snæfellsnesi. Tilefni fararinnar er að séra Jón Prímus er talinn vera hættur að sinna embættisverkum og hjúskaparstaða hans heldur óljós. Umbi á að setja saman skýrslu um ferð sína og heldur undir Jökul vopnaður segulbandi en skýrslugerðin verður snúnari eftir því sem á líður enda fer Umbi að efast mjög um rökræn tök sín á þeim heimi sem hann er staddur í. Hann þvælist inn í veröldina undir Jökli sem kannski er ekki það versta heldur óvissan um eðli þess veruleika sem hann flækist í.
Höfundur les. Hljóðitað 1975.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1975)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi kom til okkar í dag, en hún er umsjónar- og ábyrgðaraðili Samvinnu eftir skilnað (SES), sem er heimasíða og verkefni, í rauninni gagnreynt safn þekkingar, verkfæra og námsefnis fyrir foreldra og fagfólk. Um er að ræða stafrænan vef með námsefni sem er ætlað til að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem eru algengar í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Gyða sagði okkur frá niðurstöðum rannsókna á því hvernig kerfið hefur virkað fyrir þau sem hafa nýtt sér það og svo sagði hún okkur líka frá málþingi um SES, þar sem verða m.a. kynnt til sögunnar ný námskeið fyrir börn. https://samvinnaeftirskilnad.is/
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sumardeginum fyrsta.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri hjá Samhjálp. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steingerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Líkaminn geymir allt e. Bessel Van der Kolk í þýðingu Hugrúnar Hrannar Kristjánsdóttur og Arnþórs Jónssonar
Sjáið okkur dansa e. Leilu Slimani.
Urta e. Gerði Kristnýju
Mark Twain, Halldór Laxness, John Irwing, Margaret Atwood, Ernest Hemingway og Oscar Wilde.
Tónlist í þættinum í dag:
Með fulla lest / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik)
Body and Soul / Manhattan Transfer (Green, Heyman, Eyton & Sour)
This is another day / Take 6 (Andraé Crouch)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fyrstu 6 þættirnir af nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Skúrinn eru nú aðgengilegir inni á Vísi.is. Um er að ræða einhverskonar raunveruleikaþátt og lagasmíðakeppni. Til þess að eiga möguleika á því að vera með í þættinum var tónlistarfólk beðið um að senda inn nýtt, frumsamið lag en einnig nýja útgáfu af SS-pylsulaginu. Dómnefnd hlustar svo á allar ólíku útgáfurnar af SS-pylsulögunum og áhorfendur kjósa síðan sitt eftirlætislag. Og eins góðum raunveruleikaþætti sæmir eru peningaverðlaun í boði. En hvort er þetta sjónvarpsþáttur eða auglýsing? Af hverju er það svona óljóst og fyrir hvern eru þessir þættir?
Þórður Ingi Jónsson ræddi við þrjá aðstandendur ilmvatnsfyrirtækisins og listahópsins Fischersund, þau Lilju Birgisdóttur, Sindra Má Sigfússon og Jón Þór Birgisson, sem er sagður vera nef hópsins.
Áður en kenningar um 11. september, bóluefni og QAnon grasseruðu á netinu veltu samsæriskenningasmiðir í Bandaríkjunum sér mikið upp úr Oklahóma-sprengingunni sem Timothy McVeigh stóð fyrir í apríl 1995 og myrti á annað hundrað manns. Við ræðum um The Debutante, nýja hlaðvarpsþáttaröð þar sem velski rithöfundurinn Jon Ronson sökkvir sér ofan í málið. Aðalsöguhetjan er forrík og falleg glamúrgella, Carole Howe, sem varð sanntrúaður nýnasisti og svo síðar uppljóstrari - sem bjó mögulega yfir mikilvægum upplýsingum um þetta mannskæðasta hryðjuverk 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Ákveðið var í gærkvöldi að draga flutningaskipið Wilson Skaw ekki til Akureyrar, eins og stefnt var að í gær. Við ræddum við Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, í upphafi þáttar en gæslan fundar með eigendum skipsins í dag um næstu skref.
Í sumar lækkar endurgreiðsluhlutfall á virðisaukaskatti vegna byggingaframkvæmda úr 60% og niður í 35% en lægra hefur það ekki verið síðan á níunda áratugnum. Við ræddum málið við Sigurð Hannesson framkvæmdarstjóra Samtaka Iðnaðarins
Þrjú börn undir átján ára aldri sæta nú gæsluvarðhaldi grunuð um að vera völd að dauða 27 ára karlmanns í Hafnarfirði seint í síðustu viku. Eitt barnanna er vistað á fangelsinu á Hólmsheiði en hin tvö í sérstöku úrræði barnaverndaryfirvalda. Við ræddum aðbúnað barna sem sæta einangrunarvist og flókin viðfangsefni því tengdu við Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.
Greint hefur verið frá því í fréttum að pólska samfélagið á Íslandi upplifi óöryggi eftir að pólskur maður var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Við ræddum orðræðuna sem fór af stað um Pólverja, innflytjendur og þróun í þeim málum, í kjölfar þessara frétta við Jasminu Vajzovic Crnac, leiðtoga alþjóðamála á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, og Martynu Ylfu Suszko, sem er af pólskum uppruna og starfar sem túlkur.
Karlalið í Lengjudeildinni, fyrstu deild í knattspyrnu, fengu eina milljón króna í réttindagreiðslur á síðasta keppnistímabili frá Íslenskum Toppfótbolta, fjórfalt meira en kvennaliðin sem fengu 260 þúsund krónur. Þetta kemur fram í frétt Heimildarinnar af málinu. Við ræddum málið við Önnu Þorsteinsdóttur formann hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna.
Við fórum síðan yfir það sem bar hæst í íþróttaheiminum núna um helgina í lok þáttar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-24
DAÐI FREYR - Thank You.
DEPECHE MODE - Ghosts Again.
JET - Look What You?ve Done.
CHRISTINE AND THE QUEENS - Je te vois enfin.
EMILÍANA TORRINI
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 24. apríl 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-24
Lúdó og Stefán - Því ekki.
ÍRAFÁR - Stórir Hringir.
Blondie - Call Me (Theme From American Gigolo) (80).
POST MALONE - Chemical.
MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía).
KARLOTTA - Freefalling.
Five Star - Rain or shine.
BJÖRK - Afi.
Del Rey, Lana, Father John Misty - Let The Light In (bonus track wav).
NIA ARCHIVES - Conveniency.
Bonham, Tracy - Mother mother.
BEABADOOBEE - The perfect pair.
Þú og ég - Villi og Lúlla.
JESSIE WARE - Pearls.
JÓNAS SIGURÐSSON - Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum [Radio Edit].
DIMMA - Þungur kross.
Kiriyama Family - Weekends.
DURAN DURAN - The Seventh Stranger (80).
KUL - Operator.
National, The - Eucalyptus.
THE VERVE - Bitter Sweet Symphony.
Future Utopia, Biig Piig - Your Love.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
LAY LOW - By And By.
Grace Jones - I've seen that face before.
OASIS - Some Might Say.
DILJÁ - Power.
Foo Fighters - Rescued.
SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer.
Rahill, Beck - Fables (Radio Edit).
The Smiths - Sheila Take A Bow (80).
Leifur Björnsson, Sigtryggur Baldursson, Pétur Björnsson Fiðlul., Klemens Hannigan - Never Loved Someone So Much.
HOZIER - Take Me To Church.
BLACK HONEY - OK.
THE STYLE COUNCIL - Long hot summer (80).
Goldfrapp, Alison - NeverStop (bonus track wav).
WARMLAND - Superstar minimal.
ROBIN BENGTSSON - I Can?t go on (Eurovision 2017 - Svíþjóð).
MCKINLEY DIXON - Run, run, run.
PARAMORE - Running Out Of Time.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
TEARS FOR FEARS - Sowing the Seeds of Love (80).
FLOTT - Hún ógnar mér.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Varðskipið Freyja leggst utan á flutningaskipið Wilson Skaw í dag og áhöfnin færir farminn til, með það að markmiði að ná jafnvægi á skipinu. Það verður dregið til Hólmavíkur þar sem bráðabirðgaviðgerð fer fram.
Bretar í Súdan segja yfirvöld hafa hent þeim út á Guð og gaddinn, en sendiráðsstarfsmenn voru fluttir burt með hraði úr stríðshrjáðu landinu.
Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi er með lesblindu. Formaður félags lesblindra segir nýja rannsókn sýna að hópurinn er stærri en haldið var.
Bæta þarf túlkaþjónustu í erfiðum málum á borð við manndrápsmálið í Hafnarfirði til að koma í veg fyrir að aðstandendur verði fyrir endurteknu áfalli að mati kvanna sem sinna þjónustu við útlendinga.
Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólga hjaðni á næstu vikum og mánuðum. Áframhaldandi vöxtur í ferðamennsku stuðli að hægum hagvexti.
Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga er á takmörkuðum afköstum eftir að eldur kviknaði út frá einum ofni hennar í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn og engin hætta var á ferðum, að sögn forstjórans.
Predikari í kenískum sértrúarsöfnuði er sagður hafa skipað fylgismönnum sínum að svelta sig í hel fyrir Jesú Krist. Fimmtíu lík hafa fundist í skógi þar sem söfnuðurinn hélt til.
Handknattleikssamband Íslands stendur í ströngu, karlalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EM í vikunni en einnig vantar þjálfara til að taka við liðinu. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs var orðaður við starfið um helgina.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi Gunnars & Lovísa Rut sá um Poppland þennan mánudaginn. Fórum aftur í tímann, fórum yfir þessar helstu tónlistarfréttir, plata vikunnar kynnt til leiks, Modular Heart með hljómsveitinni Warmland og allskonar tónlist á boðstólnum.
REBEKKA BLÖNDAL - Lítið ljóð.
PORTUGAL THE MAN - Dummy.
TRAVIS - Side.
HALL & OATES - Maneater.
Model - Svart og hvítt.
McCalla, Noel, Ackerman, Tracy - No limits.
Nylon - Síðasta sumar.
DAÐI FREYR - Thank You.
boygenius - Not Strong Enough.
VANCE JOY - Riptide.
ROLLING STONES - Start Me Up.
T-REX - Jeepster.
Change Hljómsveit - Hey it's alright.
Stuðmenn - Tætum og tryllum.
VERA DECAY - Someone bad.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
ED SHEERAN - Eyes Closed.
MÅNESKIN - SUPERMODEL.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
BUBBI & KATRÍN HALLDÓRA - Án Þín.
HREIMUR - Get ekki hætt að hugsa um þig.
Vampire Weekend - A Punk.
PHIL COLLINS - In The Air Tonight.
GEORGIA - It's Euphoric.
Loreen - Tattoo.
THE BLESSED MADONNA & THE HOY - Shades Of Love.
Lauryn Hill - Can't Take My Eyes Off You.
Klemens Hannigan - Never Loved Someone So Much.
OFFBÍT & STEINGRÍMUR TEAGUE - Allt á hvolf.
NÝDÖNSK - Á plánetunni jörð.
FLOTT - Kæri heimur.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Caution to the Wind.
QUEEN - A kind of magic.
The Japanese House - Boyhood.
Warmland - Family.
DESTINY'S CHILD - Survivor.
POST MALONE - Chemical.
Dina Ögon - Mormor.
Barbra Streisand, Barry Gibb - Guilty.
Tennis hljómsveit - Superstar.
ELÍN HALL & GDRN - Júpíter.
KIRIYAMA FAMILY - Every Time You Go.
Fleetwood Mac - Never Going Back Again.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Sumarið er komið, það var staðfest með dagatalinu þegar Sumardagurinn fyrsti rann upp á fimmtudaginn var. Á hverju vori hafa Sniglar og Samgöngustofa haldið svokallaðan vorfund þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði sem bifhjólamenn þurfa að hafa í huga fyrir komandi mánuði. Einnig er farið yfir slysatölfræði og fleiri skyld mál er varða öryggi þeirra. Slíkur fundur var einmitt haldinn á Sumardaginn fyrsta. Það hefur einnig verið venja að einhverjir bifhjólamenn segja frá því sem fyrir augu þeirra hefur borið, jafnt innanlands sem utan. Þær Jokka G. Birnudóttir, meðstjórnandi í stjórn Sniglanna og formaðurinn, Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir, komu til okkar í spjall.
Eins og kunnugt er í fréttum þá strandaði flutningaskipið Wilson Skaw við Ennishöfða í Húnaflóa og er nú unnið að því að tæma það svo hægt sé að draga það í fyrstu til Hólmavíkur og síðan til Akureyrar í viðgerð. Varðskipið Freyja er nú við skipið og vinnur í því að færa til saltfarminn. Við hringdum beint í brúnna á Freyju og töluðum við Einar Valsson skipherra.
Vegfarandur um Nýju Hringbrautina í Reykjavík hafa tekið eftir að framkvæmdir eru hafnar í Hljómaskálagarðinum, þessum sívinsæla garði höfuðborgarbúa. En hvað er verið að gera þarna og verður garðurinn lokaður í sumar vegna þessa? Við vitum að hönnunin á breytingunum var gerð í samvinnu við viðburðateymi borgarinnar sem hefur mikla reynslu af skipulagningu viðburða í miðborginni og þekkir því þarfirnar vel. Við hringdum því í Björg Jónsdóttur sem er yfir viðburðadeild Reykjavíkurborgar.
Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir hafa lengi dreymt um að framleiða veganosta á Íslandi. Nú má segja að draumurinn hafi ræst því þau eru komin með starfsleyfi, sem er það fyrsta sem veitt hefur verið hér á landi til grænkera ostagerðar. Framleiðsla er hafin í Hveragerði undir merkjum Lifefood og næsta skref er að koma þessu á markað. Erlendur Eiríksson var á línunni.
Ungmennafélag Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal keppti um helgina í Íslandsmóti barna og unglinga í karate. Þetta er í fyrsta sinn sem iðkendur félagsins keppa á landsvísu en karate hefur verið iðkað hjá félaginu í um tvö ár. María Helga Guðmundsdóttir, karateþjálfari hjá Hrafnkeli Freysgoða, sem einnig er jarðfræðingur og þýðandi var á línunni.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Verjandi 17 ára stúlku sem sætir gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Hafnarfirði furðar sig á því að henni skuli ekki hafa verið sleppt eftir yfirheyrslur í gærkvöld. Hún sé vitni í málinu, ekki gerandi.
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að hjúkrunarfræðingar sýni stjórnvöldum rauða spjaldið með því að samþykkja naumlega fyrsta kjarasamninginn í tíu ár. Koma verði í veg fyrir flótta úr stéttinni.
Ofbeldisbrotum, og sérstaklega brotum þar sem hnífum er beitt, hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Afbrotafræðingur segir að bregðast verði hart við en það sé ekki rétt að setja ungt fólk í fangelsi. Það geri það ekki að betri manneskjum.
Tíu ár gæti tekið að byggja upp riðulausa sauðfjárstofna á Íslandi. Þetta sýna frumniðurstöður Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Jón Hjalta Eiríksson.
------
Undanfarin misseri hefur fjölgað mjög brotum þar sem vopnum er beitt, sérstaklega hnífum. Fjögur ungmenni voru handtekin fyrir helgi, grunuð um að hafa orðið manni að bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Þau sæta gæsluvarðhaldi til fmmtudags. Þrjú þeirra eru ekki orðin átján en það fjórða er á nítjánda ári. Maðurinn var stunginn oftar en einu sinni með hnífi og lést af sárum sínum. Árásin var tekin upp á myndband sem lögregla hefur undir höndum og hún telur sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist. Heimildir fréttastofu herma að samskipti ungmennanna og mannsins sem lést hafi byrjað á bar í grenndinni og færst svo yfir götuna á bílastæðið við Fjarðarkaup. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, telur þetta mál dæmi um ógnvekjandi þróun sem sjáist víðar en hér, en hún varar við refsigleði. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Margréti.
Mörg okkar eiga erfitt með að lesa, skrifa og stafa. Lesblinda háir mörgum í námi, leik og starfi allt frá æsku. En því fyrr sem brugðist er við, því betra. Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára er með lesblindu. Þetta segja niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hvernig gengur skólakerfinu að takast á við lesblindu? Ásdís Aðalbjörg Arnalds er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarni Rúnarsson ræðir við hana.
Engar vísbendingar eru um að stríðandi fylkingar í Súdan ætli að leggja niður vopn þrátt fyrir tilraunir margra þjóðarleiðtoga til að stilla til friðar. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði þegar hann kom til fundar með utanríkismálaráði sambandsins í Lúxemborg í morgun að hann hefði verið í samb
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Ný vika að renna í gang á Kvöldvaktinni með helling af nýrri tónlist eins og vera ber frá; Post Malone, Alison Goldfrapp, Hozier, Jungle, Little Dragon, Nönnu, George Clanton, The National ft Phoebe Bridgers, Kaytraminé og mörgum fleirum.
Lagalistinn
DAÐI FREYR - Thank You.
POST MALONE - Chemical.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Relax (80).
DEPECHE MODE - Ghosts Again.
Shamen, The - LSI (Love, sex, intelligence)
JAMIRAQUAI - Seven days in sunny june.
Summer, Donna - Last dance.
HOZIER - Eat Your Young.
Jungle, Erick The Architect - Candle Flame.
ALISON GOLDFRAPP - So Hard So Hot.
NANNA - Disaster master.
National, The, Bridgers, Phoebe - Your Mind Is Not Your Friend
Fleet Foxes - Mykonos
SYSTUR - Furðuverur.
Árstíðir - A New Tomorrow.
FONTAINES D.C. - Cello Song.
PEARL JAM - Even Flow.
Foo Fighters - Rescued.
DIRB & ANYA SHADDOCK - Með von um nýjan dag.
Mobb Deep - Survival of the fittest.
Tyler, The Creator - DOGTOOTH
Dixon, McKinley - Run, run, run.
Dimitri from Paris - Souvenir De Paris.
RÓISÍN MURPHY - Coocool.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
CAROLINE POLACHECK - Smoke.
PÁLMI & RAKEL - 1000 x Já.
Clanton, George - I been young.
KLF - Last train to trancentral
Joy, The, Blessed Madonna, The - Shades Of Love
Barry Can't Swim - Sunsleeper.
Mr. Oizo - Flat beat (radio edit).
Overmono - Good Lies.
Dury, Baxter, JGrrey - Aylesbury Boy.
PORTUGAL THE MAN - Dummy.
KUL - Operator.
Little Dragon - Slugs of Love
BIRGIR HANSEN - Af því bara (ég og þú).
Kaiser Chiefs - Ruby
Paramore - Running Out Of Time
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Farið er yfir það nýjasta og ferskasta sem er að gerast í grasrót tónlistarsenunnar á Íslandi. Þátturinn leggur áherslu á vandaða umfjöllun um senuna og fólkið sem hana byggir í bland við nýútgefna tónlist.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson, Katrín Helga Ólafsdóttir og Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack.
Ólátagarður tekur á móti tveimur gestum að þessu sinni. Annars vegar er það tónlistarkonan Maria-Carmela Raso eða MSEA, en á morgun gefur hún út nýtt lag; Mouth of the face of the sea, sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu; Our daily apocalypse walk, og við fáum að heyra útvarpsfrumflutning á laginu. Hins vegar er það Ástþór Örn, sem sendi á dögunum frá sér sína þriðju plötu, Epimporphosis.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson & Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
MSEA - Yuri
MSEA - Flesh Tone
MSEA - Sex Self
MSEA - We Move Like Water
MSEA - Mouth of the face of the sea
Ástþór Örn - Adderal - Bonus Track
Ástþór Örn - Wicked Man (Freestyle)
Sniglarnir í töfraskógi - Grámann regnbogi