12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 24. apríl 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Varðskipið Freyja leggst utan á flutningaskipið Wilson Skaw í dag og áhöfnin færir farminn til, með það að markmiði að ná jafnvægi á skipinu. Það verður dregið til Hólmavíkur þar sem bráðabirðgaviðgerð fer fram.

Bretar í Súdan segja yfirvöld hafa hent þeim út á Guð og gaddinn, en sendiráðsstarfsmenn voru fluttir burt með hraði úr stríðshrjáðu landinu.

Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi er með lesblindu. Formaður félags lesblindra segir nýja rannsókn sýna að hópurinn er stærri en haldið var.

Bæta þarf túlkaþjónustu í erfiðum málum á borð við manndrápsmálið í Hafnarfirði til að koma í veg fyrir að aðstandendur verði fyrir endurteknu áfalli að mati kvanna sem sinna þjónustu við útlendinga.

Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólga hjaðni á næstu vikum og mánuðum. Áframhaldandi vöxtur í ferðamennsku stuðli að hægum hagvexti.

Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga er á takmörkuðum afköstum eftir að eldur kviknaði út frá einum ofni hennar í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn og engin hætta var á ferðum, að sögn forstjórans.

Predikari í kenískum sértrúarsöfnuði er sagður hafa skipað fylgismönnum sínum að svelta sig í hel fyrir Jesú Krist. Fimmtíu lík hafa fundist í skógi þar sem söfnuðurinn hélt til.

Handknattleikssamband Íslands stendur í ströngu, karlalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EM í vikunni en einnig vantar þjálfara til að taka við liðinu. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs var orðaður við starfið um helgina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,