13:00
Samfélagið
Barnaspítalinn 20 ára, nemendagarðar á Flateyri og lénsreikningar
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við ætlum að heimsækja Barnaspítala Hringsins sem fagnaði því fyrr í þessum mánuði að 20 ár eru liðin frá því að starfsemi hófst í þá glænýju húsi. Við spjöllum þar við Ingibjörgu Pálmadóttur sem var heilbrigðisráðherra í aðdraganda þess að spítalinn var reistur, Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins sem hefur lagt til mörg hundruð milljónir í rekstur hans og Ásgeir Haraldsson prófessor og yfirlækni.

Samfélagið var um helgina statt á Vestfjörðum, þar á meðal á Flateyri, þar sem nú er risið nýtt hús. Það eru nemendagarðar fyrir Lýðskólann þar. Runólfur Ágústsson formaður stjórnar skólans sýnir okkur húsið og segir okkur frá.

Svo heimsækjum við í lok þáttar Þjóðskjalasafn Íslands eins við gerum reglulega. Að þessu sinni ræðum við við Kristjönu Kristinsdóttur skjalavörð sem hefur rannsakað lénsreikninga frá 17. öld sem safnið varðveitir. Hún dregur fram forn skjöl og sýnir okkur þau.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,