16:05
Víðsjá
Smáatriðin, Svartþröstur, óáþreifanlegur menningararfur
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Kona með háan hita vegna veirusýkingar tekur bók eftir Paul Auster úr bókaskápnum heima hjá sér. Á saurblaðinu er áritun frá fyrrverandi kærustu. Minningarnar flæða fram og smátt og smátt kynnumst við fyrrverandi kærustunni betur, en líka sögumanni. Þetta er fyrsta portrettið af fjórum sem myndast í huga sögumannsins í Smáatriðunum eftir sænska rithöfundinn Iu Genberg. Smáatriðin hlaut August-verðalaunin í fyrra fyrir bestu skáldsögu ársins, hún kom nýverið út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur og við ræðum við hana hér rétt á eftir.

Sundlaugahangs og laufabrauðsgerð, lifandi íslenskar hefðir sem mögulega gætu endað á yfirlitsskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum héldu málþing fyrr í mánuðinum um þetta fyrirbæri. Það er heilmikil vinna sem fer í að komast á svona lista og getur skipt miklu máli fyrir menningarvarðveislu og sjálfsmynd þjóða. Við ræðum þessi mál við Vilhelmínu Jónsdóttur hjá Stofnun Árna Magnússonar.

Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Svartþröst eftir David Harrower sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,