12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 17. mars 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ríkisstjórnin hyggst bregðast við verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra segir að gætt verði að áhrifum verðbólgu á viðkvæma hópa.

Íslenska ríkið var í dag sýknað af 650 milljóna króna skaðabótakröfu Frigusar í tengslum við söluna á félaginu Klakka.

Til stendur að flytja inn gámabyggð fyrir allt að fimmtán hundruð hælisleitendur. Félagsmálaráðherra segir þetta vera fullgilt húsnæði, sem þekkist meðal annars í skólakerfinu.

Kínversk fyrirtæki hafa útvegað rússneskum fyrirtækjum riffla og önnur hergögn síðustu mánuði, samkvæmt rannsókn fjölmiðilsins Politico. Forseti Kína fer í þriggja daga heimsókn til Rússlands í næstu viku.

Stjórnarandstöðuþingmenn í Frakklandi segja Macron forseta hafa komið á stjórnarkreppu í landinu og ætla að leggja fram vantrauststillögu honum á hendur. Hækkun ellilífeyrisaldurs í landinu var áfram mótmælt í morgun.

Lektor við háskóla Íslands segir að fyrirhuguð áform um að færa háskólakennara úr einkaskrifstofum í opin vinnurými sé stærsta kjaramál háskólakennara frá upphafi.

Undirbúningur er hafinn innan Evrópusambandsins að aukinni samhæfingu umferðarreglna, sem auka eiga umferðaröryggi og gera erfiðara að komast undan viðurlögum fyrir umferðarlagabrot.

Það ræðst á morgun hvaða lið verður bikarmeistari í handbolta. Valskonur geta varið titilinn í kvennaflokki á meðan nýr meistari verður krýndur í karlaflokki.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,