13:00
Samfélagið
Skógrækt, framandi sjávarlífverur og matjurtagarðar
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Það er deilt töluvert um skógrækt á Íslandi, um umfang og tegundir trjáa sem er plantað. Við ætlum að reyna að skilja betur helstu átakalínur í þessari umræðu, fáum til okkar Þóru Ellen Þórhallsdóttur, plöntuvistfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands og Eddu Sigurdís Oddsdóttur sviðstjóri rannsóknasviðs hjá Skógræktinni

Rætt við Sindra Gíslason forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands. Hann hélt í gær erindi um framandi sjávarlífverur sem berast hingað, t.d. Með kjölfestuvatni skipa, á ráðstefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hann segir okkur frá mikilvægi þess að bregðast við þessu.

Svo heimsækjum við matjurtagarða Reykjavíkurborgar en fyrr í vikunni var opnað fyrir umsóknir um þá. Guðný Arndís Olgeirsdóttir er allt í öllu þar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,