11:03
Mannlegi þátturinn
Matti Matt föstudagsgestur og matarspjall úr Eyjum
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Matthías Matthíasson söngvari eða Matti Matt eins og hann er oftast kallaður. Matti hefur komið víða við í tónlistarbransanum og var ungur þegar hann steig fyrst fram á svið. Hann var til dæmis meðlimur í eftirfarandi hljómsveitum: Reggea on Ice, Dúndurfréttum, Pöpum o.fl. Hann söng líka öll lögin fyrir íþróttaálfinn í Latabæ, bæði á íslensku og ensku og svo er það hæfileikinn sem hann uppgötvaði ekki fyrr en á fullorðins aldri, að geta farið með heilu setningarnar afturábak nánast án þess að þurfa að hugsa um það. Síðustu misserin hefur hann klárað húsasmíðanám og nú síðast opnað nýstárlega búð sem selur náttúrulegar svefnvörur.

Sigurlaug Margrét var stödd í Vestmannaeyjum hvar hún kannaði matarmenninguna sem hún sagði okkur frá í matarspjalli dagsins. Þar er auðvitað að finna dásamlegt ferskt sjávarfang og miklu fleira sem Sigurlaug tæpti á í þættinum.

Tónlist í þættinum í dag

Út í eyjum / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon)

A Better day / Matti Matt (Matthías Matthías og Helgi Reynir Jónsson)

Í berjamó / Reggea on Ice (Matthías Matthíasson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Hrólfur Sæmundsson)

It must have been love / Roxette (Per Gessle)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,