16:05
Síðdegisútvarpið
16.febrúar
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Um fimm hundruð Eflingarfélagar sem starfa á Íslandshótelum, Berjaya hótels og Edition eru nú í verkfalli. Það kom fram í hádegisfréttum að áhrif verkfalla fari sérstaklega að gæta á sunnudag. Þá þurfi allt að tvö þúsund manns þurfa nýja gistingu og að þeim fjölgi svo verulega eftir helgi. Unnið er að kortlagningu annarra gistikosta á suðvesturhorninu. Við ætlum að slá á þráðinn í framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason.

Bjartmar Guðlaugsson hefur oft verið kallaður Bob Dylan Íslands. Miðað við ástandið í landinu þurfum við sérstaklega mikið á honum að halda í dag. Hann kemur til okkar á eftir, smitar hlustendur með jafnaðargeði sínu og visku og leikur lag fyrir verkalýð landsins. Með honum verður María eiginkona hans.

Aurbjörg.is fylgist vel með verðmati á landinu og er nokkuð víst að margir hér á landi liggi yfir síðunni þessa dagana. Aurbjörg hefur t.d bætt við upplýsingum á samanburðarsíðuna fyrir eldsneytisverð hvaða stöðvar eru búnar með eldsneytið og verður það uppfært á klukkutíma fresti. Framkvæmdarstjóri Aurbjargar, Jóhannes Eiríksson er væntanlegur til okkar.

Atli Fannar Bjarkason lítur við hjá okkur á eftir og fer í vikulegann dagskrárlið sinn MEME vikunnar. Fyrir nokkrum mánuðum fór Atli yfir lyndistáknin, tjáknin eða emojia, þar er stöðugt að bætast í og mun hann í dag halda áfram að útskýra þau fyrir okkur og hvernig við eigum í raun að nota þau.

Ástarlög, almenn kósíheit þar sem pörum verður boðið að nýja eða endurnýja heit sín - þetta getur ekki annað en hljómað vel. Þetta verður meðal þess sem boðið verður upp á í Fríkirkjunni á Sunnudaginn - Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Fríkirkjunni kemur til okkar og segir frá. Kirsten Erna Blöndal söngkona.

Undanfarna daga hafa fréttir borist af fólki sem byrjað er að hamstra bensín og matvæli vegna verkfalls Eflingar sem skall á í gær. Margir eru líka með hugann við Úkraínu stríðið og afleiðingar þess sem gæti farið versnandi á komandi vikum og mánuðum. Ekki bætti það úr skák þegar fréttir bárust af hugsanlegum geimverum sem Bandaríkjaher skaut niður jafn óðan og þessir fljúgandi furðuhlutir birtust, þær fréttir voru reyndar sem betur fer ekki á rökum reistar. Síðdegisútvarpinu finnst tímabært að setja sig í samband við alvöru íslenskann preppara, hana Hjödísi Guðlaugsdóttur sem heldur úti facebook hópnum Prepparar á Íslandi.

Var aðgengilegt til 16. febrúar 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,