06:50
Morgunvaktin
Heimsglugginn, Nýja-Sjáland, verkföllin og skordýraræktun
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við byrjuðum þáttinn á að slá á þráðinn til Nýja-Sjálands og fjalla um stöðuna eftir eyðilegginguna af völdum hitabeltisstormsins Gabríellu, sem gekk yfir landið í byrjun þessarar viku. Teiknarinn og rithöfundurinn Rán Flygenring býr um þessar mundir í borginni Aukland og við heyrðum í henni um stöðu mála í landinu.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Fjallað var um óvænta afsögn Nicolu Sturgeon og Arne Treholt sem lést á dögunum, norðmaðurinn sem dæmdur var fyrir njósnir fyrir Sovétmenn og Íraka. Einnig var sagt frá litlu umburðarlyndi stjórnvalda á Indlandi í garð fjölmiðla.

Við tókum einnig stöðuna í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands ræddi verkfallið núna og fyrri verkföll, vinnulöggjöfina og fleira.

Að lokum fjölluðum við um framtíðarfæðu okkar mannfólksins. Það segja nefnilega margir að skordýr verði æ stærri hluti af fæðu okkar, enda stútfull af næringarefnum. Og tilraunir eru hafnar með að rækta skordýr hér á landi og er það gert við Landbúnaðarháskóla Íslands. Við ræddum við Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskólans um skordýrarækt.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir

Tónlist:

Baby, I love you - Aretha Franklin

Nature - Fourmyula

De smukke unge mennesker - Kim Larsen

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,