11:03
Mannlegi þátturinn
Fjölskyldusameiningar, Söngvakeppnin og Ívar Örn
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Við byrjuðum á því að forvitnast um fjölskyldusameiningar Rauða krossins í dag. Fjölskyldusameiningar eru eitt elsta og mikilvægasta verefni Rauða krossins, en félagið hefur sinnt þeim í 150 ár. Þetta verkefni aðstoðar einstaklinga sem hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína eða fjölskyldumeðlimi við að finnast og sameinast á ný. Net alþjóðasambands Rauða krossins getur hjálpað til við leitina í öllum löndum heims. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins kom í þáttinn og fræddi okkur um þetta mikilvæga verkefni.

Söngvakeppnin 2023 hefst á laugardagskvöldið þar sem fyrstu fimm lögin verða flutt í beinni útsendingu. Tvö lög komast áfram og svo önnur tvö laugardaginn 25.febrúar í útslitin sem haldin verða 4.mars. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar kom til okkar og sagði okkur frá keppninni í ár.

Við hringdum í Ívar Örn Sverrisson, leikara, dansara og leikstjóra í þættinum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Noregs fyrir tæpum 13 árum án þess að vita hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur þar. Hann ákvað þó strax, þrátt fyrir að kunna ekki að tala norsku, að reyna fyrir sér í heimi leiklistar og sýninga. Til að gera langa sögu stutta, eftir fullt af verkefnum í Noregi, með viðkomu í Grænlandi, þá er hans nýjasta verkefni að leikstýra óperu í Portúgal. Við fengum Ívar til að segja okkur þessa sögu í dag.

Tónlist í þættinum í dag

Sólarsamban / Rebekka Blöndal(Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal)

Batnandi / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)

Með hækkandi sól / Systur (Lay Low)

Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,