Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Hildur Eir Bolladóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við byrjuðum þáttinn á að slá á þráðinn til Nýja-Sjálands og fjalla um stöðuna eftir eyðilegginguna af völdum hitabeltisstormsins Gabríellu, sem gekk yfir landið í byrjun þessarar viku. Teiknarinn og rithöfundurinn Rán Flygenring býr um þessar mundir í borginni Aukland og við heyrðum í henni um stöðu mála í landinu.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Fjallað var um óvænta afsögn Nicolu Sturgeon og Arne Treholt sem lést á dögunum, norðmaðurinn sem dæmdur var fyrir njósnir fyrir Sovétmenn og Íraka. Einnig var sagt frá litlu umburðarlyndi stjórnvalda á Indlandi í garð fjölmiðla.
Við tókum einnig stöðuna í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands ræddi verkfallið núna og fyrri verkföll, vinnulöggjöfina og fleira.
Að lokum fjölluðum við um framtíðarfæðu okkar mannfólksins. Það segja nefnilega margir að skordýr verði æ stærri hluti af fæðu okkar, enda stútfull af næringarefnum. Og tilraunir eru hafnar með að rækta skordýr hér á landi og er það gert við Landbúnaðarháskóla Íslands. Við ræddum við Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskólans um skordýrarækt.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir
Tónlist:
Baby, I love you - Aretha Franklin
Nature - Fourmyula
De smukke unge mennesker - Kim Larsen
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við byrjuðum á því að forvitnast um fjölskyldusameiningar Rauða krossins í dag. Fjölskyldusameiningar eru eitt elsta og mikilvægasta verefni Rauða krossins, en félagið hefur sinnt þeim í 150 ár. Þetta verkefni aðstoðar einstaklinga sem hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína eða fjölskyldumeðlimi við að finnast og sameinast á ný. Net alþjóðasambands Rauða krossins getur hjálpað til við leitina í öllum löndum heims. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins kom í þáttinn og fræddi okkur um þetta mikilvæga verkefni.
Söngvakeppnin 2023 hefst á laugardagskvöldið þar sem fyrstu fimm lögin verða flutt í beinni útsendingu. Tvö lög komast áfram og svo önnur tvö laugardaginn 25.febrúar í útslitin sem haldin verða 4.mars. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar kom til okkar og sagði okkur frá keppninni í ár.
Við hringdum í Ívar Örn Sverrisson, leikara, dansara og leikstjóra í þættinum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Noregs fyrir tæpum 13 árum án þess að vita hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur þar. Hann ákvað þó strax, þrátt fyrir að kunna ekki að tala norsku, að reyna fyrir sér í heimi leiklistar og sýninga. Til að gera langa sögu stutta, eftir fullt af verkefnum í Noregi, með viðkomu í Grænlandi, þá er hans nýjasta verkefni að leikstýra óperu í Portúgal. Við fengum Ívar til að segja okkur þessa sögu í dag.
Tónlist í þættinum í dag
Sólarsamban / Rebekka Blöndal(Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal)
Batnandi / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Með hækkandi sól / Systur (Lay Low)
Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Þorbjörg Daphne Hall, tónlistarfræðingur
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Fundir í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá klukkan tíu í morgun. Vel fer á með andstæðum fylkingum. Formaður Eflingar ætlar ekki að fresta verkföllum -- nema SA komi til móts við kröfur þeirra. Formaður SA segist mættur til að semja - allt komi til greina.
Talið er að finna þurfi nýja gistingu fyrir allt að tvö þúsund ferðamenn á sunnudag og að þeim fari fjölgandi eftir helgina. Ferðamálastjóri vill að fyrirtæki aðstoði viðskiptavini við að finna næturstað áður en hið opinbera skerst í leikinn.
Engar leiðbeiningar hafa borist olíusölu- og dreifingarfyrirtækjum um framkvæmd undanþágu verkfalla. Framkvæmdastjóri Olís segir þurfa svör á næstu klukkustundum
Borgarstjóri leggur til að Borgarskjalasafn verði lagt niður og að Þjóðskjalasafn taki við verkefnum þess. Tillagan er lögð fram í sparnaðarskyni.
Móðir og tvö börn hennar fundust í dag á lífi í rústum húss í Tyrklandi, tíu dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir þar og í Sýrlandi. Þá fannst einnig sautján ára stúlka á lífi í dag.
Forstjóri Play hefur ekki áhyggjur af sjö milljarða taprekstri félagsins og segir langtímafjárfesta rólega yfir stöðunni. Hann telur fyrirtækið ekki stækka of hratt.
Þjóðkirkjan hefur ekki mælst með minna traust í þjóðarpúlsi Gallup frá upphafi mælinga. Borgarstjórn Reykjavíkur mælist með minnst traust þeirra stofnana sem könnunin tók til.
Afsögn fyrsta ráðherra Skotlands í gær kom á óvart, að mati stjórnmálafræðiprófessors, þótt hún hafi verið komin í ógöngur með sitt helsta stefnumál, sjálfstæði Skotlands.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ástandið á vinnumarkaðnum er fordæmalaust, segja þau sem til þekkja. Nokkuð stór hluti samfélagsins er nú í einhvers konar lamasessi vegna verkfalls hátt í 900 félagsmanna Eflingar. Meirihlutinn lagði niður störf á hádegi í gær og þetta virðist ætla að bíta. Fólk hamstrar eldsneyti og mat, nokkrar bensínstöðvar hafa skellt í lás og ferðaþjónustan er stóryrt. Matvöruverslanir segjast eiga birgðir út helgina. Það er kominn nýr sáttasemjari í deilunni. En hvað gerir sá sem gegnir þessu starfi - ríkissáttasemjari? Er hann eins konar hjónabandsráðgjafi, eða er hann sáttamiðlari sem leggur fram tillögur, miðlunartillögur jafnvel, að lausnum? Og af hverju er fólk núna að segja að það þurfi að breyta vinnulöggjöfinni? Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum, sem er síðari hluti af tveimur um kjaradeilu Eflingar og SA, en það er ríkissáttasemjari sem fær sviðið í dag.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Svo virðist sem nokkur fjöldi fólks hafi ákveðið að hamstra eldsneyti. En þetta er hættulegt efni. Rætt við umhverfisstofnun og slökkviðliðið.
Jódís Bjarnadóttir félagráðgjafi og sérfræðingur í málefnum flóttaólks hjá FJölmenningarsetri og Arnbjörg Jónsdóttir félagsfræðingur og stundakennari við HÍ; Fjallað um félagsleg tengsl og flóttafólk, þessi mál hafa verið rannsökuð og gefa leiðbeinandi niðurstöður.
Umhverfispistill fimmtudagsins er að þessu sinni í höndum Evlalíu Kolbrúnar Ágústsdóttur, sem er meðstjórnandi í loflagsnefnd ungra umhverfissinna
Útvarpsfréttir.
Una Margrét Jónsdóttir fjallar um Wolfgang Amadeus Mozart, föður hans Lepopold Mozart, systur hans Nannerl Mozart og eiginkonuna Constanze og yngsta son þeirra Wolfgangs og Constanze, Franz Xaver Mozart.
(Áður á dagskrá 2006)
Fjallað um samband Wolfgangs Amadeus Mozarts við fjölskyldu sína.
Björgvin Franz Gíslason leikari les úr bréfum Wolfgangs Amadeusar Mozart. Þýð. Árni Kristjánsson. Björgvin les einnig fleiri bréf frá Mozart, þýðing Unu Margrétar. Hallmar Sigurðsson les úr bréfum Leopolds Mozart. Bergljót Haraldsdóttir les úr bréfi Constanze, konu Mozarts. Hanna G. Sigurðardóttir les úr endurminningum Sophie Weber Haibel.
Umsjónarmaður: Una Margrét Jónsdóttir .
Útvarpsfréttir.
Í þáttunum skoðar umsjónarmaður eyðingu mannvirkja og umhverfis í átökum ólíkra hópa, á ólíkum tímum í sögunni. Við kynnumst byggingarlistinni sem táknmynd menningar og skotmarki menningarhreinsana. Við könnum hlutskipti hennar í hryðjuverkum, byltingum, landvinningastríðum og við aðskilnað samfélaga. Við kynnumst líka byggingarlistinni sjálfri. Fegurðinni. Tækninni. Notagildinu. Þessum þremur grunnstoðum arkitektúrsins sem rómverski arkitektinn og fræðimaðurinn Vítrúvíus skrifaði um á fyrstu öld fyrir Krist.
Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson.
Í þessum fyrsta þætti Blóði drifinnar byggingarlistar höldum við til Indlands og lítum á hvernig aldalangar erjur hafa mótað þetta gríðarstóra og flókna samfélag fram á okkar daga. Við skoðum landvinninga íslamskra höfðingja, þjóðernishyggju hjá hindúum og nýlendustefnu breska heimsveldisins. En við dveljum einkum við hryggilega sögu einnar tiltekinnar byggingar, Mosku Babúrs keisara, og reynum að lesa í áhrif hennar á Indland og alþjóðasamfélagið.
Umsjón:
Hilmar Hildar Magnúsarson.
Lesari í þættinum:
Lesari í þættinum með Hilmari er Sigríður Birna Valsdóttir.
Tæknistjórn/samsetning:
Lydía Grétarsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Páll Ragnar Pálsson tónskáld, er nýkominn heim frá París þar sem hann var við upptökur á kammerverkinu Lamenta. Það var franska ríkisútvarpið, Radio France, sem pantaði hjá honum verkið eftir að hann hlaut fyrstu verðlaun á alþljóðlega tónskáldaþinginu Rostrum. Við heyrum meira af því ævintýri í þætti dagsins.
"Það þarf ekki bara eitthvað eitt leikhúsverk, það þarf mörg leikhúsverk, það þarf margar bækur, margar bíómyndir. Það eru svo ótal margir vinklar og margt sem þarf að skoða, margt sem er óþægilegt og margt erfitt," segir Eva Rún Snorradóttir, sviðshöfundur, en í verkinu Góða ferð inn í gömul sár, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, freistar hún þess að gera upp HIV faraldurinn á Íslandi með heimilda- og þátttökuleikúsi. Við hittum Evu Rún og fáum að vita meira.
Og í dag fáum við pistil frá Freyju Þórsdóttur, heimspekingi, sem steig hér á stokk með sinn fyrsta pistil fyrir 2 vikum síðan og verður hér með okkur fram á vorið. Í dag Freyja fjallar í dag um leiki lífsins og mýkt sem styrk. Í því samhengi skoðar hún m.a. hvaða hvernig auglýsingar stórfyrirtækja geta endurspeglað úreltar hugmyndir um náttúruna, og hvaða áhrif það getur haft þegar umhyggja er ekki metin að verðleikum í samfélagi. Þjáist heimurinn mögulega af lífshættulegum umhyggjuskorti?
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Minnstu mátti muna að einn þekktasti samkvæmisdansari okkar Íslendinga, Þorkell Jónsson hefði verið á svæðinu þegar ellefu voru skotin til bana í dansstúdíói þar sem Þorkell kennir samkvæmisdans. Þórður Ingi Jónsson útsendari Lestarinnar í Los Angeles hitti Þorkel og ræddi við hann um þennan örlagaríka dag.
Gervigreindin er víðar en mann grunar og hún er farin að framleiða fyrir okkur hluti. María Óskarsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason koma í heimsókn til að ræða stöðuna, nýjustu hreyfingar, framtíðina og hvernig fara skuli með þetta.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að grípa inn í kjaraviðræður með lagasetningu að svo stöddu. Grannt sé þó fylgst með framvindu verkfalla.
Komið er að úrslitastund um hvort formlegum kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður fram haldið. Stjórn og trúnaðarráð Eflingar situr nú á fundi
Sænska lögreglan hefur synjað tveimur umsóknum um leyfi til að brenna Kóraninn í Stokkhólmi. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn sem slíkum mótmælum getur fylgt.
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna neitar að bera vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á þætti Donalds Trumps í áhlaupi á þinghúsið í Washington fyrir tveimur árum.
-------
Í dag hófst atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar um næstu lotu verkfalla. Þar kjósa um 600 starfsmenn hótela og gistiheimila um hvort leggja eigi niður störf. Verði það samþykkt er allt félagsfólk Eflingar sem starfar á hótelum komið í verkfall. Einnig nær það til um 400 öryggisvarða hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni og 650 manns í ræstingum hjá Dögum og Sólar auk minni fyrirtækja, samtals um 1650 manns. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verði verkföllin samþykkt eiga þau að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar, í þarnæstu viku. Og áhrif verkfalla sem hófust í gær verða sífellt meiri. Olía og bensín fer minnkandi á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ferðaþjónustan óttast að ferðamenn verði á hrakhólum fljótlega í kring um helgina. Bjarni Rúnarsson tekur saman atburði dagsins.
Sérstakur saksóknari sem rannsakar þátt Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þinghúsárásinni 6. janúar 2021 stefndi á dögunum Mike Pence, varaforseta hans, til að bera vitni. Saksóknarinn starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Að sögn bandarískra fjölmiðla var Pence birt stefnan eftir langar samningaviðræður stjórnvalda og lögmanna hans. Haft var eftir varaforsetanum fyrrverandi í bandarískum fjölmiðlum í gær að hann ætlaði ekki að mæta til yfirheyrslu undir neinum kringumstæðum. Hann væri jafnvel tilbúinn að fara fyrir hæstarétt til að fá stefnunni hnekkt.
Það hefur lengi legið í loftinu að Mike Pence yrði stefnt til að mæta fyrir rannsóknarnefndina til að svara spurningum um atburðina sjötta janúar. Í viðtali í fréttaþætti CBS Face The Nation í nóvember sagði hann að ekki kæmi til greina að mæta. Ásgeir Tómasson segir frá.
Vitað er um 160 tilvik þar sem olía og önnur spilliefni hafa farið í sjóinn utan ströndum Svíþjóðar, á síðustu þremur árum. Stundum í mjög miklu magni. Ekkert þessara mála hefur þó leitt til sakfellingar. Kári Gylfason í Gautaborg fjal
Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri.
Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.
Gestur þáttarins er Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði. Við spjöllum um hvað forritun er, hvernig forritun og fótbolti tengjast og hvað /sys/tur eru. Svo fer Ævar yfir sögu internetsins og hvernig maður á að haga sér á því.
http://krakkaruv.is/aevar
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen.
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó í hljóðriti sem gert var fyrir Ríkisútvarpið árið 2008.
Lesari: Svanhildur Óskarsdóttir.
Kynnir: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Hljóðritun frá tónleikum Caput hópsins sem fram fóru í tónleikaröð Hörpu, Sígildum sunnudögum 8. janúar sl.
Á efnisskrá:
*Professor Bad Trip: Lesson I eftir Fausto Romitelli.
*Dulle Griet eftir Giovanni Verrando.
*Cinque Frammenti da Heterodyne eftir Massimiliano Viel.
*Ogoras Speaks eftir Atla Ingólfsson.
Einleikarar: Klarínettuleikararnir Beate Zelinsky og David Smeyers.
Stjórnandi: Guðni Franzson.
Umsjón: Friðrik Margrétar-Guðmundsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Svo virðist sem nokkur fjöldi fólks hafi ákveðið að hamstra eldsneyti. En þetta er hættulegt efni. Rætt við umhverfisstofnun og slökkviðliðið.
Jódís Bjarnadóttir félagráðgjafi og sérfræðingur í málefnum flóttaólks hjá FJölmenningarsetri og Arnbjörg Jónsdóttir félagsfræðingur og stundakennari við HÍ; Fjallað um félagsleg tengsl og flóttafólk, þessi mál hafa verið rannsökuð og gefa leiðbeinandi niðurstöður.
Umhverfispistill fimmtudagsins er að þessu sinni í höndum Evlalíu Kolbrúnar Ágústsdóttur, sem er meðstjórnandi í loflagsnefnd ungra umhverfissinna
Veðurstofa Íslands.
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, les. Á undan lestrinum hljómar upphaf tilheyrandi sálmalags sem Páll Ísólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnar.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Minnstu mátti muna að einn þekktasti samkvæmisdansari okkar Íslendinga, Þorkell Jónsson hefði verið á svæðinu þegar ellefu voru skotin til bana í dansstúdíói þar sem Þorkell kennir samkvæmisdans. Þórður Ingi Jónsson útsendari Lestarinnar í Los Angeles hitti Þorkel og ræddi við hann um þennan örlagaríka dag.
Gervigreindin er víðar en mann grunar og hún er farin að framleiða fyrir okkur hluti. María Óskarsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason koma í heimsókn til að ræða stöðuna, nýjustu hreyfingar, framtíðina og hvernig fara skuli með þetta.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Austurfrétt greindi frá því á dögunum að hjá HEF veitum séu helst áhyggjur af opnum vatnsbólum ef til öskugoss kemur frá Öskju. Við ræddum við Ágústu Björnsdóttur, formann stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, um mengunarhættu af öskufalli.
Stígamót hafa stigið fram með fræðslu til foreldra um hvernig ræða megi klám við börn. Íslenskar rannsóknir hafa ítrekað sýnt á síðastliðnum árum að áhorf á klám er mjög almennt og reglulegt meðal stórs hóps unglinga hér á landi.Við ræddum þessa fræðslu við talskonu Stígamóta, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur
Fylgi Vinstri grænna er í lægstu lægðum, ef svo má að orði komast. Mörg þung mál hafa vafist fyrir ríkisstjórninni sem komið hefur einna harðast niður á fylgi VG. Formaður Ungra Vinstri grænna, Drífa Lýðsdóttir, lét hafa það eftir sér í Fréttablaðinu að ríkisstjórnarsamstarfið væri nú of dýru verði keypt. Hún var gestur okkar.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, tilkynnti í gær að hún ætli að láta af embætti og um leið hætta sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. Hún sagði á blaðamannafundi að ekkert eitt hefði leitt til þessarar ákvörðunar en að starfið hefði bæði haft líkamleg og andleg áhrif á henni og að það skipti miklu máli að manneskjan í brúnni hefði mikla orku. Þá hefði almenningsálit á henni hindrað málefnalega umræðu. Við ræddum afsögnina og áhrif hennar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.
Við veltum fyrir okkur öryggis- og varnarmálum Íslands í þættinum í samhengi við tíðindi af njósnabelgjum yfir Bandaríkjunum og skipum Rússa á Eystrarsalti sem eru búin kjarnorkuvopnum. Við ræddum við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi
Við héldum áfram að ræða áhrif verkfallsins í lok þáttar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kom til okkar.
Tónlist:
Steed Lord - Curtain Call.
RIHANNA - Lift Me Up.
CALEB KUNLE - All in your head.
MUMFORD & SONS - Little Lion Man.
FIRST AID KIT - Emmylou.
TOVE LO - No one dies from love.
FUGEES - Ready Or Not.
THE VERVE - Bitter Sweet Symphony.
HAIM - Don't Wanna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunvekin 16. febrúar 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-02-16
SIGRÚN STELLA - Circles.
STUÐMENN - Mikki.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB E [Alt Version] (100bpm Key e).
Beck - Thinking About You.
PRINS PÓLÓ - Hamstra sjarma.
MUGISON - Kossaflóð.
MONACO - What Do You Want From Me.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB I [Alt Version] (125 bpm Key b) v2.
SPENCER DAVIS GROUP - Keep On Running.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV 11.16?22).
BAND OF HORSES - Warning Signs.
TALK TALK - Life's What You Make It (80).
SAM SMITH - I'm Not Here To Make Friends.
Diljá - Lifandi inní mér.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB F (96bpm Key D#).
MITSKI - Stay Soft.
FLOTT - Hún ógnar mér.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB D (114bpm Key E).
SOUL 2 SOUL - Back to life (80).
PORTUGAL THE MAN - Live In The Moment.
Deus - 1989 (Radio Edit).
BOB SINCLAR - Love generation (radio edit).
FATOUMATA DIAWARA - Nsera (ft. Damon Albarn).
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB B [Alt Version] (100bpm Key C).
BEYONCÉ - Halo.
COI LERAY - Players (Clean).
BIGGI MAUS - Má ég snúza meir?.
boygenius - True Blue.
CHAMPAIGN - How Bout Us (80).
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB J [Alt Version] (125 bpm Key d).
Bubbi Morthens - Fallegur Dagur.
SYCAMORE TREE - My Heart Beats For You.
Shapeshifters - Lola's theme (radio edit).
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB G [Alt Version] (106bpm Key E).
JÓNAS SIG - Hamingjan er hér.
Móa - Glötuð ást.
LEXZI - Beautiful moon.
ART OF NOISE - Kiss ft. Tom Jones (80).
THE HEAVY HEAVY - Go Down River.
BJÖRK - Ovule feat. Shygirl (Sega Bodega Remix).
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB H [Alt Version] (120 bpm Key c#).
KÁRI - Sleepwalking.
Draumfarir - Upphaf.
THE WHITE STRIPES - Seven Nation Army.
ADAMSKI - Killer.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB J (100bpm Key e).
AMABADAMA - Gangá eftir þér (Úr leiksýningunni Úti að aka).
RÁS 2 STEF 2023 - RUV Rás 2 Stöðutákn A (099bpm Key e).
OFFBÍT & STEINGRÍMUR TEAGUE - Allt á hvolf.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB E (100bpm Key a).
Alex G - Runner.
Adele - I drink wine.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fundir í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá klukkan tíu í morgun. Vel fer á með andstæðum fylkingum. Formaður Eflingar ætlar ekki að fresta verkföllum -- nema SA komi til móts við kröfur þeirra. Formaður SA segist mættur til að semja - allt komi til greina.
Talið er að finna þurfi nýja gistingu fyrir allt að tvö þúsund ferðamenn á sunnudag og að þeim fari fjölgandi eftir helgina. Ferðamálastjóri vill að fyrirtæki aðstoði viðskiptavini við að finna næturstað áður en hið opinbera skerst í leikinn.
Engar leiðbeiningar hafa borist olíusölu- og dreifingarfyrirtækjum um framkvæmd undanþágu verkfalla. Framkvæmdastjóri Olís segir þurfa svör á næstu klukkustundum
Borgarstjóri leggur til að Borgarskjalasafn verði lagt niður og að Þjóðskjalasafn taki við verkefnum þess. Tillagan er lögð fram í sparnaðarskyni.
Móðir og tvö börn hennar fundust í dag á lífi í rústum húss í Tyrklandi, tíu dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir þar og í Sýrlandi. Þá fannst einnig sautján ára stúlka á lífi í dag.
Forstjóri Play hefur ekki áhyggjur af sjö milljarða taprekstri félagsins og segir langtímafjárfesta rólega yfir stöðunni. Hann telur fyrirtækið ekki stækka of hratt.
Þjóðkirkjan hefur ekki mælst með minna traust í þjóðarpúlsi Gallup frá upphafi mælinga. Borgarstjórn Reykjavíkur mælist með minnst traust þeirra stofnana sem könnunin tók til.
Afsögn fyrsta ráðherra Skotlands í gær kom á óvart, að mati stjórnmálafræðiprófessors, þótt hún hafi verið komin í ógöngur með sitt helsta stefnumál, sjálfstæði Skotlands.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Lovísa Rut
Lovísa Rut sá um stjórnina í Popplandi dagsins og dagskráin fjölbreytt að vanda, allskonar tónlist, Arnar Eggert og Andrea gerðu upp plötu vikunnar sem var platan Popplögin um Ástina með Draumförum, viðtal við Björk og Berg Þórisson um væntanlega tónleika Bjarkar í sumar.
Svo heyrðum við lög úr Söngvakeppninni og farið yfir þessar helstu tónlistarfréttir að vanda.
BLOODGROUP - Hips Again.
DEXYS MIDNIGHT RUNNERS - Come on Eileen.
Lizzo - Special (ft. SZA).
THE STROKES - Last Nite.
BEACH WEATHER - Sex, Drugs, Etc..
THE LA'S - There She Goes.
SOFI TUKKER - Chasing Cars.
Celebs - Dómsdags dans.
Lacy, Steve - Helmet (Clean).
CALEB KUNLE - All in your head.
Beck - Thinking About You.
HILDUR - I'll Walk With You.
Raye - The Thrill Is Gone.
Draumfarir - Nær þér.
Draumfarir - Draumaprins.
Draumfarir - Pæla.
Draumfarir - Betri leið.
Draumfarir - Popplagið um ástina.
OASIS - Don't Look Back In Anger.
COI LERAY - Players (Clean).
CAPITAL CITIES - Safe And Sound.
KRISTÍN SESSELJA - I'm still me.
Omar Apollo - Evergreen (You Didn't Deserve Me At All).
TLC - No scrubs.
Saga Matthildur - Leiðina heim.
KÁRI - Sleepwalking.
Benedikt - Þora.
ARCADE FIRE - Everything Now.
BJÖRK - Ovule feat. Shygirl (Sega Bodega Remix).
BJÖRK - Atopos.
BJÖRK - Ovule.
ÍRAFÁR - Ég Sjálf.
ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn.
VERA DECAY - Running.
PHIL COLLINS - In The Air Tonight.
SAM SMITH - I'm Not Here To Make Friends.
Lottó - I'd die to be his wife.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Nothing Left To Lose.
MADONNA - Hung Up.
CHANNEL TRES - 6 am.
GUS GUS - David.
LAUFEY - Falling Behind.
ELÍN HALL - Vinir.
Lykke Li - Gunshot.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Um fimm hundruð Eflingarfélagar sem starfa á Íslandshótelum, Berjaya hótels og Edition eru nú í verkfalli. Það kom fram í hádegisfréttum að áhrif verkfalla fari sérstaklega að gæta á sunnudag. Þá þurfi allt að tvö þúsund manns þurfa nýja gistingu og að þeim fjölgi svo verulega eftir helgi. Unnið er að kortlagningu annarra gistikosta á suðvesturhorninu. Við ætlum að slá á þráðinn í framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason.
Bjartmar Guðlaugsson hefur oft verið kallaður Bob Dylan Íslands. Miðað við ástandið í landinu þurfum við sérstaklega mikið á honum að halda í dag. Hann kemur til okkar á eftir, smitar hlustendur með jafnaðargeði sínu og visku og leikur lag fyrir verkalýð landsins. Með honum verður María eiginkona hans.
Aurbjörg.is fylgist vel með verðmati á landinu og er nokkuð víst að margir hér á landi liggi yfir síðunni þessa dagana. Aurbjörg hefur t.d bætt við upplýsingum á samanburðarsíðuna fyrir eldsneytisverð hvaða stöðvar eru búnar með eldsneytið og verður það uppfært á klukkutíma fresti. Framkvæmdarstjóri Aurbjargar, Jóhannes Eiríksson er væntanlegur til okkar.
Atli Fannar Bjarkason lítur við hjá okkur á eftir og fer í vikulegann dagskrárlið sinn MEME vikunnar. Fyrir nokkrum mánuðum fór Atli yfir lyndistáknin, tjáknin eða emojia, þar er stöðugt að bætast í og mun hann í dag halda áfram að útskýra þau fyrir okkur og hvernig við eigum í raun að nota þau.
Ástarlög, almenn kósíheit þar sem pörum verður boðið að nýja eða endurnýja heit sín - þetta getur ekki annað en hljómað vel. Þetta verður meðal þess sem boðið verður upp á í Fríkirkjunni á Sunnudaginn - Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Fríkirkjunni kemur til okkar og segir frá. Kirsten Erna Blöndal söngkona.
Undanfarna daga hafa fréttir borist af fólki sem byrjað er að hamstra bensín og matvæli vegna verkfalls Eflingar sem skall á í gær. Margir eru líka með hugann við Úkraínu stríðið og afleiðingar þess sem gæti farið versnandi á komandi vikum og mánuðum. Ekki bætti það úr skák þegar fréttir bárust af hugsanlegum geimverum sem Bandaríkjaher skaut niður jafn óðan og þessir fljúgandi furðuhlutir birtust, þær fréttir voru reyndar sem betur fer ekki á rökum reistar. Síðdegisútvarpinu finnst tímabært að setja sig í samband við alvöru íslenskann preppara, hana Hjödísi Guðlaugsdóttur sem heldur úti facebook hópnum Prepparar á Íslandi.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að grípa inn í kjaraviðræður með lagasetningu að svo stöddu. Grannt sé þó fylgst með framvindu verkfalla.
Komið er að úrslitastund um hvort formlegum kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður fram haldið. Stjórn og trúnaðarráð Eflingar situr nú á fundi
Sænska lögreglan hefur synjað tveimur umsóknum um leyfi til að brenna Kóraninn í Stokkhólmi. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn sem slíkum mótmælum getur fylgt.
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna neitar að bera vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á þætti Donalds Trumps í áhlaupi á þinghúsið í Washington fyrir tveimur árum.
-------
Í dag hófst atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar um næstu lotu verkfalla. Þar kjósa um 600 starfsmenn hótela og gistiheimila um hvort leggja eigi niður störf. Verði það samþykkt er allt félagsfólk Eflingar sem starfar á hótelum komið í verkfall. Einnig nær það til um 400 öryggisvarða hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni og 650 manns í ræstingum hjá Dögum og Sólar auk minni fyrirtækja, samtals um 1650 manns. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verði verkföllin samþykkt eiga þau að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar, í þarnæstu viku. Og áhrif verkfalla sem hófust í gær verða sífellt meiri. Olía og bensín fer minnkandi á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ferðaþjónustan óttast að ferðamenn verði á hrakhólum fljótlega í kring um helgina. Bjarni Rúnarsson tekur saman atburði dagsins.
Sérstakur saksóknari sem rannsakar þátt Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þinghúsárásinni 6. janúar 2021 stefndi á dögunum Mike Pence, varaforseta hans, til að bera vitni. Saksóknarinn starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Að sögn bandarískra fjölmiðla var Pence birt stefnan eftir langar samningaviðræður stjórnvalda og lögmanna hans. Haft var eftir varaforsetanum fyrrverandi í bandarískum fjölmiðlum í gær að hann ætlaði ekki að mæta til yfirheyrslu undir neinum kringumstæðum. Hann væri jafnvel tilbúinn að fara fyrir hæstarétt til að fá stefnunni hnekkt.
Það hefur lengi legið í loftinu að Mike Pence yrði stefnt til að mæta fyrir rannsóknarnefndina til að svara spurningum um atburðina sjötta janúar. Í viðtali í fréttaþætti CBS Face The Nation í nóvember sagði hann að ekki kæmi til greina að mæta. Ásgeir Tómasson segir frá.
Vitað er um 160 tilvik þar sem olía og önnur spilliefni hafa farið í sjóinn utan ströndum Svíþjóðar, á síðustu þremur árum. Stundum í mjög miklu magni. Ekkert þessara mála hefur þó leitt til sakfellingar. Kári Gylfason í Gautaborg fjal
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Saga Matthildur - Leiðina heim.
Árstíðir ? Summertime sadness
Noise - Overdue.
Herbert Guðmundsson - (If paradise is) half as nice.
Amarosis - Thunder.
Piparkorn - Neinei.
Tryggvi Þór Pétursson ? ID
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Ástin hefur legið í loftinu undanfarna daga, ekki síst á þriðjudaginn var en þá héldu sum upp á Valentínusardaginn, dag elskenda. Það er auðvitað gott og blessað, en á Kvöldvaktinni að þessu sinni ætlum við að setja annars konar ást í brennidepilinn; ást sem er ekki beint rómantísk þó mikilvæg sé hún og umsvifamikil í lífum okkar flestra. Það er vináttan og kærleikur milli vina.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson
Lagalisti:
Ízleifur - Á heilanum
Slowthai - Feel Good
Rihanna - Lift Me Up
Bjarni Ben - Pretty In Pink
Harry Styles - Music For A Sushi Restaurant
Sam Smith - I?m Not Here To Make Friends
Lizzo - About Damn Time
PinkPantheress, Ice Spice - Boy?s a liar Pt. 2
Ice Spice - Munch
FLOTT - Hún ógnar mér
Kristín Sesselja - I?m Still Me
Charli XCX - c2.0
The Beatles - With A Little Help From My Friends
Trúbrot - My Friend And I
Teitur Magnússon - Vinur vina minna
Kim Wilde - You Keep Me Hangin? On
Cate Le Bon - Home To You
Indigo De Souza - Hold U
Upplyfting - Traustur vinur
Omega - Gyöngyhajú lány
Arthur Russell - What It?s Like
Ólöf Arnalds - Vinur minn
GRÓA - Friendlove
Dry Cleaning - Swampy
H. Hawkline - Plastic Man
Arlo Parks - Weightless
Caleb Kunle - All In Your Head
Mave & Dave - Do You Really Want My Love
Triste Janero - Rene De Marie
Unknown Mortal Orchestra - Ffunny Ffrends
Morrissey - Hold On To Your Friends
Ég - Vinir
Stereolab - Cybele?s Reverie
Randy Newman - You?ve Got A Friend In Me
100 gecs - Hollywood Baby
Glass Pyramid - Back To Lovers
Dina Ögon - Mormor
Stevie Wonder - Visions
Cortex - Huit octobre 1971
The Zenmenn & John Moods - Out Of My Mind
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Í Konsert kvöldsins ætlum við að hlusta á frábæra tónleika með einni bestu tónleikahljómsveit sögunnar ? nefnilega The Rolling Stones sem var stofnuð í London árið 1962. Það var að koma út tónleikaplata með Rolling Stones sem heitir Grrr Live, og tónleikamynd. Tónleikarnir fóru fram í Newark í Bandaríkjunum í desember 2015 og voru liður í 50 ára afmælistónleikatúr Rolling Stones - The 50 and Counting tour.