06:50
Morgunútvarpið
16. feb - Klám, afsögn ráðherra og varnarmál
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Austurfrétt greindi frá því á dögunum að hjá HEF veitum séu helst áhyggjur af opnum vatnsbólum ef til öskugoss kemur frá Öskju. Við ræddum við Ágústu Björnsdóttur, formann stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, um mengunarhættu af öskufalli.

Stígamót hafa stigið fram með fræðslu til foreldra um hvernig ræða megi klám við börn. Íslenskar rannsóknir hafa ítrekað sýnt á síðastliðnum árum að áhorf á klám er mjög almennt og reglulegt meðal stórs hóps unglinga hér á landi.Við ræddum þessa fræðslu við talskonu Stígamóta, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur

Fylgi Vinstri grænna er í lægstu lægðum, ef svo má að orði komast. Mörg þung mál hafa vafist fyrir ríkisstjórninni sem komið hefur einna harðast niður á fylgi VG. Formaður Ungra Vinstri grænna, Drífa Lýðsdóttir, lét hafa það eftir sér í Fréttablaðinu að ríkisstjórnarsamstarfið væri nú of dýru verði keypt. Hún var gestur okkar.

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, tilkynnti í gær að hún ætli að láta af embætti og um leið hætta sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. Hún sagði á blaðamannafundi að ekkert eitt hefði leitt til þessarar ákvörðunar en að starfið hefði bæði haft líkamleg og andleg áhrif á henni og að það skipti miklu máli að manneskjan í brúnni hefði mikla orku. Þá hefði almenningsálit á henni hindrað málefnalega umræðu. Við ræddum afsögnina og áhrif hennar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.

Við veltum fyrir okkur öryggis- og varnarmálum Íslands í þættinum í samhengi við tíðindi af njósnabelgjum yfir Bandaríkjunum og skipum Rússa á Eystrarsalti sem eru búin kjarnorkuvopnum. Við ræddum við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi

Við héldum áfram að ræða áhrif verkfallsins í lok þáttar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kom til okkar.

Tónlist:

Steed Lord - Curtain Call.

RIHANNA - Lift Me Up.

CALEB KUNLE - All in your head.

MUMFORD & SONS - Little Lion Man.

FIRST AID KIT - Emmylou.

TOVE LO - No one dies from love.

FUGEES - Ready Or Not.

THE VERVE - Bitter Sweet Symphony.

HAIM - Don't Wanna.

Var aðgengilegt til 16. febrúar 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,