12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 12. október 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þingi Alþýðusambands Íslands hefur verið frestað fram á næsta vor. Sitjandi forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, fer fyrir í vetur kjaraviðræðum í vetur.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa hætt við forsetaframboð í ASÍ og gengið út af þingi þess vegna óvæginna ásakanna en hann efaðist ekki um að hann hefði haft sigur.

Hlaup er hafið úr Grímsvötnum. Búist er við að það taki hlaupvatn um sólarhring að ná að þjóðvegi eitt. Hvorki mælist skjálftavirkni né gosórói í eldstöðinni.

Fulltrúar fimmtíu ríkja, þar á meðal Íslands, sitja nú á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussels, þar sem rætt er um auknar vopnasendingar til Úkraínu. Varnir gegn loftárásum eru forgangsatriði segir framkvæmdastjóri NATO.

Fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu koma í nýtt móttökuskjól á Eiðum á Héraði í dag. 16 manns fara austur með rútum og tíu til viðbótar eru á biðlista eftir að komast til Eiða.

Rauði krossinn segir að þó fjöldi hælisleitenda nú sé meiri en oft áður sé ástandið vel viðráðanlegt. Samtökin taka því ekki undir orð dómsmálaráðherra að staðan sé orðin stjórnlaus.

Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir að aldrei hafi verið jafn erfitt að ráða fólk til starfa. Aðalhagfræðingur Landsbankans telur að atvinnuleysi geti jafnvel minnkað enn.

Hákon krónprins Noregs kom til Íslands undir hádegi, og er á leið að gosstöðvunum við Fagradalsfjall með forseta Íslands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,