06:50
Morgunvaktin
Lífshlaup urriðans í Þingvallavatni
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Í byrjun þáttar var fjallað stuttlega um kvikmyndina 79 af stöðinni en sextíu ár eru í dag síðan hún var frumsýnd.

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur var gestur klukkan hálf átta. Hann hefur um árabil rannsakað urriðann í Þingvallavatni. Urriðadansinn svokallaði verður á laugardaginn, þá segir Jóhannes gestum frá ævi og athæfi urriðans en hrygningatímabilið stendur nú.

Sacheen Littlefeather lést í byrjun mánaðar. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum frumbyggja í Bandaríkjunum og var fræg þegar hún kom fram við Óskarsverðlaunahátíðina 1973 og afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Marlon Brandos. Vera sagði frá Litlu fjöður.

Karen Birna Þorvaldsdóttir varði gær doktorsritgerð við Háskólann á Akureyri og varð fyrst allra til að gera það. Skólinn hlaut réttindi til að útskrifa doktora fyrir fimm árum. Ritgerð hennar ber heitið "Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall." Karen Birna var gestur Ágústs Ólafssonar fréttamanns á Akureyri.

Tónlist:

If I had a hammer - Peter, Paul and Mary,

Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms,

Litli fugl - Elly Vilhjálms,

Með þér - Ragnheiður Gröndal,

If not you - Dr. Hook.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 42 mín.
,