Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Finnborg segist vera með ríka réttlætiskennd og það hjálpi svo sannarlega í sinni vinnu græðunum.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í byrjun þáttar var fjallað stuttlega um kvikmyndina 79 af stöðinni en sextíu ár eru í dag síðan hún var frumsýnd.
Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur var gestur klukkan hálf átta. Hann hefur um árabil rannsakað urriðann í Þingvallavatni. Urriðadansinn svokallaði verður á laugardaginn, þá segir Jóhannes gestum frá ævi og athæfi urriðans en hrygningatímabilið stendur nú.
Sacheen Littlefeather lést í byrjun mánaðar. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum frumbyggja í Bandaríkjunum og var fræg þegar hún kom fram við Óskarsverðlaunahátíðina 1973 og afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Marlon Brandos. Vera sagði frá Litlu fjöður.
Karen Birna Þorvaldsdóttir varði gær doktorsritgerð við Háskólann á Akureyri og varð fyrst allra til að gera það. Skólinn hlaut réttindi til að útskrifa doktora fyrir fimm árum. Ritgerð hennar ber heitið "Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall." Karen Birna var gestur Ágústs Ólafssonar fréttamanns á Akureyri.
Tónlist:
If I had a hammer - Peter, Paul and Mary,
Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms,
Litli fugl - Elly Vilhjálms,
Með þér - Ragnheiður Gröndal,
If not you - Dr. Hook.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Ellen Calmon hefur verið ráðin framkvæmdastýra Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, en hún er nýkomin úr ferð til Jórdaníu og Ítalíu þar sem hún heimsótti verkefni Barnaheilla þar í landi. Hún heimsótti meðal annars Za?atari flóttamannabúðirnar sem liggja í norðurhluta Jórdaníu við landamæri Sýrlands. Þær eru stærstu flóttamannabúðir í heimi með 81.000 íbúa án ríkisfangs. Við ræddum við Ellen um ferðina og einnig um helstu verkefni Barnaheilla á Íslandi í dag.
Bragi Valdimar Skúlason heldur fyrirlestur á eftir á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar á vegum FKA, félags kvenna í atvinnulífinu sem hann kallar Allskyns orð. Þar ætlar hann að velta fyrir sé hvernig við getum nálgast kynhlutleysi í tungumálinu okkar. Hverjir, eða hver, séu að streitast á móti því? Eru það við eða kannski bara málið sjálft? Bragi kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um kynhlutleysi og kynjað mál.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nú snúinn til baka eftir nokkurra vikna ferðalag víða um Evrópu. Í póstkorti dagsins segir hann frá því hvað það þarf til að geta kallast Eyjamaður. Hann segir frá ættingjum sem hafa talist og teljast Eyjamenn, en til þess þurfa menn að sanna sig á ýmsan máta. Það er líka sagt frá konfektverksmiðju í Úkraínu og eiganda hennar en það var enginn annar en fyrrum forseti landsins sem nú er sakaður um landráð en samt leyft að taka þátt í baráttunni gegn Rússum.
Tónlist í þættinum:
Vegir liggja / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Indriði G. Þorsteinsson)
Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)
Someone to watch over me / Ella Fitzgerald (Ira Gershwin og George Gershwin)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Hrönn Egilsdóttir sviðstjóri á umhverfissviði Hafrannsóknarstofnunar
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Þingi Alþýðusambands Íslands hefur verið frestað fram á næsta vor. Sitjandi forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, fer fyrir í vetur kjaraviðræðum í vetur.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa hætt við forsetaframboð í ASÍ og gengið út af þingi þess vegna óvæginna ásakanna en hann efaðist ekki um að hann hefði haft sigur.
Hlaup er hafið úr Grímsvötnum. Búist er við að það taki hlaupvatn um sólarhring að ná að þjóðvegi eitt. Hvorki mælist skjálftavirkni né gosórói í eldstöðinni.
Fulltrúar fimmtíu ríkja, þar á meðal Íslands, sitja nú á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussels, þar sem rætt er um auknar vopnasendingar til Úkraínu. Varnir gegn loftárásum eru forgangsatriði segir framkvæmdastjóri NATO.
Fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu koma í nýtt móttökuskjól á Eiðum á Héraði í dag. 16 manns fara austur með rútum og tíu til viðbótar eru á biðlista eftir að komast til Eiða.
Rauði krossinn segir að þó fjöldi hælisleitenda nú sé meiri en oft áður sé ástandið vel viðráðanlegt. Samtökin taka því ekki undir orð dómsmálaráðherra að staðan sé orðin stjórnlaus.
Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir að aldrei hafi verið jafn erfitt að ráða fólk til starfa. Aðalhagfræðingur Landsbankans telur að atvinnuleysi geti jafnvel minnkað enn.
Hákon krónprins Noregs kom til Íslands undir hádegi, og er á leið að gosstöðvunum við Fagradalsfjall með forseta Íslands.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fyrr á þessu ári fundu vísindamenn eitt frægasta skip í sögu landkönnunar á heimskautasvæðum á þriggja kílómetra dýpi í afskekktu og illfæru hafsvæði við Suðurskautslandið, skip sem leitað hafði verið lengi. Endurance, skip bresku heimskautahetjunnar Ernest Shackletons, sökk í Weddel-hafi 1915 þegar Shackleton gerði tilraun til að ganga fyrstur manna þvert yfir Suðurskautslandið, og það hefur hvílt á hafsbotni síðan. En ætti skipið að vera þar áfram, og ekkerthróflað við því, eða ætti að gera tilraun til að ná því upp á yfirborðið? Um það eru nú skiptar skoðanir. Þetta helst fjallar um sögu Endurance, um leitina að flakinu og pælingar um framtíð þess.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ræðum líffræðilega fjölbreytni. Nú er til umsagnar í samráðsgáttinni svokölluð grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Snorri Sigurðsson er sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hann ætlar að fjalla um grænbókina á Hrafnaþingi á eftir. En fyrst sest hann hjá okkur.
Yfir milljarður unglinga og ungs fólks eru í hættu á að tapa heyrn vegna langvarandi tónlistarhlustunar með heyrnartólum. Heyrnarheilsa verður verulega skert í framtíðinni verði ekkert að gert - við ætlum að ræða við Kristján Sverrisson forstjóra heyrnar og talmeinastöðvar Íslands
Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínúta
Í vísindaspjalli dagsins kemur Edda Olgudóttir og svarar spurningunni um hvort það sé óhollt að borða á kvöldin.
Útvarpsfréttir.
Fimm þátta sería þar sem Valur Gunnarsson fjallar um breska tónlistarmanninn og lagahöfundinn David Bowie og árin hans í Berlín.
Bowie kynnir sér menningu Berlínarbúa og gerir eitt helsta verk sitt. En hverjir voru hinir dularfullu elskendur sem segir frá í hinu sígilda lagi „Heroes?“ Bowie gerir upp við þá sem ásökuðu hann um Nasisma og verður vinsælli en nokkru sinni fyrr. Hann finnur hamingjuna með ofurmódelinu Iman og gefur út nýja Berlínarplötu árið 2013. En gamlir draugar ásækja hann á ný þegar hann lýsir því yfir á Brit verðlaunahátíðinni að Skotland eigi ekki að lýsa yfir sjálfstæði.
Umsjón: Valur Gunnarsson.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum fær Sverrir Norland til sín skemmtilega gesti sem endurhugsa með honum heiminn.
Gestir þáttarins eru Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki, Nanna Hlín Halldórsdóttir nýdoktor og Hrefna Óskarsdóttir, sviðssjóri iðjuþjálfunar í verkjateyminu á Reykjalundi.
Rætt er um vinnustaðinn og vinnumenningu í samhengi við „verðleikasamfélagið“ og förum á heimspekilegar nótur. Hvernig metum við gildi manneskju? Hvers vegna eru svo margir í eilífu kapphlaupi, keyra sig út og klessa jafnvel á vegg?
Umsjón: Sverrir Norland.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Rithöfundurinn, uppreisnarseggurinn og grúskarinn. Súrrealistinn, þekkingarleitarinn og óseðjandi menningarneytandinn. Textahöfundurinn, handritshöfundurinn og skáldið Sjón, er sextugur í ár. Af því tilefni gefur Forlagið út heildarsafn ritverka hans, en frá árinu 1978 og fram til dagsins í dag hefur Sjón gefið út 13 ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók í þessu nýja safni er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Sjón hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Auk þeirra ritverka sem finna má í nýútgefnu heildarsafni liggja eftir Sjón leikrit, lagatextar og kvikmyndahandrit. Það er bara einn gestur í Víðsjá dagsins, og það er Sjón.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Fyrir jól ár hvert rís háreist hálmgeit í Kauptúni í Garðabæ. Sænska húsgagnakeðjan Ikea stendur fyrir því en álíka hálmgeit prýðir torg í sænska bænum Gävle. Þar hefur skapast hefð fyrir því að kveikja í geitinni. Við ræðum við manneskju sem kveikti eitt árið í geitinni hér á Íslandi.
Við hringjum vestur á Ísafjörð í Fjölni Baldursson sem er þessa stundina á harðahlaupum að klára að undirbúa nýja íslenska kvikmyndahátíð. Það er hátíðin PIFF sem er haldin í annað sinn á Ísafirði og kemur beint í kjölfarið á RIFF.
Í október 1982 kom á markað í Japan tæki sem átti eftir að gjörbylta tónlistarútgáfu næstu áratugina, Þetta var fyrsti geislaspilarinn Sony CDP-101 sem notaðist við nýja tegund hljómplötu: geisladisk. Við gröfum gömlum blaðagreinum í tilefni að 40 ára afmæli geisladisksins.
Guðrún Elsa Bragadóttir tekur saman það besta sem hún sá á RIFF, sem lauk um helgina. Hún var einstaklega ánægð með tvær myndir, heimildamyndina Doc of the Dead og spænsku hryllingsmyndina Cerdita, eða Svínka.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 12. október 2022.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta Alþýðusambandsins vonar að formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins, sem gengu af þingi ASÍ í gær, snúi aftur. Tillaga hennar um að hafna kjörbréfum Eflingarfélaga hafi verið mistök. Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir miður að þinginu hafi verið frestað en er efins um að friður verði kominn á í sambandinu fyrir vorið. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.
Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú - og konur í haldi aldrei verið fleiri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Dæmi séu um að fangaverðir hafi orðið óvinnufærir eftir líkamsárás í starfi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann.
Dælubílar voru kallaðir út að Elliðaám í Reykjavík síðdegis í dag vegna sápu sem freyddi í ánum. Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi segir líklegast að sápan hafi borist gegnum göturæsi úr Breiðholti en vatn úr ræsinu rennur óhindrað í árnar. Alexander Kristjánsson tók saman.
----------
Ef svo fer að stærstu félögin í Alþýðusambandinu segja sig úr því veikir það sambandið augljóslega segir Sumarliði Ísleifsson dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem skrifað hefur sögu ASÍ. Staðan sé óljós og verði það næstu mánuði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Núll komma þriggja prósenta efnahagssamdráttur var í Bretlandi í ágúst, að því er hagstofa landsins greindi frá í dag. Hún birti einnig leiðrétta niðurstöðu um hagvöxtinn í júlí. Ásgeir Tómasson segir frá.
Yfirvofandi efnahagssamdráttur; versnandi hagur heimila; raforkuskortur; tíðar skotárásir glæpagengja; og ótrygg staða í utanríkismálum. Ný ríkisstjórn í Svíþjóð stendur frammi fyrir mörgum áríðandi verkefnum. En það er eitt sem tefur - mánuði eftir þingkosningarnar hafa flokkarnir sem fengu meirihluta enn ekki komið sér saman um stjórnarsáttmálann. Kári Gylfason sagði frá stjórnarmyndun í Svíþjóð.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum ætlum við að fræðast um vampýrur. Fyrstu skrifin um þær koma úr þjóðsögum og við ætlum að fá að heyra allt um þetta óhuggulega fyrirbæri. Hvað er vampýra? Hvernig þekkjum við þær frá venjulegu lifandi fólki? Hver er frægasta vampýra sögunnar? Hvað borða þær? Hvað forðast þær? Er vond lykt af þeim?
Þetta og margt margt fleira forvitnilegt og fróðlegt í þættinum.
Sérfræðingur þáttarins er: Úlfhildur Dagsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Danska strengjakvartettsins á Mozart-hátíðinni í Augsburg í maí s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Henry Purcell, Benjamin Britten og Wolfgang Amadeus Mozart.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ræðum líffræðilega fjölbreytni. Nú er til umsagnar í samráðsgáttinni svokölluð grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Snorri Sigurðsson er sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hann ætlar að fjalla um grænbókina á Hrafnaþingi á eftir. En fyrst sest hann hjá okkur.
Yfir milljarður unglinga og ungs fólks eru í hættu á að tapa heyrn vegna langvarandi tónlistarhlustunar með heyrnartólum. Heyrnarheilsa verður verulega skert í framtíðinni verði ekkert að gert - við ætlum að ræða við Kristján Sverrisson forstjóra heyrnar og talmeinastöðvar Íslands
Anna Sigríður Þráinsdóttir: Málfarsmínúta
Í vísindaspjalli dagsins kemur Edda Olgudóttir og svarar spurningunni um hvort það sé óhollt að borða á kvöldin.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Ellen Calmon hefur verið ráðin framkvæmdastýra Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, en hún er nýkomin úr ferð til Jórdaníu og Ítalíu þar sem hún heimsótti verkefni Barnaheilla þar í landi. Hún heimsótti meðal annars Za?atari flóttamannabúðirnar sem liggja í norðurhluta Jórdaníu við landamæri Sýrlands. Þær eru stærstu flóttamannabúðir í heimi með 81.000 íbúa án ríkisfangs. Við ræddum við Ellen um ferðina og einnig um helstu verkefni Barnaheilla á Íslandi í dag.
Bragi Valdimar Skúlason heldur fyrirlestur á eftir á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar á vegum FKA, félags kvenna í atvinnulífinu sem hann kallar Allskyns orð. Þar ætlar hann að velta fyrir sé hvernig við getum nálgast kynhlutleysi í tungumálinu okkar. Hverjir, eða hver, séu að streitast á móti því? Eru það við eða kannski bara málið sjálft? Bragi kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um kynhlutleysi og kynjað mál.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nú snúinn til baka eftir nokkurra vikna ferðalag víða um Evrópu. Í póstkorti dagsins segir hann frá því hvað það þarf til að geta kallast Eyjamaður. Hann segir frá ættingjum sem hafa talist og teljast Eyjamenn, en til þess þurfa menn að sanna sig á ýmsan máta. Það er líka sagt frá konfektverksmiðju í Úkraínu og eiganda hennar en það var enginn annar en fyrrum forseti landsins sem nú er sakaður um landráð en samt leyft að taka þátt í baráttunni gegn Rússum.
Tónlist í þættinum:
Vegir liggja / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Indriði G. Þorsteinsson)
Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)
Someone to watch over me / Ella Fitzgerald (Ira Gershwin og George Gershwin)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Fyrir jól ár hvert rís háreist hálmgeit í Kauptúni í Garðabæ. Sænska húsgagnakeðjan Ikea stendur fyrir því en álíka hálmgeit prýðir torg í sænska bænum Gävle. Þar hefur skapast hefð fyrir því að kveikja í geitinni. Við ræðum við manneskju sem kveikti eitt árið í geitinni hér á Íslandi.
Við hringjum vestur á Ísafjörð í Fjölni Baldursson sem er þessa stundina á harðahlaupum að klára að undirbúa nýja íslenska kvikmyndahátíð. Það er hátíðin PIFF sem er haldin í annað sinn á Ísafirði og kemur beint í kjölfarið á RIFF.
Í október 1982 kom á markað í Japan tæki sem átti eftir að gjörbylta tónlistarútgáfu næstu áratugina, Þetta var fyrsti geislaspilarinn Sony CDP-101 sem notaðist við nýja tegund hljómplötu: geisladisk. Við gröfum gömlum blaðagreinum í tilefni að 40 ára afmæli geisladisksins.
Guðrún Elsa Bragadóttir tekur saman það besta sem hún sá á RIFF, sem lauk um helgina. Hún var einstaklega ánægð með tvær myndir, heimildamyndina Doc of the Dead og spænsku hryllingsmyndina Cerdita, eða Svínka.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ræddum við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, um stöðuna í Grímsvötnum í upphafi þáttar. Íshellan hafði sigið um rúma fjóra metra í gær síðan í lok síðustu viku og búist við hlaupi.
Um fimm prósent af framlagi ríkisins til heilbrigðisþjónustu rennur til geðheilbrigðismála en áætluð þörf er um 25%. Samkvæmt tölum frá Geðhjálp hefur öryrkjum vegna geðrænna vandamála fjölgað um 250% á undanförnum þremur áratugum og 70% þeirra sem létust árið 2021 og voru á aldrinum 18 til 29 ára tóku eigið líf eða tóku of stóran skammt. Þetta eru sláandi tölur sem við rýndum betur í með Sigmari Þór Ármannssyni stjórnarmanni í Geðhjálp.
Í dag átti að fara fram þingfesting fyrir Landsrétti á máli Elínborgar Hörpu Önundardóttur sem var sakfellt í héraði á síðasta ári fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að neita að hlíða fyrirmælum lögreglunnar þegar hán mótmælti brottvísun hælisleitenda í dómsmálaráðuneytinu, Alþingi og víðar. Elínborg hefur látið hafa eftir sér að sér þyki erfitt að treysta réttarkerfinu og að það komi illa fram við aktivista eins og hán. Þingfestingunni hefur verið frestað um eina viku en Elínborg var gestur okkar.
Við ræddum um vendingar í ASÍ með Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi og krísuráðgjafa, og Sigurði Péturssyni sagnfræðingi sem hefur skrifað um verkalýðshreyfinguna.
Danska rannsóknarstofnunin Nationale Geologiske Undersøgelser for Danmark og Grønland birti í síðustu viku skýrslu þar sem fram kemur að sjávarborð við strendur Danmerkur muni á næstu áratugum hækka mun hraðar og meira en áður hefur verið talið. Ef svo fer fram sem horfir verði margar eyjur óbyggilegar og bæir og strendur fara undir vatn. Við ræddum við Halldór Björnsson, hópstjóra veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, um niðurstöður skýrslunnar.
Alþingi hefur samþykkt að gera skýrslu um samfélagslegan kostnað fátæktar hér á landi - en slíkur kostnaður hefur ekki áður verið rannsakaður hér á landi. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata sem lagði fram skýrslubeiðnina, var gestur okkar í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 12. október 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Spilverk Þjóðanna - Vakna fyrstur
Walter purphy - A fifth of Beethoven
JóíPxPally - Face
Gorillaz - Feel good Inc.
Beck - Old man
The Mynah Birds - I?ll wait forever
Rick James - Super freak
Karl Orgeltrio - Bréfbátar
Systur - Dusty road
Kusk & Óviti - Elsku vinur
Warmland - Family
Einar Ágúst - Þakka þér
Jon Secada - Just another day
10:00
Laufey - Falling behind
Daniel Oliver - Falling behind
Violent Femmes - Blister in the sun
Biggi Maus & Rósa Björk - Please don?t go
Pale moon - I confess
Björn Jörundur & Ragga Gröndal - Reiknaðu með mér
Snap! - The Power
Freyjólfur & Celebs - Bíttu mig
Jimmy eat world - The middle
Hipsumhaps - Fuglar
Árný Margrét - sniglar
Grant Lee Buffalo - Fuzzy
Soundgarden - Fell on balck days
Snorri Helgason - Falleg
11:00
Vök - Headlights
Bee Gees - Too much heaven
Guðmundur R - Skrifað í skýin
Ásgeir Trausti - Borderland
Self Esteem - Fuckyng wizardry
Björgvin gísla & Sigurður Bjóla - Vatn Ft. Dísa
Ske - Julietta 2
Írafár - Allt sem ég sé
Simply Red - Stars
Sycamore tree - How does it feel (Plata vikunnar)
ABC - Poison arrow
Vieux Farka Touré - Tongo Barra Ft. Khruangbin
Nick Cave - Into my arms
12:00
KK - Vegbúi
BSÍ - Vesturbæjar beach
Silk Sonic - Smokin? out the window
The National - Weird goodbyes Ft. Bon Iver
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þingi Alþýðusambands Íslands hefur verið frestað fram á næsta vor. Sitjandi forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, fer fyrir í vetur kjaraviðræðum í vetur.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa hætt við forsetaframboð í ASÍ og gengið út af þingi þess vegna óvæginna ásakanna en hann efaðist ekki um að hann hefði haft sigur.
Hlaup er hafið úr Grímsvötnum. Búist er við að það taki hlaupvatn um sólarhring að ná að þjóðvegi eitt. Hvorki mælist skjálftavirkni né gosórói í eldstöðinni.
Fulltrúar fimmtíu ríkja, þar á meðal Íslands, sitja nú á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussels, þar sem rætt er um auknar vopnasendingar til Úkraínu. Varnir gegn loftárásum eru forgangsatriði segir framkvæmdastjóri NATO.
Fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu koma í nýtt móttökuskjól á Eiðum á Héraði í dag. 16 manns fara austur með rútum og tíu til viðbótar eru á biðlista eftir að komast til Eiða.
Rauði krossinn segir að þó fjöldi hælisleitenda nú sé meiri en oft áður sé ástandið vel viðráðanlegt. Samtökin taka því ekki undir orð dómsmálaráðherra að staðan sé orðin stjórnlaus.
Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir að aldrei hafi verið jafn erfitt að ráða fólk til starfa. Aðalhagfræðingur Landsbankans telur að atvinnuleysi geti jafnvel minnkað enn.
Hákon krónprins Noregs kom til Íslands undir hádegi, og er á leið að gosstöðvunum við Fagradalsfjall með forseta Íslands.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þau Siggi Gunnars og Rósa Birgitta stýrðu fjölbreyttu Popplandi í dag.
12.40 til 14.00 Siggi
Rebekka Blöndal - Lítið ljóð
Reverend and The Makers - Heatwave In The Cold North
Gorillaz ft. Tame Imala - New Gold
Kiryama Family - Weekends
Prefab Sprout - Appetite
Sam Ryder - Somebody
Flott - Mér er drull
Beabadoobee - The Perfect Pair
Kasabian - The Wall
Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar - Faðir
The Killers - Boy
Grafík - Presley
Ellý Vilhjálms - Vegir liggja til allra átta
Sycamore Tree - Beautiful
Fleetwood Mac - Sara
14.00 til 16.00 Rósa
Júníus Meyvant - High Heels
Patrick Watson - The Storm
Gossip - Heavy Cross
S.H. Draumur & Prins Póló - Draumaprinsessan
Blur - Coffee & Tv
Devandra Banhart - Baby
Elín Ey & Pétur Ben - Þjóðvegurinn
Jojo Abot - To Li
Sycamore Tree - Velveteen
Echo & The Bunnymen - The Killing Moon
Emmylou - First Aid Kit
Beyonce - Cuff it
Warmland - Want it now
Unknown Mortal Orchestra - So good at being in trouble
Sálin Hans Jóns Míns - Krókurinn
Aldous Harding - the Barrel
Sault - Bitter Streets
Ásgeir Trausti - Snowblind
Billie Eilish - Tv
Harry Nilsson - Coconut
Self Esteem - Fucking Wizardry
Depeche Mode - Enjoy the Silence
Emiliana Torrini - Me and Armini (Simone Lombardi mix)
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Heimilislausir karlmenn eru eins og stendur í setuverkfalli í neyðarskýlinu á Grandagarði 1a sem er úrræði fyrir heimilislausa karlmenn og er rekið af velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Mótmælin eru skipulögð af samtökunum Viðmót sem eru ný hagsmunasamtök um réttindi vímuefnanotenda á Íslandi og í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að meðlimir hafi ákveðið í mótmælaskyni að yfirgefa ekki neyðarskýlið á Granda klukkan tíu í morgun þegar úrræðið átti að loka yfir daginn. Ingi Þór Eyjólsson forstöðumaður gistiskýlisins að Lindagötu 48 kemur í þáttinn á eftir til að ræða málefni heimilislausra ásamt Guðmundi Inga Þóroddssyni formanni Afstöðu en hann sendi í gær út neyðarkall á Facebook þar sem hann óskar eftir hlýjum fatnaði, svefnpokum og tjöldum fyrir heimilislaust fólk á Íslandi.
Nú er hafinn nýr hluti rannsókna hjá Svefnbyltingu. Um er að ræða lífstílsrannsókn sem stór hópur nemenda, kennara, rannsakenda og starfsfólks Háskólans í Reykjavík kemur að og vinnur innan hins stóra svefnrannsóknarverkefnis sem Svefnbyltingin er. Anna Sigríður Islind dósent í tölvunarfræði og leiðtogi stafræna hluta Svefnbyltingarinnar kemur til okkar og segir okkur frá Svefnbyltingunni og þessum nýja hluta rannsóknarinnar sem snýr að hrotum, kæfisvefni og lífsstíl.
Heilsutækniklasinn er vettvangur til að auka nýsköpun og almennt samstarf í íslenskum heilbrigðismálum, þar sem ólíkir aðilar vinna saman að framgangi nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Freyr Hólm Ketilsson stofnandi heilsuklasans kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þessu.
Út er komin bókin 365 Pabbabrandarar eftir Þorkel Guðmundsson. Þorkell mætir til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir og segir okkur frá tilurð bókarinnar og slær á létta strengi.
Og eins og alltaf á miðvikudögum þá rýnum við í kvikmyndir og sjónvarpsþætti með Ragnar Eyþórssyni.
Stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar FKA, Jafnrétti er ákvörðun, fór fram fyrr í dag. Verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.
Ein þeirra sem þarna hélt erindi var Dr. Ásta Dís Óladóttir, dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands Og erindi hennar bar yfirskriftina ?Erum við að beita úreltum aðferðum?? Við hittum Ástu Dís í Útvarpshúsinu og spurðum hana út í það hvort úreltum aðferðum væri beitt í ráðningum á stjórnendum fyrirtækja.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 12. október 2022.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta Alþýðusambandsins vonar að formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins, sem gengu af þingi ASÍ í gær, snúi aftur. Tillaga hennar um að hafna kjörbréfum Eflingarfélaga hafi verið mistök. Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir miður að þinginu hafi verið frestað en er efins um að friður verði kominn á í sambandinu fyrir vorið. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.
Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú - og konur í haldi aldrei verið fleiri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Dæmi séu um að fangaverðir hafi orðið óvinnufærir eftir líkamsárás í starfi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann.
Dælubílar voru kallaðir út að Elliðaám í Reykjavík síðdegis í dag vegna sápu sem freyddi í ánum. Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi segir líklegast að sápan hafi borist gegnum göturæsi úr Breiðholti en vatn úr ræsinu rennur óhindrað í árnar. Alexander Kristjánsson tók saman.
----------
Ef svo fer að stærstu félögin í Alþýðusambandinu segja sig úr því veikir það sambandið augljóslega segir Sumarliði Ísleifsson dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem skrifað hefur sögu ASÍ. Staðan sé óljós og verði það næstu mánuði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Núll komma þriggja prósenta efnahagssamdráttur var í Bretlandi í ágúst, að því er hagstofa landsins greindi frá í dag. Hún birti einnig leiðrétta niðurstöðu um hagvöxtinn í júlí. Ásgeir Tómasson segir frá.
Yfirvofandi efnahagssamdráttur; versnandi hagur heimila; raforkuskortur; tíðar skotárásir glæpagengja; og ótrygg staða í utanríkismálum. Ný ríkisstjórn í Svíþjóð stendur frammi fyrir mörgum áríðandi verkefnum. En það er eitt sem tefur - mánuði eftir þingkosningarnar hafa flokkarnir sem fengu meirihluta enn ekki komið sér saman um stjórnarsáttmálann. Kári Gylfason sagði frá stjórnarmyndun í Svíþjóð.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Að venju boðið upp á nýja og spriklandi ferska tónlist á Kvöldvaktinni frá; Widowspeak, Hot Chip, Lucy Dacus, Omar Apollo, First Aid Kit, Venbee ásamt Goddard., Neil Young, Sampa the Great, MIA og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Systur - Dusty Road
Elliot Smith - Between the Bars
Widowspeak - The Jacket
Lucy Dacus - It's Too Late
First Aid Kit - Turning Into You
Loyle Carner - Nobody Knows
John Grant - God's Gonna Cut You Down
Nick Cave - Let the Bells Ring
The Big Moon - Trouble
Simple Minds - First You Jump
Gabriels - Angels & Queens
Prince - Nothing Compares 2 U
Sampa the Great ft Angélique Kidjo - Let Me Be Great
Siggy - Happy Trees
Beyonce - Cuff It
Sault - Free
M.I.A. - Beep
Air, Thomas Mars - Playground Love
Christine and the Queens - Rien Dire
Oliver Sim - Run the Credits
Vök - Headlights
PinkPanteress - Picture In My Mind
Venbee, Goddard. - Messy In Heaven
The Go! Team - Divebomb
Harry Nilsson - Jump Into the Fire
LCD Soundsystem - New Body Rhumba
Omar Apollo - Evergreen
Feist - Limit To Your Love
Júníus Meyvant - High Heels
Beck - Old Man
BJF, Ragga Gröndal - Reiknaðu með mér
Tim Buckley - Once I Was
Neil Young - Love Earth
Aron Can - Flýg upp
Biig Piig - Kerosene
Ásdís - Dirty Dancing
Yeah Yeah Yeahs - Wolf
Jamie xx - Kill Dem
Fatboy Slim, Eats Everything - Bristol To Brighton
FM Belfast - Par Avion
TSHA - Dancing In the Shadows
Hot Chip - Broken
Útvarpsfréttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 1. - 8. október.