23:05
Lestin
Brennuvargur IKEA-geitar segir frá, PIFF, geisladiskurinn 40 ára
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Fyrir jól ár hvert rís háreist hálmgeit í Kauptúni í Garðabæ. Sænska húsgagnakeðjan Ikea stendur fyrir því en álíka hálmgeit prýðir torg í sænska bænum Gävle. Þar hefur skapast hefð fyrir því að kveikja í geitinni. Við ræðum við manneskju sem kveikti eitt árið í geitinni hér á Íslandi.

Við hringjum vestur á Ísafjörð í Fjölni Baldursson sem er þessa stundina á harðahlaupum að klára að undirbúa nýja íslenska kvikmyndahátíð. Það er hátíðin PIFF sem er haldin í annað sinn á Ísafirði og kemur beint í kjölfarið á RIFF.

Í október 1982 kom á markað í Japan tæki sem átti eftir að gjörbylta tónlistarútgáfu næstu áratugina, Þetta var fyrsti geislaspilarinn Sony CDP-101 sem notaðist við nýja tegund hljómplötu: geisladisk. Við gröfum gömlum blaðagreinum í tilefni að 40 ára afmæli geisladisksins.

Guðrún Elsa Bragadóttir tekur saman það besta sem hún sá á RIFF, sem lauk um helgina. Hún var einstaklega ánægð með tvær myndir, heimildamyndina Doc of the Dead og spænsku hryllingsmyndina Cerdita, eða Svínka.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,