11:03
Mannlegi þátturinn
Máni Svavarsson, jólaveðurspjall og Kristrún Halla lesandi vikunnar

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Máni Svavarsson er höfundur tónlistarinnar í Latabæ og nú loks eru öll 100 lögin sem hann samdi fyrir hin ýmsu Latabæjarverkefni komin á tónlistarveitur. Við fórum aðeins með Mána yfir þessa sögu ásamt því að heyra af öðrum verkefnum eins og leiksýningu um Gurru Grís (Peppa Pig) sem sýnd hefur verið til dæmis á West End í átta ár fyrir jólin en Máni samdi tónlistina við þessa sýninguna.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo í veðurspjall til okkar í dag. Í þetta sinn var það jólaspáin og jólaveður í löndunum í kring um okkur. Rennur upp hlýjasti aðfangadagur í manna minnum á Íslandi? Og svo fræddi Einar okkur um ástæður landbrotsins við Vík og horfur á sjógangi þar næstu daga.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kristrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Dagur þjóðar. Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20 öld e. Pál Björnsson.

Ósmann e. Joachim B. Schmidt.

Persepólís e. Marjane Satrapi.

Mzungu e. Þórunni Rakel Gylfadóttur og Simon Okoth Aora

Svo á jörðu, e. Nínu Ólafsdóttur.

Strá fyrir straumi e. Erlu Huldu Halldórsdóttur

Afleggjarinn e. Auði Övu Ólafsdóttur

Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma e. Ófeig Sigurðsson

Tónlist í þættinum:

Þorláksmessukvöld / Ragnhildur Gísladóttir (Mel Tormé & Robert Wells, texti Þorsteinn Eggertsson)

Litla Jólabarn / Elly Vilhjálms (Elith Worsing, Ludvig Brandstrup og Axel Andreasen, texti Ómar Ragnarsson)

Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Sigurður Halldór Guðmundsson texti Bragi Valdimar Skúlason)

Hin fyrstu jól / Hljómeyki (Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,