23:00
Ólátagarður
Jólátagarður 2025

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.

Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.

Jólátabelgirnir láta ekki rigningu og rok stoppa sig frá því að vera í jólaskapi. Eins og vanalega er haldið upp á hálfgerð litlu jól í síðasta Ólátagarðsþætti fyrir hátíðirnar. Já, það er komið að hinum árlega Jólátagarði þar sem súrustu, óhefðbundnustu og óvæntustu jólalögin fá að hljóma. Gleðileg grasrótarjól!

Lagalisti:

Hjalti Jón - aðventa 1 (oh my love, darling)

Futuregrapher - Jolasveinar 1 & 808 (Original Mix)

We Are Not Romantic - Rauð Jól

The Post-Performance Blues Band - BLEIK JÓL

Lausar skrúfur - Kringlukast

Purumenn - Fyrir jól

Ásta - Ástarfundur á jólanótt

lúpína - jólalag lúpínu

Gleðilegt fokking ár - Desember

Indris, Meateater - Una (jólalag)

symfaux - yoawl

Kruklið - Nú koma jólin

Drengurinn fengurinn - Það eru jól

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst.
,