09:03
Píanóskáldið Robert Schumann
Fyrsti þáttur
Píanóskáldið Robert Schumann

Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um að verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.

Umsjón: Halldór Hauksson.

Carnaval, op. 9, er í raun grímuball í tónum þar sem ímyndaðar og raunverulegar persónur streyma fram hjá áheyrandanum í hnitmiðuðum og innblásnum portrettum Schumanns. Tónsnillingunum Chopin og Paganini bregður fyrir, en einnig Clöru Wieck, tilvonandi eiginkonu tónskáldsins og píanósnillingi. Kveikjan að verkinu var þó samband Schumanns við aðra unga konu, Ernestine von Fricken, en þau trúlofuðust leynilega í september 1834. Allir kaflar verksins eru byggðir á stöfunum í nafni heimabæjar Ernestine. „Nafn bæjarins, Asch, er afar músíkalskt,“ sagði Schumann, „bókstafina fjóra má alla finna í nótnastafrófinu, og líka í nafninu mínu.“

Lesari með umsjónarmanni er Jóhannes Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 48 mín.
,