07:03
Eyðibýlið
Helgi Steinar Helgason
Eyðibýlið

Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.

Sá sem heimsækir eyðibýlið að þessu sinni er Helgi Steinar Helgason arkitekt. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir.

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 47 mín.
e
Endurflutt.
,